Lífið

Sólheimar opna hús til heiðurs Vigdísi forseta

Vigdísarhús við Sólheima í Grímsnesi.
Vigdísarhús við Sólheima í Grímsnesi.
Sólheimar í Grímsnesi fagna 78 ára afmæli sínu laugardaginn 5 júlí næstkomandi. Á þessum tímamótum verður nýtt þjónustuhús formlega opnað, Vigdísarhús. Húsið ber nafn frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Þar verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur. Frú Vigdís Finnbogadóttir mun opna húsið formlega og herra Sigurbjörn Einarsson biskup mun flytja húsblessun.

Í tilkynningu frá Sólheimum segir að Vigdísarhús sé 840 fermetrar að stærð og önnur af höfuðbyggingum Sólheima. Þá segir að frú Vigdís hafi alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og meðal annars gefið eftirstöðvar kosningasjóðs sins á sínum tíma til eflingar starfsemi Sólheima. Þess verði sérstaklega minnst við þessa athöfn. Athöfnin hefst kl. 15.30 og eru allir boðnir velkomnir.

Klukkan tvö sama dag mun Ólöf Arndals halda tónleika í Sólheimakirkju. Tónleikarnir eru hluti af Menningarveislu Sólheima, sem stendur til 17. ágúst. Sunnudaginn 6 júlí er svo kirkjudagur Sólheimakirkju, en þá hefst guðþjónusta kl. 14.00. Séra Eiríkur Jóhannsson prófastur Árnesprófastdæmis mun þjóna fyrir altari. Garðar Cortes syngur einsöng og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri mun flytja predikun.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.