Stjórnarskipti? Hvernig? Þorvaldur Gylfason skrifar 4. desember 2008 06:00 Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Að öðrum kosti gæti Alþingi komið sér saman um myndun nýrrar stjórnar, t.d. þjóðstjórnar allra þingflokka fram að kosningum. Þeirri lausn þyrfti ekki heldur að fylgja stjórnarkreppa, nema stjórnmálaflokkarnir kysu að búa hana til. Utanþingsstjórn kann að þykja vænlegri kostur nú en þjóðstjórn eða starfsstjórn (óbreytt stjórn fram að kosningum) og ætti að hugnast þeim, sem hafa ástæðu til að skelfast dóm kjósenda, fari kosningar fram á næsta ári. Ólíklegt virðist þó, að ríkisstjórnin kjósi að veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn. Djúp dýfa, skjótur bati – eða hvað?Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir að sjálfsögðu enga kröfu til þess, að ríkisstjórnin, sem hann semur við hverju sinni, sitji kyrr. Sjóðurinn skiptir sér aldrei af innanríkismálum. Hann þarf oft að semja við spilltar einræðisstjórnir og krefst þess þá ekki, að þær fari frá, enda er hann sem betur fer ekki þeim vopnum búinn, að hann geti sett fram slíkar kröfur. Með líku lagi semur sjóðurinn við ríkisstjórnir án þess að krefjast þess, að þær sitji um kyrrt. Bankastjórn Seðlabankans sýnir ýmis merki þess, að hún sé andvíg efnahagsáætluninni, sem formaður bankastjórnarinnar og fjármálaráðherra hafa undirritað fyrir Íslands hönd. Úfið viðmót bankans veikir stöðu Íslands og dregur úr líkum þess, að áætlunin nái tilskildum árangri, og hlýtur að herða á kröfunni um afsögn eða brottvikningu bankastjórnarinnar - og einnig um ríkisstjórnarskipti, úr því sem komið er.Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans með samþykki sjóðsins er metnaðarfull. Hún gerir ráð fyrir, að efnahagslífið taki djúpa dýfu og komist síðan aftur á réttan kjöl 2011 með fyrirvara um mikla óvissu um framvinduna. Dýfan gæti því tekið lengri tíma en tvö ár, kannski mun lengri, enda er umfang vandans óvenjulegt. Samdráttur landsframleiðslunnar 2009 og 2010 er talinn munu nema um 10 prósentum og atvinnuleysi er talið munu leika á bilinu 6 til 7 prósent (Seðlabankinn hefur spáð meira atvinnuleysi en sjóðurinn). Til viðmiðunar dróst landsframleiðsla Færeyja saman um þriðjung í kreppunni þar um 1990, og atvinnuleysi rauk upp undir fjórðung af mannaflanum. Erlendar skuldir færeysku landsstjórnarinnar vegna kreppunnar voru þó ívið minni 1992 en þær stefna nú í hér heima. Færeyingar luku skuldunum á innan við tíu árum. Styttum okkur leið, staðan er þröngHefði ríkisstjórnin strax lýst því yfir, að hún ætli að sækja um aðild að ESB og taka upp evru, hefði verið hægt að kanna einnig möguleikann á að festa gengi krónunnar strax við evruna til að girða fyrir hættuna á enn meira gengisfalli og viðbótarverðbólguskoti, nú þegar krónan er aftur komin á flot studd ströngum höftum, og til að reyna að stytta landinu leið út úr ógöngunum. Þennan kost gafst sjóðnum ekki færi á að skoða, úr því að ríkisstjórnin tók ekki af skarið í Evrópumálinu. Ekki er hægt að fullyrða, að fast gengi hefði við nána skoðun orðið ofan á, en ekki er heldur hægt að útiloka það. Úr því að krónan var aftur sett á flot, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í megindráttum eins og hún ætti að vera. Henni fylgja skilyrði um strangt aðhald í ríkisfjármálum frá 2010 og í peningamálum frá byrjun. Henni fylgja einnig skilyrði um, hversu miklum gjaldeyri Seðlabankinn getur varið til að verja gengi krónunnar. Standi stjórnvöld ekki við skilmálana, getur sjóðurinn haldið eftir umsömdum áfangagreiðslum, þar til þau bæta ráð sitt.Staðan nú er þröng, því að fyrri mistök stjórnvalda auk fjármálakreppunnar úti í heimi hafa valdið miklum skaða. Undirstaðan er að ýmsu leyti sterk, þótt yfirbyggingin hafi bilað. Sjóðslánið til Íslands er myndarlegt miðað við umfang hagkerfisins, og sjóðurinn telur sig taka umtalsverða áhættu með veitingu lánsins, en hann er einnig með réttu bjartsýnn á horfur Íslands fram í tímann og þá um leið á getu ríkisins til að standa í skilum við sjóðinn og aðra lánardrottna. Um skuldaskil gömlu bankanna við lánardrottna sína og um burði nýju bankanna leikur áfram óvissa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Að öðrum kosti gæti Alþingi komið sér saman um myndun nýrrar stjórnar, t.d. þjóðstjórnar allra þingflokka fram að kosningum. Þeirri lausn þyrfti ekki heldur að fylgja stjórnarkreppa, nema stjórnmálaflokkarnir kysu að búa hana til. Utanþingsstjórn kann að þykja vænlegri kostur nú en þjóðstjórn eða starfsstjórn (óbreytt stjórn fram að kosningum) og ætti að hugnast þeim, sem hafa ástæðu til að skelfast dóm kjósenda, fari kosningar fram á næsta ári. Ólíklegt virðist þó, að ríkisstjórnin kjósi að veita forseta Íslands færi á að skipa utanþingsstjórn. Djúp dýfa, skjótur bati – eða hvað?Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir að sjálfsögðu enga kröfu til þess, að ríkisstjórnin, sem hann semur við hverju sinni, sitji kyrr. Sjóðurinn skiptir sér aldrei af innanríkismálum. Hann þarf oft að semja við spilltar einræðisstjórnir og krefst þess þá ekki, að þær fari frá, enda er hann sem betur fer ekki þeim vopnum búinn, að hann geti sett fram slíkar kröfur. Með líku lagi semur sjóðurinn við ríkisstjórnir án þess að krefjast þess, að þær sitji um kyrrt. Bankastjórn Seðlabankans sýnir ýmis merki þess, að hún sé andvíg efnahagsáætluninni, sem formaður bankastjórnarinnar og fjármálaráðherra hafa undirritað fyrir Íslands hönd. Úfið viðmót bankans veikir stöðu Íslands og dregur úr líkum þess, að áætlunin nái tilskildum árangri, og hlýtur að herða á kröfunni um afsögn eða brottvikningu bankastjórnarinnar - og einnig um ríkisstjórnarskipti, úr því sem komið er.Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans með samþykki sjóðsins er metnaðarfull. Hún gerir ráð fyrir, að efnahagslífið taki djúpa dýfu og komist síðan aftur á réttan kjöl 2011 með fyrirvara um mikla óvissu um framvinduna. Dýfan gæti því tekið lengri tíma en tvö ár, kannski mun lengri, enda er umfang vandans óvenjulegt. Samdráttur landsframleiðslunnar 2009 og 2010 er talinn munu nema um 10 prósentum og atvinnuleysi er talið munu leika á bilinu 6 til 7 prósent (Seðlabankinn hefur spáð meira atvinnuleysi en sjóðurinn). Til viðmiðunar dróst landsframleiðsla Færeyja saman um þriðjung í kreppunni þar um 1990, og atvinnuleysi rauk upp undir fjórðung af mannaflanum. Erlendar skuldir færeysku landsstjórnarinnar vegna kreppunnar voru þó ívið minni 1992 en þær stefna nú í hér heima. Færeyingar luku skuldunum á innan við tíu árum. Styttum okkur leið, staðan er þröngHefði ríkisstjórnin strax lýst því yfir, að hún ætli að sækja um aðild að ESB og taka upp evru, hefði verið hægt að kanna einnig möguleikann á að festa gengi krónunnar strax við evruna til að girða fyrir hættuna á enn meira gengisfalli og viðbótarverðbólguskoti, nú þegar krónan er aftur komin á flot studd ströngum höftum, og til að reyna að stytta landinu leið út úr ógöngunum. Þennan kost gafst sjóðnum ekki færi á að skoða, úr því að ríkisstjórnin tók ekki af skarið í Evrópumálinu. Ekki er hægt að fullyrða, að fast gengi hefði við nána skoðun orðið ofan á, en ekki er heldur hægt að útiloka það. Úr því að krónan var aftur sett á flot, er áætlun ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans í megindráttum eins og hún ætti að vera. Henni fylgja skilyrði um strangt aðhald í ríkisfjármálum frá 2010 og í peningamálum frá byrjun. Henni fylgja einnig skilyrði um, hversu miklum gjaldeyri Seðlabankinn getur varið til að verja gengi krónunnar. Standi stjórnvöld ekki við skilmálana, getur sjóðurinn haldið eftir umsömdum áfangagreiðslum, þar til þau bæta ráð sitt.Staðan nú er þröng, því að fyrri mistök stjórnvalda auk fjármálakreppunnar úti í heimi hafa valdið miklum skaða. Undirstaðan er að ýmsu leyti sterk, þótt yfirbyggingin hafi bilað. Sjóðslánið til Íslands er myndarlegt miðað við umfang hagkerfisins, og sjóðurinn telur sig taka umtalsverða áhættu með veitingu lánsins, en hann er einnig með réttu bjartsýnn á horfur Íslands fram í tímann og þá um leið á getu ríkisins til að standa í skilum við sjóðinn og aðra lánardrottna. Um skuldaskil gömlu bankanna við lánardrottna sína og um burði nýju bankanna leikur áfram óvissa.