Öskubuska Skallagrímsson Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 16. apríl 2008 06:00 Mamma, ég er að hugsa um það þegar ég verð stór," sagði fimm ára dóttir mín áhyggjufull um daginn. „Sko, ef ég verð Þyrnirós þarf ég að sofa svo rosalega lengi, ef ég verð Mjallhvít verð ég að vera í bláum kjól og mér finnst hárið á Öskubusku ekki mjög flott." Valkvíðinn var skiljanlegur hjá blessuðu barninu. Þarna voru samanlagt þrjár framtíðarstöður í boði dregnar upp af Disney og engin þeirra alveg nógu kræsileg til að hún vildi gagnrýnislaust helga sig hlutverkinu til lífstíðar. Útlitið var ekki nógu gott, sennilega yrði hún að sætta sig við einhverjar málamiðlanir. Ef til vill var skásti kosturinn að vera þessi þarna í bláa kjólnum. Að minnsta kosti var það betra en hrjóta aðgerðarlaus áratugum saman eða sitja uppi með lummulega hárgreiðslu alla ævi, ha? Sennilega grunaði barnungann ekki að skelfingarsvipurinn á móður hennar stafaði síst af hluttekningu með þessum þröngu valmöguleikum. Ekki einu sinni í þykjustunni tókst mér að sýna samúð með hugmyndum dóttur minnar um framtíðina, heldur hríslaðist dálítill straumur af ískaldri skelfingu niður hrygglengjuna: Hvar tókst okkur að klúðra skilaboðunum svona rækilega? Hér höfum við í gríð og erg vandað okkur meira í uppalendahlutverkinu en öllum öðrum verkefnum í lífinu. Verið vakin og sofin dag og nótt yfir velferð barnanna, raðað í þau hollustunni, andlegri og líkamlegri, spáð og spekúlerað, haldið prinsippin að mestu, lært af reynslunni og verið sveigjanleg og staðföst í hárnákvæmum hlutföllum. Boðað kærleika, stappað stáli, brýnt sjálfstæði og úthýst Barbie. Reynt að halda löstunum úr augsýn og vera undursamlegar fyrirmyndir eftir því sem vitið hefur leyft. Mamman tengdi baðvaskinn á meðan pabbinn lagði fallega á borð. Og öfugt. Og svo kemur þetta. Litla hexið sem við spaugum stundum með að sé Egill Skallagrímsson endurborinn þegar hún sýnir klærnar, veltir fyrir sér eigin framtíð í hlutverki síþreyttrar Þyrnirósar, hinnar seinfæru Mjallhvítar eða gólftuskunnar Öskubusku. Þetta eru kostirnir og fleira ekki í boði. Ísmeygilegur markaðsáróðurinn lætur ekki að sér hæða. Ekki skil ég aðferðirnar en rannsókn stendur yfir. Svo og rækileg endurmenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mamma, ég er að hugsa um það þegar ég verð stór," sagði fimm ára dóttir mín áhyggjufull um daginn. „Sko, ef ég verð Þyrnirós þarf ég að sofa svo rosalega lengi, ef ég verð Mjallhvít verð ég að vera í bláum kjól og mér finnst hárið á Öskubusku ekki mjög flott." Valkvíðinn var skiljanlegur hjá blessuðu barninu. Þarna voru samanlagt þrjár framtíðarstöður í boði dregnar upp af Disney og engin þeirra alveg nógu kræsileg til að hún vildi gagnrýnislaust helga sig hlutverkinu til lífstíðar. Útlitið var ekki nógu gott, sennilega yrði hún að sætta sig við einhverjar málamiðlanir. Ef til vill var skásti kosturinn að vera þessi þarna í bláa kjólnum. Að minnsta kosti var það betra en hrjóta aðgerðarlaus áratugum saman eða sitja uppi með lummulega hárgreiðslu alla ævi, ha? Sennilega grunaði barnungann ekki að skelfingarsvipurinn á móður hennar stafaði síst af hluttekningu með þessum þröngu valmöguleikum. Ekki einu sinni í þykjustunni tókst mér að sýna samúð með hugmyndum dóttur minnar um framtíðina, heldur hríslaðist dálítill straumur af ískaldri skelfingu niður hrygglengjuna: Hvar tókst okkur að klúðra skilaboðunum svona rækilega? Hér höfum við í gríð og erg vandað okkur meira í uppalendahlutverkinu en öllum öðrum verkefnum í lífinu. Verið vakin og sofin dag og nótt yfir velferð barnanna, raðað í þau hollustunni, andlegri og líkamlegri, spáð og spekúlerað, haldið prinsippin að mestu, lært af reynslunni og verið sveigjanleg og staðföst í hárnákvæmum hlutföllum. Boðað kærleika, stappað stáli, brýnt sjálfstæði og úthýst Barbie. Reynt að halda löstunum úr augsýn og vera undursamlegar fyrirmyndir eftir því sem vitið hefur leyft. Mamman tengdi baðvaskinn á meðan pabbinn lagði fallega á borð. Og öfugt. Og svo kemur þetta. Litla hexið sem við spaugum stundum með að sé Egill Skallagrímsson endurborinn þegar hún sýnir klærnar, veltir fyrir sér eigin framtíð í hlutverki síþreyttrar Þyrnirósar, hinnar seinfæru Mjallhvítar eða gólftuskunnar Öskubusku. Þetta eru kostirnir og fleira ekki í boði. Ísmeygilegur markaðsáróðurinn lætur ekki að sér hæða. Ekki skil ég aðferðirnar en rannsókn stendur yfir. Svo og rækileg endurmenntun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun