Drottning á fóðrum Þorvaldur Gylfason skrifar 28. febrúar 2008 06:00 Hagskyn er eins og húmor og matarlyst: fólk fær mismikið í forgjöf eins og gengur. Sumir hafa næmt hagskyn án þess að hafa nokkurn tímann lært hagfræði. Aðrir eru svo hagfirrtir (þetta á jafnvel við um suma sprenglærða hagfræðinga), að það er eins og ósýnileg hönd leiði þá nær ævinlega að rangri niðurstöðu um efnahagsmál - það er að óhagkvæmri og óréttlátri niðurstöðu. Stundum liggur hundurinn grafinn einmitt þar: rangsleitnin slævir eða yfirgnæfir hagskynið, en stundum er þetta bara spurning um sljóa dómgreind, stundum hvort tveggja. Ær og kýrHagkvæmni og réttlæti eru ær og kýr hagfræðinga alveg eins og umhverfisvernd stendur upp á náttúrufræðinga. Ill meðferð fjár og fátækt orka á hagfræðing líkt og eiturgufur og gróðurspjöll orka á náttúrufræðing. Ég sagði fjár, ekki almannafjár. Auðvitað kemur engum það við nema eigandanum, hvernig hann fer með eigið aflafé, svo lengi sem hann lætur aðra í friði.Ill meðferð einkafjár orkar samt ekki vel á hagfræðinga: okkur líður flestum frammi fyrir bruðli líkt og náttúrufræðingum frammi fyrir illri meðferð á lifandi gróðri, hvort sem er á almenningi eða einkareitum. Hagfræðingar eru yfirleitt andvígir viðskiptahöftum, skömmtun og öðrum spjöllum á gangverki markaðsbúskapar með sömu rökum og sama hug og náttúrufræðingar leggjast gegn mengun. Ekki þætti fara vel á því, að náttúrufræðingar verðu eða stunduðu gróðurspjöll í stórum stíl. Hyggi þá sá er hlífa skyldi. Samt eru til hagfræðingar, sem hafa ekkert að athuga við langvarandi vitfirringu, óhagkvæmni og ranglæti til dæmis í landbúnaðarmálum eða útvegsmálum. Helztu ráðgjafar íslenzkra stjórnvalda um sjávarútvegsstefnuna hafa aldrei séð neitt athugavert heldur við landbúnaðarstefnuna.Styrkir handa kóngafólkiNefndi ég vitfirringu? Elísabet Englandsdrottning og sonur hennar, prinsinn af Wales, fengu 360 þúsund evrur sendar heim búnaðarárið 2003-4 með kærri kveðju frá landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins. Þetta kom í ljós, þegar blaðamönnum tókst að svæla þessar upplýsingar út úr höfuðstöðvum ESB í Brussel í krafti brezkra upplýsingalaga. Hertoginn af Westminster er metinn á sjö milljarða evra: hann fékk 260 þúsund evrur í bústyrk. Hertoginn af Marlborough fékk 296 þúsund evrur, jarlinn af Plymouth fékk 266 þúsund og þannig koll af kolli - og þetta er bara brezka konungsfjölskyldan.Skýringin á þessum útlátum er sú, að búnaðarstyrkir ESB eru bundnir við eigendur bújarða, ekki bændur. Vitfirringin virðir engin mörk. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, kallaði landbúnaðarstefnu ESB hneyksli; það var vægari dómur en efni stóðu til.Mikil óhagkvæmni er ranglátVandinn í dæmi kóngafólksins er ekki sá, að jarðeigendur raki saman arði af eignum sínum. Upphleðsla fjármagns og arðurinn af því eru ásamt vinnu, menntun og viðskiptum hornsteinar heilbrigðs markaðsbúskapar. Nei, vandinn er sá, að skattgreiðendum með miðlungstekjur eða minna milli handanna, einnig í nýjum aðildarríkjum ESB í Mið- og Austur-Evrópu, er gert að punga út miklu fé handa moldríkum landeigendum vestar í álfunni. Vandinn er með öðrum orðum þessi: mikil óhagkvæmni er oftast einnig ranglát.Sameiginleg útgjöld ESB eru fjármögnuð með flötum skatti. Aðildarlöndin leggja ESB til um eitt prósent af landsframleiðslu sinni óháð efnahag. Risabýli þiggja hvert um sig 780 þúsund evrur á ári í bústyrk, en þau eru þó aðeins 0,2 prósent af evrópskum bændabýlum. Stórbýli – þau sex prósent býlanna, sem framleiða mest – fá meira en helming allra styrkja, eða 30 þúsund evrur hvert að meðaltali. Röskur helmingur allra býla ber úr býtum fjögur prósent af bústyrkjunum, 425 evrur hvert bú. Hrói höttur hefði fengið flog.Samt er búverndarstefna ESB barnaleikur hjá landbúnaðarstefnunni hér heima. Íslenzkir neytendur og skattgreiðendur styrkja bændur um fjárhæð, sem nemur 65 prósentum af framleiðsluverðmæti á móti 32 prósentum í ESB samkvæmt upplýsingum frá OECD. Afurðaverð til íslenzkra bænda er 2,5 sinnum hærra en heimsmarkaðsverð.Heildarkostnaður vegna búverndarinnar 2006 nam 17 milljörðum króna; það gerir 18 þúsund krónur á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi. Hvað þarf að segja þetta oft? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Hagskyn er eins og húmor og matarlyst: fólk fær mismikið í forgjöf eins og gengur. Sumir hafa næmt hagskyn án þess að hafa nokkurn tímann lært hagfræði. Aðrir eru svo hagfirrtir (þetta á jafnvel við um suma sprenglærða hagfræðinga), að það er eins og ósýnileg hönd leiði þá nær ævinlega að rangri niðurstöðu um efnahagsmál - það er að óhagkvæmri og óréttlátri niðurstöðu. Stundum liggur hundurinn grafinn einmitt þar: rangsleitnin slævir eða yfirgnæfir hagskynið, en stundum er þetta bara spurning um sljóa dómgreind, stundum hvort tveggja. Ær og kýrHagkvæmni og réttlæti eru ær og kýr hagfræðinga alveg eins og umhverfisvernd stendur upp á náttúrufræðinga. Ill meðferð fjár og fátækt orka á hagfræðing líkt og eiturgufur og gróðurspjöll orka á náttúrufræðing. Ég sagði fjár, ekki almannafjár. Auðvitað kemur engum það við nema eigandanum, hvernig hann fer með eigið aflafé, svo lengi sem hann lætur aðra í friði.Ill meðferð einkafjár orkar samt ekki vel á hagfræðinga: okkur líður flestum frammi fyrir bruðli líkt og náttúrufræðingum frammi fyrir illri meðferð á lifandi gróðri, hvort sem er á almenningi eða einkareitum. Hagfræðingar eru yfirleitt andvígir viðskiptahöftum, skömmtun og öðrum spjöllum á gangverki markaðsbúskapar með sömu rökum og sama hug og náttúrufræðingar leggjast gegn mengun. Ekki þætti fara vel á því, að náttúrufræðingar verðu eða stunduðu gróðurspjöll í stórum stíl. Hyggi þá sá er hlífa skyldi. Samt eru til hagfræðingar, sem hafa ekkert að athuga við langvarandi vitfirringu, óhagkvæmni og ranglæti til dæmis í landbúnaðarmálum eða útvegsmálum. Helztu ráðgjafar íslenzkra stjórnvalda um sjávarútvegsstefnuna hafa aldrei séð neitt athugavert heldur við landbúnaðarstefnuna.Styrkir handa kóngafólkiNefndi ég vitfirringu? Elísabet Englandsdrottning og sonur hennar, prinsinn af Wales, fengu 360 þúsund evrur sendar heim búnaðarárið 2003-4 með kærri kveðju frá landbúnaðarráðherra Evrópusambandsins. Þetta kom í ljós, þegar blaðamönnum tókst að svæla þessar upplýsingar út úr höfuðstöðvum ESB í Brussel í krafti brezkra upplýsingalaga. Hertoginn af Westminster er metinn á sjö milljarða evra: hann fékk 260 þúsund evrur í bústyrk. Hertoginn af Marlborough fékk 296 þúsund evrur, jarlinn af Plymouth fékk 266 þúsund og þannig koll af kolli - og þetta er bara brezka konungsfjölskyldan.Skýringin á þessum útlátum er sú, að búnaðarstyrkir ESB eru bundnir við eigendur bújarða, ekki bændur. Vitfirringin virðir engin mörk. Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, kallaði landbúnaðarstefnu ESB hneyksli; það var vægari dómur en efni stóðu til.Mikil óhagkvæmni er ranglátVandinn í dæmi kóngafólksins er ekki sá, að jarðeigendur raki saman arði af eignum sínum. Upphleðsla fjármagns og arðurinn af því eru ásamt vinnu, menntun og viðskiptum hornsteinar heilbrigðs markaðsbúskapar. Nei, vandinn er sá, að skattgreiðendum með miðlungstekjur eða minna milli handanna, einnig í nýjum aðildarríkjum ESB í Mið- og Austur-Evrópu, er gert að punga út miklu fé handa moldríkum landeigendum vestar í álfunni. Vandinn er með öðrum orðum þessi: mikil óhagkvæmni er oftast einnig ranglát.Sameiginleg útgjöld ESB eru fjármögnuð með flötum skatti. Aðildarlöndin leggja ESB til um eitt prósent af landsframleiðslu sinni óháð efnahag. Risabýli þiggja hvert um sig 780 þúsund evrur á ári í bústyrk, en þau eru þó aðeins 0,2 prósent af evrópskum bændabýlum. Stórbýli – þau sex prósent býlanna, sem framleiða mest – fá meira en helming allra styrkja, eða 30 þúsund evrur hvert að meðaltali. Röskur helmingur allra býla ber úr býtum fjögur prósent af bústyrkjunum, 425 evrur hvert bú. Hrói höttur hefði fengið flog.Samt er búverndarstefna ESB barnaleikur hjá landbúnaðarstefnunni hér heima. Íslenzkir neytendur og skattgreiðendur styrkja bændur um fjárhæð, sem nemur 65 prósentum af framleiðsluverðmæti á móti 32 prósentum í ESB samkvæmt upplýsingum frá OECD. Afurðaverð til íslenzkra bænda er 2,5 sinnum hærra en heimsmarkaðsverð.Heildarkostnaður vegna búverndarinnar 2006 nam 17 milljörðum króna; það gerir 18 þúsund krónur á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi. Hvað þarf að segja þetta oft?