Óskar myndar Gæludýrin 14. desember 2008 10:00 Leikstjórinn Óskar Jónasson er með sjónvarpsmynd í undirbúningi byggða á bók Braga Ólafssonar, Gæludýrin. MYND/Fréttablaðið/valli Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðnum sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólafur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni," segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrifuð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp." Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna myndina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður," segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Barnes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veruleika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undirtektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir englar sem var einmitt sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrr í vetur. -fb
Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein