Yes, she can Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 7. september 2008 07:00 Um leið og ég heyrði af Söru Palin varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum hugsaði ég með mér, almáttugur, hvernig ætlar konan að fara að þessu. Fór svo að velta því fyrir mér af hverju það væri það fyrsta sem ég heyrði af konunni að hún væri fimm barna móðir. Og sé svo að álitsgjafar þar ytra hafa nokkrar áhyggjur fyrir hennar hönd. Þeir frjálslyndustu nefna barnafjöldann í framhjáhlaupi en geta þess svo að í sjálfu sér eigi hann nú ekki að skipta máli. Hafa menn áhyggjur af því að hún muni ekki geta sinnt fjölskyldunni vegna vinunnar eða vinnunni vegna fjölskyldunnar? Daginn eftir fréttist svo að ekki aðeins væri varaforsetaefnið frjótt með eindæmum, heldur ætti kornung dóttir hennar von á barni. Stóra óléttuhneykslið varð ekki aðeins umfjöllunarefni bandarískra fjölmiðla. Öll heimsbyggðin fregnaði af ungu stúlkunni sem var með barni. En þá rifjaðist upp fyrir mér að á meðan Tony Blair var forsætisráðherra Breta fæddist honum og eiginkonu hans fjórða barnið. Leo litli Blair kom í heiminn og systkinin Euan, Nicky og Kathryn eignuðust lítinn bróður. Frjósemi í Downing-stræti 10 og almenn gleði hjá þjóðinni með það. Ekki virtust menn hafa teljandi áhyggjur af andvökunóttum forsætisráðherrans. Merkilegra fannst mér nú samt að heyra þau hjónin, háskólamenntað fólk á fimmtugsaldri, lýsa því yfir rjóð í vöngum að þau hefðu enga hugmynd um hvernig það gat gerst að frú Cherie varð með barni. Það er ansi merkileg staða komin upp með framboði Söru Palin. Í fyrsta sinn gæti kona orðið varaforseti Bandaríkjanna. Með sigri McCains eru jafnframt meiri líkur en ella á því að varaforsetinn gæti þurft að taka við forsetadjobbinu. McCain er ekki sá ferskasti í bransanum. Og eiginlega er það sjarmerandi tilhugsun að þá yrði forseti Bandaríkjanna fimm barna móðir. Það er svo annað mál að hún er jafnframt skotvopnaunnandi og talsmaður vopnaskaks, sem borðar elgsborgara í öll mál. Hvað sem segja má um skoðanir hennar, sem höfða tæpast mjög til kvenna, þá er staðan söguleg. Ég er reyndar á því að kona sem hefur fætt fimm börn hljóti að teljast fær um axla þunga ábyrgð. Hún hefur sýnt að hún getur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Um leið og ég heyrði af Söru Palin varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum hugsaði ég með mér, almáttugur, hvernig ætlar konan að fara að þessu. Fór svo að velta því fyrir mér af hverju það væri það fyrsta sem ég heyrði af konunni að hún væri fimm barna móðir. Og sé svo að álitsgjafar þar ytra hafa nokkrar áhyggjur fyrir hennar hönd. Þeir frjálslyndustu nefna barnafjöldann í framhjáhlaupi en geta þess svo að í sjálfu sér eigi hann nú ekki að skipta máli. Hafa menn áhyggjur af því að hún muni ekki geta sinnt fjölskyldunni vegna vinunnar eða vinnunni vegna fjölskyldunnar? Daginn eftir fréttist svo að ekki aðeins væri varaforsetaefnið frjótt með eindæmum, heldur ætti kornung dóttir hennar von á barni. Stóra óléttuhneykslið varð ekki aðeins umfjöllunarefni bandarískra fjölmiðla. Öll heimsbyggðin fregnaði af ungu stúlkunni sem var með barni. En þá rifjaðist upp fyrir mér að á meðan Tony Blair var forsætisráðherra Breta fæddist honum og eiginkonu hans fjórða barnið. Leo litli Blair kom í heiminn og systkinin Euan, Nicky og Kathryn eignuðust lítinn bróður. Frjósemi í Downing-stræti 10 og almenn gleði hjá þjóðinni með það. Ekki virtust menn hafa teljandi áhyggjur af andvökunóttum forsætisráðherrans. Merkilegra fannst mér nú samt að heyra þau hjónin, háskólamenntað fólk á fimmtugsaldri, lýsa því yfir rjóð í vöngum að þau hefðu enga hugmynd um hvernig það gat gerst að frú Cherie varð með barni. Það er ansi merkileg staða komin upp með framboði Söru Palin. Í fyrsta sinn gæti kona orðið varaforseti Bandaríkjanna. Með sigri McCains eru jafnframt meiri líkur en ella á því að varaforsetinn gæti þurft að taka við forsetadjobbinu. McCain er ekki sá ferskasti í bransanum. Og eiginlega er það sjarmerandi tilhugsun að þá yrði forseti Bandaríkjanna fimm barna móðir. Það er svo annað mál að hún er jafnframt skotvopnaunnandi og talsmaður vopnaskaks, sem borðar elgsborgara í öll mál. Hvað sem segja má um skoðanir hennar, sem höfða tæpast mjög til kvenna, þá er staðan söguleg. Ég er reyndar á því að kona sem hefur fætt fimm börn hljóti að teljast fær um axla þunga ábyrgð. Hún hefur sýnt að hún getur.