Handbolti

Guðjón Valur: Áttum ekki meira skilið

Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.

Guðjón Valur Sigurðsson gekk hnípinn af velli eftir leikinn gegn Makedóníu. Ísland vann sex marka sigur en hefði þurft átta marka sigur til að komast áfram á HM.

„Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Við erum klikkum á allt of mörgum dauðafærum, skjótum í stangirnar. Við áttum meira einfaldlega ekki skilið," sagði Guðjón Valur.

Guðjón Valur vildi ekki kenna háu spennustigi um að liðið náði ekki að nýta mjög góða vörn liðsins fyrstu 10 mínútur leiksins. „Við vorum mjög einbeittir. Við vinnum þetta lið með sex mörkum sem hefði auðveldlega getað verið meira. Það er auðvelt að kenna þessu um spennustig eða einbeitingarleysi. Menn voru klárir. Menn voru tilbúnir að leggja sig alla í þetta og menn gerðu það. Ég get skotið á neinn að hann hafi ekki gert sitt besta eða ekki lagt sig fram. Þetta dugði bara ekki að þessu sinni."

„Við töpum þessu hérna í dag. Auðvitað er á brattann að sækja verandi átta mörkum undir en við sáum það í dag að við höfðu færi og getu til að klára málið en gerðum það bara einfaldlega ekki," sagði Guðjón Valur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×