Bretarnir vilja meira kynlíf 28. október 2008 04:00 Breskir gagnrýnendur segja nýjustu Bond-myndina ekki jafngóða og þá síðustu, Casino Royale. Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Breskir gagnrýnendur eru á einu máli um að nýjasta James Bond-myndin, Quantum of Solace, sé ekki eins góð og sú síðasta, Casino Royale. Segja þeir Bond ekki nógu kvensaman og heldur ekki nógu breskan í háttum. Nýja Bond-myndin er beint framhald af Casino Royale, sem fékk frábærar viðtökur fyrir tveimur árum, og eru Bretarnir ekki á eitt sáttir með útkomuna. „Þeir sem hafa ekki séð fyrri myndina eiga hugsanlega eftir að ruglast vegna söguþráðarins og eldri persóna," segir í dómi The Sun. „Hérna sést hann miklu oftar með byssuna á lofti heldur en á rúmstokknum. Aðeins einu sinni sjáum við hann beran að ofan, því miður stúlkur. Tvær kynþokkafullar Bond-stúlkur eru í myndinni en aðeins í einu örstuttu atriði í hinni 105 mínútna löngu mynd sést í beran kvenmann. Myndin er ekki eins góð og Casino Royale en hún er samt miklu betri en aðrar hasarmyndir í bíó." Bond leitar hefndaSöguþráður Quantum of Solace er á þann veg að Bond reynir að stöðva viðskiptajöfurinn Dominic Greene sem ætlar að leggja undir sig allar vatnsbirgðir Suður-Ameríku. Á sama tíma reynir okkar maður að hefna þeirra sem drápu kærustu hans Vesper Lynd í síðustu mynd. Meira kynlíf, takkSunday Times gefur myndinni aðeins tvær stjörnur af fimm mögulegum og segir hana mögulega vera leiðinlegustu Bond-mynd sögunnar. „Það var vitað mál að það yrði erfitt að feta í fótspor Casino Royale en leikstjóranum Marc Forster hefur tekist að brotlenda þessu vinsæla vörumerki," segir í umsögninni. Telur gagnrýnandinn allan sjarma vanta í Daniel Craig sem Bond og að kvensemi hans sé ekki sú sama og áður. „Bond-leikstjórar takið eftir: meira kynlíf, takk, við erum breskir." Nefnir hann Craig sem veikasta hlekk myndarinnar. „Hann lítur vel út í kjólfötum og er frábær í hasaratriðum en þegar hann á að sýna mannlegu hliðina er hann kuldalegur og vélrænn að hætti Schwarzeneggers í Terminator. Hann er ekki lengur sérstaklega breskur í háttum eða nútímalegur." Ekkert „Bond, James Bond“Kvikmyndasíðan Empire Online er ekki á sama máli og gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Þar segir að myndin sé hröð og að útlitið sé flott. „Hugsanlega var það skynsamlegt að reyna ekki að vera stærri og betri en Casino Royale. Maður fær það á tilfinninguna að verkefni Bonds séu rétt að hefjast og að hann þurfi nokkrar myndir í viðbót til að stöðva Quantum-samtökin." The Mirror segir að myndin valdi ekki vonbrigðum en nái þó ekki að fanga snilld Casino Royale. „Hún lítur eiginlega ekki út fyrir að vera Bond-mynd. Craig segir aldrei: „Ég heiti Bond, James Bond", Q er ekki til staðar og hann fær engin flott vopn úr vopnabúrinu. Við sjáum Bond meira að segja í peysu." Craig stendur sig velThe Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að meira daður, fleiri samtöl og betri persónusköpun hafi vantað. Engu að síður sé um góða hasarmynd að ræða og að Daniel Craig haldi myndinni uppi. „Þetta er ótrúlega erfitt verkefni fyrir leikara og Craig stendur undir því." Quantum of Solace verður frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn og hérlendis viku síðar, eða 7. nóvember.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira