Viðskipti erlent

Obama: Seðlabankann skortir fleiri tæki eftir stýrivaxtalækkun

Barack Obama, tilvonandi forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, tilvonandi forseti Bandaríkjanna.

Seðlabanki Bandaríkjanna ákvað í dag að lækka stýrivexti og verða þeir á bilinu 0 til 0,25%. Þeir hafa aldrei í sögu bankans verið lægri en þeir voru fyrir lækkunina 1%. Fram kom að bankinn hyggst leita allra leiða og ráða til að vinna gegn fjármálakreppunni.

Barack Obama, verðandi Bandaríkaforseti, sagði í ræðu í dag að stjórn hans mun reyna allt hvað hún getur til að ná að koma efnahagslífinu aftur í gang þar sem ljóst væri að seðlabanki landsins gæti ekki lengur notað aðaltæki sitt til að takast á við kreppuna.

Hlutabréfamarkaðir ruku upp í kjölfar ákvörðunar bankans. Við lok markaða hafði Nasdaq vísitalan hækkað um 5,41%, S&P vísitalan um 5,14% og Dow Jones um 4,2%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×