Holberg-verðlaun veitt 29. nóvember 2008 06:00 Frederic R. Jameson Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á miðvikudag voru Holberg-verðlaunin veitt í Osló. Bandaríski bókmenntafræðingurinn Fredric R. Jameson þáði viðurkenninguna og 4,5 milljónir norskra króna fyrir að hafa dregið menningarfræði inn í sögulegt samhengi. Jameson er 74 ára og starfar enn sem prófessor við Duke-háskólann vestanhafs. Hann hefur kennt við Harvard, Yale og Kaliforníu-háskóla. Verk hans frá 1991 „Postmodernism, or, the Cultural Logic of Late Capitalism“ er talin helsta ástæða verðlaunanna. Holberg-verðlaunin voru sett á stofn 2003 af norska Stórþinginu og voru nú veitt í fimmta sinn fyrir framlag til húmanískra fræða, félagsvísinda og trúfræði. Þeim er ætlað að minna á norska skáldið og fjölfræðinginn Lúðvík Holberg sem starfaði lengst af í Kaupmannahöfn en hann var uppi frá 1684 til 1754. Til hliðar við verðlaunin er veitt sérstök viðurkenning kennd við söguhetju Holbergs, Nikulás Klím, og að þessu sinni fékk þau Anne Birgitte Pessi, en þau eru ætluð afrekum fólks undir 35 ára aldri. Jameson hefur verið áhrifamikill kennimaður í menningar- og bókmenntafræðum. Hann er marxisti en hefur sótt óhræddur inn á ólík og áður vankönnuð svið byggingarlistar, kvikmynda og sjónvarps, fagurfræði og sagnfræði. Hann er vel kunnur hér á landi af skrifum sínum.- pbb
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira