Óbærileg spenna 6. febrúar 2008 11:23 Ég man vart eftir annarri eins fyrirtíðarspennu vegna forsetakosninganna vestur í Bandaríkjunum. Það er ekki laust við að maður hafi misst nokkur kíló í nótt, altént sá á nöglunum. Gamli stríðsfanginn John McCain er náttúrlega kominn með níu fingur á forsetabikar repúblikana eftir þrútna þriðjudaginn í gær. Áfall Mitt Romneys er mikið; ekki einasta mistókst honum að saxa á forskot stríðskempunnar heldur er jókerinn í spilinu, Mick Huckabee, kominn flestum að óvörum upp að hlið hans. Þetta er búið hjá Íhaldinu. McCain getur byrjað að brýna amboðin fyrir haustvertíðina. Spennan hjá demókrötum er óbærileg. Hillary kom sjónarmun á undan Obama í mark eftir hasar gærdagsins - og mest um vert fyrir hana er vitaskuld að hafa sigur í Kaliforníu, þvert á síðustu spár. Hillary vann kjörmannafjöldann, Obama fylkjafjöldann. Fjölmennasta fylkið sem eftir er að ausa úr skálum atkvæða sinna er Texas. Hillary ætti að hafa það. En önnur fylki sem eftir eru, virðast óráðin gáta. Spurning líka hvort meðbyr Obama er búinn, eða rétt að byrja. Og sömuleiðis spurning hvort Hillary hafi einhver tromp uppi í erminni, með alla sína kosningavél að baki sér. Ég spáði Hillary sigri í þriðjudagsbardaganum í skrifum mínum í gær og þarf þar af leiðandi ekki að éta hattinn minn. En tæpt var það. Spurningin sem eftir stendur er þessi; stenst fullyrðing John Lennons: "Woman is the Nigger of the World." Eða er það öfugt? Ég get ekki beðið ... Altént er augljóst að niðurstaða forsetakosninganna í haust verður söguleg: Kona, svertingi eða elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Og svo er hitt: Tvær fjölskyldur, Bush og Clinton, gætu auðveldlega setið við völd í Vesturheimi á árabilinu 1989 til 2016 eða samtals í 28 ár! Sem er svolítið klikkað ... -SER. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Ég man vart eftir annarri eins fyrirtíðarspennu vegna forsetakosninganna vestur í Bandaríkjunum. Það er ekki laust við að maður hafi misst nokkur kíló í nótt, altént sá á nöglunum. Gamli stríðsfanginn John McCain er náttúrlega kominn með níu fingur á forsetabikar repúblikana eftir þrútna þriðjudaginn í gær. Áfall Mitt Romneys er mikið; ekki einasta mistókst honum að saxa á forskot stríðskempunnar heldur er jókerinn í spilinu, Mick Huckabee, kominn flestum að óvörum upp að hlið hans. Þetta er búið hjá Íhaldinu. McCain getur byrjað að brýna amboðin fyrir haustvertíðina. Spennan hjá demókrötum er óbærileg. Hillary kom sjónarmun á undan Obama í mark eftir hasar gærdagsins - og mest um vert fyrir hana er vitaskuld að hafa sigur í Kaliforníu, þvert á síðustu spár. Hillary vann kjörmannafjöldann, Obama fylkjafjöldann. Fjölmennasta fylkið sem eftir er að ausa úr skálum atkvæða sinna er Texas. Hillary ætti að hafa það. En önnur fylki sem eftir eru, virðast óráðin gáta. Spurning líka hvort meðbyr Obama er búinn, eða rétt að byrja. Og sömuleiðis spurning hvort Hillary hafi einhver tromp uppi í erminni, með alla sína kosningavél að baki sér. Ég spáði Hillary sigri í þriðjudagsbardaganum í skrifum mínum í gær og þarf þar af leiðandi ekki að éta hattinn minn. En tæpt var það. Spurningin sem eftir stendur er þessi; stenst fullyrðing John Lennons: "Woman is the Nigger of the World." Eða er það öfugt? Ég get ekki beðið ... Altént er augljóst að niðurstaða forsetakosninganna í haust verður söguleg: Kona, svertingi eða elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna. Og svo er hitt: Tvær fjölskyldur, Bush og Clinton, gætu auðveldlega setið við völd í Vesturheimi á árabilinu 1989 til 2016 eða samtals í 28 ár! Sem er svolítið klikkað ... -SER. -SER.