Drama Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. apríl 2008 07:00 Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í enn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Í tvo mánuði hef ég varla hitt fólk öðruvísi en að á einhverjum tímapunkti setji einhver upp sposkan svip, klóri sér í hökunni, og haldi því fram að nú sé allt að fara til helvítis. ÉG sjálfur hef verið jafnsekur og aðrir og margoft hafið fílósóferingar á förnum vegi um mögulegar hættur sem steðja að rekstri bankanna og þar með þjóðarbúinu. "Þetta fer auðvitað allt til fjandans," minnir mig að ég hafi sagt rétt í þann mund er ég steig upp úr pottinum í Neslauginni í síðustu viku. Svartsýni hentar alltaf betur til spjalls við kunningja en bjartsýni, sérstaklega í laugunum. Enginn er bjartsýnn í potti. NÚ hefur það lengi verið fyrirliggjandi að erfiðleikar væru framundan. Húsnæðisverð hefur rokið upp. Nú mun það lækka. Svona eru efnahagsmál. Bylgja fer upp, bylgja fer niður. Ég efast ekki um að mikill vandi steðji að fjármálalífinu og kannski fari allt í kalda kol, en samt get ég ekki að því gert: Þetta er farið að bera keim af vissri þörf fyrir drama. ÉG bíð eftir því að einhver falli í yfirlið út af skorti á lausafjármagni bankanna. Það gæti gerst ef samverkandi þættir of mikillar kaffidrykkju, næringarskorts og bölsýni - ásamt stöðugri efnahagsumræðu í ljósvakamiðlum í bakgrunni sem hefur stressaukandi áhrif - verða til þess að ungir menn fara að ofanda, eða hyperventilera. EFNAHAGSMÁL eru viðfangsefni. Niðursveifla er verkefni. Mestu sérfræðingar þjóðarinnar sáu erfiðleikana fyrir. Það var búið að spá þessu. Þeir sem stjórna bönkum og landi hefðu líklega mátt hlusta betur og haga málum skynsamlegar, en svona er það. NÚ þarf ríkisstjórnin að bíta á jaxlinn og kannski halda einn töflufund eða svo með viðeigandi aðilum. Gera plan. Búa til Excel-skjal. Með samhentu átaki er hægt að leysa svona verkefni. Sjálfur mun ég væntanlega halda áfram að hrista hausinn í pottinum á meðan, hafa áhyggjur af skammtíma fjárskuldbindingum útlánastofnana, klóra mér í hökunni og segja að allt sé að fara í bál og brand, og styðja mig við ljósastaur á leiðinni heim út af svima, nánast í yfirliði vegna oföndunar, með blautt sunddót undir handleggnum. Eins og sannur Íslendingur upplifi ég að sjálfsögðu hinar manísk-depressívu sveiflur efnahagslífsins í sálartetrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í enn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Í tvo mánuði hef ég varla hitt fólk öðruvísi en að á einhverjum tímapunkti setji einhver upp sposkan svip, klóri sér í hökunni, og haldi því fram að nú sé allt að fara til helvítis. ÉG sjálfur hef verið jafnsekur og aðrir og margoft hafið fílósóferingar á förnum vegi um mögulegar hættur sem steðja að rekstri bankanna og þar með þjóðarbúinu. "Þetta fer auðvitað allt til fjandans," minnir mig að ég hafi sagt rétt í þann mund er ég steig upp úr pottinum í Neslauginni í síðustu viku. Svartsýni hentar alltaf betur til spjalls við kunningja en bjartsýni, sérstaklega í laugunum. Enginn er bjartsýnn í potti. NÚ hefur það lengi verið fyrirliggjandi að erfiðleikar væru framundan. Húsnæðisverð hefur rokið upp. Nú mun það lækka. Svona eru efnahagsmál. Bylgja fer upp, bylgja fer niður. Ég efast ekki um að mikill vandi steðji að fjármálalífinu og kannski fari allt í kalda kol, en samt get ég ekki að því gert: Þetta er farið að bera keim af vissri þörf fyrir drama. ÉG bíð eftir því að einhver falli í yfirlið út af skorti á lausafjármagni bankanna. Það gæti gerst ef samverkandi þættir of mikillar kaffidrykkju, næringarskorts og bölsýni - ásamt stöðugri efnahagsumræðu í ljósvakamiðlum í bakgrunni sem hefur stressaukandi áhrif - verða til þess að ungir menn fara að ofanda, eða hyperventilera. EFNAHAGSMÁL eru viðfangsefni. Niðursveifla er verkefni. Mestu sérfræðingar þjóðarinnar sáu erfiðleikana fyrir. Það var búið að spá þessu. Þeir sem stjórna bönkum og landi hefðu líklega mátt hlusta betur og haga málum skynsamlegar, en svona er það. NÚ þarf ríkisstjórnin að bíta á jaxlinn og kannski halda einn töflufund eða svo með viðeigandi aðilum. Gera plan. Búa til Excel-skjal. Með samhentu átaki er hægt að leysa svona verkefni. Sjálfur mun ég væntanlega halda áfram að hrista hausinn í pottinum á meðan, hafa áhyggjur af skammtíma fjárskuldbindingum útlánastofnana, klóra mér í hökunni og segja að allt sé að fara í bál og brand, og styðja mig við ljósastaur á leiðinni heim út af svima, nánast í yfirliði vegna oföndunar, með blautt sunddót undir handleggnum. Eins og sannur Íslendingur upplifi ég að sjálfsögðu hinar manísk-depressívu sveiflur efnahagslífsins í sálartetrinu.