Deilt um dómarann Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. janúar 2008 06:00 Traust almennings á dómstólum skiptir miklu. Því er afar mikilvægt að vel takist til um skipan í embætti dómara. Engar ákvarðanatökur eru óumdeilanlegar og ævinlega munu skoðanir fólks vera mismunandi, og jafnvel skiptar, á hæfni og eiginleikum þeirra sem sækjast eftir störfum eins og embætti dómara. Ábyrgð þeirra sem koma að ráðningu dómara er því mikil, ekki síst þeirra sem hafa lokaorðið. Það er því afar brýnt að ráðningarferli í embætti dómara sé skýrt og gegnsætt. Á það höfum við verið minnt nokkrum sinnum á undanförnum árum þegar ráðnir hafa verið til starfa, bæði sem héraðsdómarar og hæstaréttardómarar, menn sem samkvæmt röðun matsnefnda eru ekki þeir hæfustu til að gegna starfinu. Engum er greiði gerður með slíkum ráðningum, allra síst þeim sem embættin hljóta. Fámennið á Íslandi getur vissulega gert mönnum erfitt fyrir og gæta verður þess að að sjá ekki skrattann í hverju horni. Það kann að vera að umsækjandinn með flokks- og/eða fjölskyldutenginguna sé hreinlega sá hæfasti til að gegna stöðunni og þá er bagalegt að tengslin geri ráðninguna ótrúverðuga. Vænlegasta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er vitanlega að málefnaleg og gegnsæ vinnubrögð séu viðhöfð. Í baksviði blaðsins í dag kemur fram að þverpólitískur vilji er til að breyta fyrirkomulagi við dómaraskipan. Hugmyndir þeirra þingmanna og ráðherra sem fyrir svörum verða í greininni eru þó mismunandi. Björn Bjarnason telur þó fortakslaust að dómsmálaráðherra eigi að taka lokaákvörðun um skipan dómara en þingmenn annarra flokka eru allir á því að gera þurfi róttækar breytingar á fyrirkomulagi við skipun í embætti bæði hæstaréttar- og héraðsdómara. Lúðvík Bergvinsson hefur ásamt fleiri þingmönnum í Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum lagt fram frumvarp til Alþingis þar sem gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómara samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Í baksviðinu kemur fram að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, eru sammála frumvarpinu í megindráttum. Frumvarpið nær eingöngu til skipanar hæstaréttadómara en þingmennirnir eru sammála um að einnig beri að endurskoða lög um skipan héraðsdómara. Víst er að ráðningar í embætti verða aldrei óumdeilanlegar. Jafnvíst er að þær geta orðið mun minna umdeilanlegar en þær eru nú, sé það tryggt að ómálefnaleg sjónarmið ráði ekki um stöðuveitingar. Settur dómsmálaráðherra sem á dögunum réði Þorstein Davíðsson til starfa við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands hefur í rökstuðningi sínum ekki sýnt fram á að ráðningin hafi verið málefnaleg þegar þrír menn töldust hæfari að mati sérstaklega skipaðrar matsnefndar. Við slík vinnubrögð verður ekki unað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Traust almennings á dómstólum skiptir miklu. Því er afar mikilvægt að vel takist til um skipan í embætti dómara. Engar ákvarðanatökur eru óumdeilanlegar og ævinlega munu skoðanir fólks vera mismunandi, og jafnvel skiptar, á hæfni og eiginleikum þeirra sem sækjast eftir störfum eins og embætti dómara. Ábyrgð þeirra sem koma að ráðningu dómara er því mikil, ekki síst þeirra sem hafa lokaorðið. Það er því afar brýnt að ráðningarferli í embætti dómara sé skýrt og gegnsætt. Á það höfum við verið minnt nokkrum sinnum á undanförnum árum þegar ráðnir hafa verið til starfa, bæði sem héraðsdómarar og hæstaréttardómarar, menn sem samkvæmt röðun matsnefnda eru ekki þeir hæfustu til að gegna starfinu. Engum er greiði gerður með slíkum ráðningum, allra síst þeim sem embættin hljóta. Fámennið á Íslandi getur vissulega gert mönnum erfitt fyrir og gæta verður þess að að sjá ekki skrattann í hverju horni. Það kann að vera að umsækjandinn með flokks- og/eða fjölskyldutenginguna sé hreinlega sá hæfasti til að gegna stöðunni og þá er bagalegt að tengslin geri ráðninguna ótrúverðuga. Vænlegasta leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er vitanlega að málefnaleg og gegnsæ vinnubrögð séu viðhöfð. Í baksviði blaðsins í dag kemur fram að þverpólitískur vilji er til að breyta fyrirkomulagi við dómaraskipan. Hugmyndir þeirra þingmanna og ráðherra sem fyrir svörum verða í greininni eru þó mismunandi. Björn Bjarnason telur þó fortakslaust að dómsmálaráðherra eigi að taka lokaákvörðun um skipan dómara en þingmenn annarra flokka eru allir á því að gera þurfi róttækar breytingar á fyrirkomulagi við skipun í embætti bæði hæstaréttar- og héraðsdómara. Lúðvík Bergvinsson hefur ásamt fleiri þingmönnum í Samfylkingunni og Frjálslynda flokknum lagt fram frumvarp til Alþingis þar sem gert er ráð fyrir að forseti Íslands skipi dómara samkvæmt tilnefningu forsætisráðherra að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Í baksviðinu kemur fram að Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, eru sammála frumvarpinu í megindráttum. Frumvarpið nær eingöngu til skipanar hæstaréttadómara en þingmennirnir eru sammála um að einnig beri að endurskoða lög um skipan héraðsdómara. Víst er að ráðningar í embætti verða aldrei óumdeilanlegar. Jafnvíst er að þær geta orðið mun minna umdeilanlegar en þær eru nú, sé það tryggt að ómálefnaleg sjónarmið ráði ekki um stöðuveitingar. Settur dómsmálaráðherra sem á dögunum réði Þorstein Davíðsson til starfa við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands hefur í rökstuðningi sínum ekki sýnt fram á að ráðningin hafi verið málefnaleg þegar þrír menn töldust hæfari að mati sérstaklega skipaðrar matsnefndar. Við slík vinnubrögð verður ekki unað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun