Langar að gefa út aðra plötu 23. október 2008 04:00 Ólafía Hrönn myndi vilja hvíla sig á leiklistinni og sinna söngnum alfarið. Hún semur tónlist og langar að gefa út aðra plötu. fréttablaðið/Stefán „Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það eru þrettán ár síðan ég gaf út jazzplötuna Koss með Tómasi R. Einarssyni og hef ekki verið að syngja með tríói síðan," segir leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún undirbýr nú dagskrá ásamt Ásgeiri Óskarssyni, Birni Thoroddsen og Gunnari Hrafnssyni sem þau munu fara með í grunnskóla og syngja. „Þeir eru búnir að vera með þessa dagskrá í tíu ár og Egill Ólafsson söng upprunalega með þeim. Við byrjum í nóvember, en erum byrjuð að æfa og búin að hittast heilmikið. Við munum fara í grunnskóla og tökum gamla þjóðlagið Ljósið kemur langt og mjótt, láta það ferðast um hin ýmsu lönd og ég syng það í allskonar stílum. Þetta er svona tónlistarkennsla og svo er líka leikið og dansað," útskýrir Ólafía Hrönn sem er nú í óðaönn að undirbúa sýninguna Utan gátta, sem verður frumsýnd á föstudag í Þjóðleikhúsinu. Auk þess stefnir hún á frekara tónleikahald þar sem hún mun syngja nokkur af sínum uppáhalds lögum. „Mér finnst svakalega skemmtilegt að syngja og væri til í að hvíla mig á leiklistinni til að sinna söngnum alfarið. Þótt ég vilji ekki fara frá leiklistinni væri rosalega gaman að geta gefið sig alla í þetta. Ég er alltaf að semja eitthvað og langar að gefa út aðra plötu. Mér finnst ég eiginlega þurfa að gefa út eina plötu enn," segir Ólafía Hrönn. - ag
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira