Lýst eftir stefnu í flugvallarmálinu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 26. ágúst 2008 10:07 Enn er tekinn við nýr meirihluti í Reykjavík, sá fjórði á kjörtímabilinu. Í hvert sinn sem nýr meirihluti hefur tekið við í borginni það sem af er kjörtímabilinu hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir stefnu í nokkrum umdeildum málum. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er eitt þeirra. Staðsetning flugvallarins er enda flókið mál. Sjónarmiðin sem taka verður tillit til eru mörg. Aðdragandi að flutningi flugvallar er langur og uppbygging flugvallar á nýjum stað afar kostnaðarsamur. Brýnt er því að þeir sem með völd fara hafi skýra sýn í þessu máli og horfi fram í tímann, ár og áratugi. Eitt af því sem kjósendur vildu fá svar við í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga var afstaðan í flugvallarmálinu. Sumir frambjóðendur höfðu skýra stefnu, aðrir ekki. Ljóst var strax að stefna í flugvallarmálinu gekk þvert á flokkslínur. Lítil framvinda varð í tíð meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, hinum fyrri. Í tíð hundrað daga meirihlutans var samkeppni um skipulag í Vatnsmýri ýtt úr vör en þegar verðlaunatillögur lágu fyrir var tekinn við nýr meirihluti, sjálfstæðismanna og Ólafs F., sá sem sameinaðist um að flugvöllurinn yrði ekki fluttur á þessu kjörtímabili. Nú er fjórði meirihlutinn tekinn við. Stefna borgarstjórans og formanns skipulagsráðs liggur fyrir. Þau vilja flugvöllinn úr Vatnsmýri en samstarfsflokkurinn er tregur í taumi, rétt eins og Ólafur F. Í málefnasamningi meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna er farin sú sérkennilega málamyndunarleið að gera ráð fyrir að skipuleggja byggð upp að flugvellinum í Vatnsmýri. Fram hefur komið að höfundur vinningstillögunnar að skipulagi Vatnsmýrar hefur verið ráðinn til að aðstoða við þá skipulagsvinnu sem nú á að fara í hönd og á að byggja á vinningstillögunni. Í þeirri tillögu er, eins og menn muna, ekki gert ráð fyrir að byggð verði AÐ flugvellinum heldur að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Það er því ljóst að nýi meirihlutinn dansar enn í kringum flugvallarmálið án þess að hafa afl til að klára það. Formaður skipulagsráðs viðurkennir að ólíklegt sé að endanleg niðurstaða fáist á þessu kjörtímabili og framsóknarfulltrúinn í nýja meirihlutanum segir að þó að skipulagsvinna í Vatnsmýri sé komin á fullt sé það ekki dauðadómur yfir flugvellinum. Er von að spurt sé hver stefna meirihlutans sé í flugvallarmálinu? Þegar hér er komið sögu væri kannski hreinlegra að þeir sem stýra borginni viðurkenndu vanmátt sinn gagnvart flugvallarmálinu. Því sé það svo að stjórnmálamenn í Reykjavík skorti þrek til að klára þetta mál er hreinlegra að ákveða bara að flugvöllurinn verði um kyrrt og vinna í samræmi við það. Betra væri þó að fulltrúarnir stæðu við sannfæringu sína og tækju til við að undirbúa flutning flugvallarins úr Vatnsmýri á markvissan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Enn er tekinn við nýr meirihluti í Reykjavík, sá fjórði á kjörtímabilinu. Í hvert sinn sem nýr meirihluti hefur tekið við í borginni það sem af er kjörtímabilinu hefur verið beðið með eftirvæntingu eftir stefnu í nokkrum umdeildum málum. Framtíð flugvallarins í Vatnsmýri er eitt þeirra. Staðsetning flugvallarins er enda flókið mál. Sjónarmiðin sem taka verður tillit til eru mörg. Aðdragandi að flutningi flugvallar er langur og uppbygging flugvallar á nýjum stað afar kostnaðarsamur. Brýnt er því að þeir sem með völd fara hafi skýra sýn í þessu máli og horfi fram í tímann, ár og áratugi. Eitt af því sem kjósendur vildu fá svar við í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga var afstaðan í flugvallarmálinu. Sumir frambjóðendur höfðu skýra stefnu, aðrir ekki. Ljóst var strax að stefna í flugvallarmálinu gekk þvert á flokkslínur. Lítil framvinda varð í tíð meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, hinum fyrri. Í tíð hundrað daga meirihlutans var samkeppni um skipulag í Vatnsmýri ýtt úr vör en þegar verðlaunatillögur lágu fyrir var tekinn við nýr meirihluti, sjálfstæðismanna og Ólafs F., sá sem sameinaðist um að flugvöllurinn yrði ekki fluttur á þessu kjörtímabili. Nú er fjórði meirihlutinn tekinn við. Stefna borgarstjórans og formanns skipulagsráðs liggur fyrir. Þau vilja flugvöllinn úr Vatnsmýri en samstarfsflokkurinn er tregur í taumi, rétt eins og Ólafur F. Í málefnasamningi meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna er farin sú sérkennilega málamyndunarleið að gera ráð fyrir að skipuleggja byggð upp að flugvellinum í Vatnsmýri. Fram hefur komið að höfundur vinningstillögunnar að skipulagi Vatnsmýrar hefur verið ráðinn til að aðstoða við þá skipulagsvinnu sem nú á að fara í hönd og á að byggja á vinningstillögunni. Í þeirri tillögu er, eins og menn muna, ekki gert ráð fyrir að byggð verði AÐ flugvellinum heldur að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Það er því ljóst að nýi meirihlutinn dansar enn í kringum flugvallarmálið án þess að hafa afl til að klára það. Formaður skipulagsráðs viðurkennir að ólíklegt sé að endanleg niðurstaða fáist á þessu kjörtímabili og framsóknarfulltrúinn í nýja meirihlutanum segir að þó að skipulagsvinna í Vatnsmýri sé komin á fullt sé það ekki dauðadómur yfir flugvellinum. Er von að spurt sé hver stefna meirihlutans sé í flugvallarmálinu? Þegar hér er komið sögu væri kannski hreinlegra að þeir sem stýra borginni viðurkenndu vanmátt sinn gagnvart flugvallarmálinu. Því sé það svo að stjórnmálamenn í Reykjavík skorti þrek til að klára þetta mál er hreinlegra að ákveða bara að flugvöllurinn verði um kyrrt og vinna í samræmi við það. Betra væri þó að fulltrúarnir stæðu við sannfæringu sína og tækju til við að undirbúa flutning flugvallarins úr Vatnsmýri á markvissan hátt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun