Þyngra undir fæti Þorsteinn Pálsson skrifar 2. ágúst 2008 05:00 Sú ákvörðun umhverfisráðherra að breyta niðurstöðu Skipulagsstofnunar um aðferðafræði við umhverfismat vegna orkunýtingar og stóriðju á Bakka er meira en tæknileg ákvörðun. Hún er hindrun eða í besta falli töf á þessum framkvæmdum og breytir nokkuð landslaginu bæði í pólitík og efnahagsmálum. Lengi hefur verið vitað um djúpstæð innanflokksátök í Samflylkingunni um stefnuna í orkumálum. Iðnaðarráðherra hefur barist fyrir því að flokkurinn stæði ekki í vegi fyrir öllum áformum í þeim efnum. Fram til þessa hefur flest bent til að utanríkisráðherra og formaður flokksins styddi þá viðleitni. Þessi atburður gefur hins vegar ótvírætt til kynna að svo sé ekki. Þetta er ákvörðun af þeirri stærðargráðu að annað er útilokað en hún sé tekin með vilja flokksformannsins. Vitað var að afstaða umhverfisráðherra væri brotalöm í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fram til þessa hefur þó mátt líta svo á að ekki væri útilokað að ríkisstjórnin gæti náð viðspyrnu í efnahagsmálum þrátt fyrir þennan veikleika. Nú þegar formaður Samfylkingarinnar tekur afstöðu með þeim sem fylgja VG að málum á þessu sviði veikist trúverðugleikinn að baki jákvæðum túlkunum af því tagi. Hluti ráðherra Samfylkingarinnar hefur unnið að því að bregða fæti fyrir orkunýtingu í neðri hluta Þjórsár og meðfylgjandi nýrri tegund orkufreks iðnaðar á Suðurlandi. Aðrir hafa verið í andstöðu við álver í Helguvík. Nú er ljóst að meirhlutinn vill einnig að setja orkunýtingaráformin fyrir norðan í uppnám. Aðstæður hafa breyst á þann veg í þjóðarbúskapnum að brýnt er að flýta öllum þessum áformum um orkunýtingu og verðmætasköpun. Verði það ekki gert verður þrautin þyngri að ná jafnvægi í peningamálunum. Ljóst er einnig að þyngra verður undir fæti hjá launafólki en ella hefði orðið. Þegar horft er á ákvörðun umhverfisráðherra í stærra samhengi veikir hún trúverðugleika landsins á fjármálamörkuðum. Pólitíska landslagið breytist einnig. Með hæfilegri einföldun má segja að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í sams konar stöðu í ríkisstjórn og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn kom flokki sínum í á þeim vettvangi. Í báðum tilvikum er forysta VG að ráða býsna miklu um framgang eins stærsta máls þjóðarinnar án þess að vera við völd. Landslagsbreytingin í pólitíkinni er hins vegar meiri en sú ein að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í kjánalega stöðu. Flestir hafa verið þeirrar skoðunar að framtíðarjafnvægi í peningamálum væri útilokað með óbreyttri mynt. Aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu hefur meðal annars fyrir þá sök verið áleitinn kostur. Ljóst er að Ísland getur ekki uppfyllt skilyrði myntbandalagsins fyrr en á næsta kjörtímabili og þá því aðeins að nú þegar verði gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum og markvissrar orkunýtingar til að auka hagvöxt auk bráðaaðgerða í peningamálum. Tafaleikir í orkunýtingarmálum rýra trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í viðleitni til að ná þessum markmiðum. Í raun sýnist umhverfisráðherrann því vera að draga upp þá mynd að Samfylkingin sé ekki fyllilega tilbúin til að gera þær erfiðu efnahagslegu ráðstafanir sem gætu gert aðild að Evrópusambandinu mögulega á næsta kjörtímabili. Alltént er minni trúverðugleiki á bak við slíkar yfirlýsingar eftir þetta. Viðbrögð forsætisráðherra voru þau að henda bjarghring til umhverfisráðherrans. Sú aðgerð kemur ríkisstjórninni vel í augnablikinu en breytir ekki eðli málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Sú ákvörðun umhverfisráðherra að breyta niðurstöðu Skipulagsstofnunar um aðferðafræði við umhverfismat vegna orkunýtingar og stóriðju á Bakka er meira en tæknileg ákvörðun. Hún er hindrun eða í besta falli töf á þessum framkvæmdum og breytir nokkuð landslaginu bæði í pólitík og efnahagsmálum. Lengi hefur verið vitað um djúpstæð innanflokksátök í Samflylkingunni um stefnuna í orkumálum. Iðnaðarráðherra hefur barist fyrir því að flokkurinn stæði ekki í vegi fyrir öllum áformum í þeim efnum. Fram til þessa hefur flest bent til að utanríkisráðherra og formaður flokksins styddi þá viðleitni. Þessi atburður gefur hins vegar ótvírætt til kynna að svo sé ekki. Þetta er ákvörðun af þeirri stærðargráðu að annað er útilokað en hún sé tekin með vilja flokksformannsins. Vitað var að afstaða umhverfisráðherra væri brotalöm í ríkisstjórnarsamstarfinu. Fram til þessa hefur þó mátt líta svo á að ekki væri útilokað að ríkisstjórnin gæti náð viðspyrnu í efnahagsmálum þrátt fyrir þennan veikleika. Nú þegar formaður Samfylkingarinnar tekur afstöðu með þeim sem fylgja VG að málum á þessu sviði veikist trúverðugleikinn að baki jákvæðum túlkunum af því tagi. Hluti ráðherra Samfylkingarinnar hefur unnið að því að bregða fæti fyrir orkunýtingu í neðri hluta Þjórsár og meðfylgjandi nýrri tegund orkufreks iðnaðar á Suðurlandi. Aðrir hafa verið í andstöðu við álver í Helguvík. Nú er ljóst að meirhlutinn vill einnig að setja orkunýtingaráformin fyrir norðan í uppnám. Aðstæður hafa breyst á þann veg í þjóðarbúskapnum að brýnt er að flýta öllum þessum áformum um orkunýtingu og verðmætasköpun. Verði það ekki gert verður þrautin þyngri að ná jafnvægi í peningamálunum. Ljóst er einnig að þyngra verður undir fæti hjá launafólki en ella hefði orðið. Þegar horft er á ákvörðun umhverfisráðherra í stærra samhengi veikir hún trúverðugleika landsins á fjármálamörkuðum. Pólitíska landslagið breytist einnig. Með hæfilegri einföldun má segja að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í sams konar stöðu í ríkisstjórn og núverandi oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn kom flokki sínum í á þeim vettvangi. Í báðum tilvikum er forysta VG að ráða býsna miklu um framgang eins stærsta máls þjóðarinnar án þess að vera við völd. Landslagsbreytingin í pólitíkinni er hins vegar meiri en sú ein að umhverfisráðherra hafi komið Samfylkingunni í kjánalega stöðu. Flestir hafa verið þeirrar skoðunar að framtíðarjafnvægi í peningamálum væri útilokað með óbreyttri mynt. Aðild að Evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu hefur meðal annars fyrir þá sök verið áleitinn kostur. Ljóst er að Ísland getur ekki uppfyllt skilyrði myntbandalagsins fyrr en á næsta kjörtímabili og þá því aðeins að nú þegar verði gripið til aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum og markvissrar orkunýtingar til að auka hagvöxt auk bráðaaðgerða í peningamálum. Tafaleikir í orkunýtingarmálum rýra trúverðugleika ríkisstjórnarinnar í viðleitni til að ná þessum markmiðum. Í raun sýnist umhverfisráðherrann því vera að draga upp þá mynd að Samfylkingin sé ekki fyllilega tilbúin til að gera þær erfiðu efnahagslegu ráðstafanir sem gætu gert aðild að Evrópusambandinu mögulega á næsta kjörtímabili. Alltént er minni trúverðugleiki á bak við slíkar yfirlýsingar eftir þetta. Viðbrögð forsætisráðherra voru þau að henda bjarghring til umhverfisráðherrans. Sú aðgerð kemur ríkisstjórninni vel í augnablikinu en breytir ekki eðli málsins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun