Höfum við efni á að virkja ekki? Björn Ingi Hrafnsson skrifar 24. maí 2008 09:57 Nýlegt álit Skipulagsstofnunar um tvær fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hefur eðlilega vakið mikla athygli. Afleiðingar þess eru þegar orðnar sýnilegar með ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar um að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og slá á frest öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Umhverfisverndarsinnar, hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á svæðinu og sveitarstjórnarmenn í Hveragerði fagna álitinu; sama gera ýmsir úr hópi kjörinna fulltrúa í stjórn OR og sjálfur umhverfisráðherrann. Undarlega lítið fer hins vegar fyrir öndverðum sjónarmiðum og því hljóta þær spurningar að vakna hvort orðið hafi mikilvæg stefnubreting í viðhorfum landsmanna til nýtingar auðlindanna. Á tyllidögum er gjarnan vísað til afreka okkar Íslendinga í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Forseti Íslands sagði í síðasta nýársávarpi sínu að almennt væri viðurkennt að Íslendingar hefðu náð heimsforystu um nýtingu jarðhitans og hann teldi brýnt að setja hér á laggirnar heimsmiðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku. Auk hans hefur iðnaðarráðherra verið manna duglegastur að dásama jarðvarmavirkjanir og þingmenn jafnt sem sveitarstjórnarmenn hafa keppst við að lofa nýtingu jarðvarmans sem orkugjafa, ekki síst í stað „hefðbundinna" vatnsaflsvirkjana sem hafa orðið sífellt umdeildari vegna umhverfisáhrifa. Þannig sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, fyrir þremur árum að eðlilegt væri að nýta virkjanasvæði sem búið væri að fara inn á og opna og átti þá við Hellisheiðarsvæðið og raunar Kröflusvæðið líka. Í sama streng hafa margir aðrir stjórnmálamenn tekið. Svo virðist hins vegar sem kaflaskil hafi orðið í þessum efnum með áliti Skipulagsstofnunar, þar sem lagst er gegn Bitruvirkjun vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Forstjóri Orkuveitunnar hefur þannig sagt að í kjölfarið hljóti að þrengjast að byggingu jarðvarmavirkjana og starfsbróðir hans hjá Hitaveitu Suðurnesja hefur lýst undrun yfir álitinu, enda stefnir Hitaveitan að því að reisa umfangsmiklar virkjanir á háhitasvæðum á Reykjanesi, meðal annars í Krísuvík, þar sem búast má við að sjónarmið ferðamennsku og landslags geti einnig vegið þungt. Undarlegt má telja að slík vatnaskil skuli ekki vekja meiri umræður og eftirtekt. Eru Íslendingar tilbúnir að setja til hliðar nýtingu orkulinda til orkuframleiðslu? Hefur farið fram rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum slíkrar ákvörðunar á lífskjör okkar? Erum við reiðubúin, sérstaklega í því erfiða efnahagsumhverfi sem nú blasir við hér á landi, að takast á við þau neikvæðu áhrif á lífskjör og afkomu, sem fylgja því að afskrifa svo veigamikla þætti í auðlindanýtingu einnar þjóðar? Fróðlegt væri að fá svör við einhverjum af þessum spurningum. Á meðan þau fást ekki og nýtt viðhorf Skipulagsstofnunar stendur, er staðan sú að aðrar þjóðar láta sig dreyma um umhverfisvæna virkjun jarðvarma til lengri framtíðar, meðan sú þjóð sem lengst hefur náð á þeirri braut hefur ákveðið með sjálfri sér að leggja frekari áform í þeim efnum til hliðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Nýlegt álit Skipulagsstofnunar um tvær fyrirhugaðar jarðvarmavirkjanir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði hefur eðlilega vakið mikla athygli. Afleiðingar þess eru þegar orðnar sýnilegar með ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar um að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og slá á frest öllum frekari framkvæmdum á svæðinu. Umhverfisverndarsinnar, hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu á svæðinu og sveitarstjórnarmenn í Hveragerði fagna álitinu; sama gera ýmsir úr hópi kjörinna fulltrúa í stjórn OR og sjálfur umhverfisráðherrann. Undarlega lítið fer hins vegar fyrir öndverðum sjónarmiðum og því hljóta þær spurningar að vakna hvort orðið hafi mikilvæg stefnubreting í viðhorfum landsmanna til nýtingar auðlindanna. Á tyllidögum er gjarnan vísað til afreka okkar Íslendinga í umhverfisvænni orkuframleiðslu. Forseti Íslands sagði í síðasta nýársávarpi sínu að almennt væri viðurkennt að Íslendingar hefðu náð heimsforystu um nýtingu jarðhitans og hann teldi brýnt að setja hér á laggirnar heimsmiðstöð alþjóðlegs samstarfs um þróun hreinnar orku. Auk hans hefur iðnaðarráðherra verið manna duglegastur að dásama jarðvarmavirkjanir og þingmenn jafnt sem sveitarstjórnarmenn hafa keppst við að lofa nýtingu jarðvarmans sem orkugjafa, ekki síst í stað „hefðbundinna" vatnsaflsvirkjana sem hafa orðið sífellt umdeildari vegna umhverfisáhrifa. Þannig sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, fyrir þremur árum að eðlilegt væri að nýta virkjanasvæði sem búið væri að fara inn á og opna og átti þá við Hellisheiðarsvæðið og raunar Kröflusvæðið líka. Í sama streng hafa margir aðrir stjórnmálamenn tekið. Svo virðist hins vegar sem kaflaskil hafi orðið í þessum efnum með áliti Skipulagsstofnunar, þar sem lagst er gegn Bitruvirkjun vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Forstjóri Orkuveitunnar hefur þannig sagt að í kjölfarið hljóti að þrengjast að byggingu jarðvarmavirkjana og starfsbróðir hans hjá Hitaveitu Suðurnesja hefur lýst undrun yfir álitinu, enda stefnir Hitaveitan að því að reisa umfangsmiklar virkjanir á háhitasvæðum á Reykjanesi, meðal annars í Krísuvík, þar sem búast má við að sjónarmið ferðamennsku og landslags geti einnig vegið þungt. Undarlegt má telja að slík vatnaskil skuli ekki vekja meiri umræður og eftirtekt. Eru Íslendingar tilbúnir að setja til hliðar nýtingu orkulinda til orkuframleiðslu? Hefur farið fram rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum slíkrar ákvörðunar á lífskjör okkar? Erum við reiðubúin, sérstaklega í því erfiða efnahagsumhverfi sem nú blasir við hér á landi, að takast á við þau neikvæðu áhrif á lífskjör og afkomu, sem fylgja því að afskrifa svo veigamikla þætti í auðlindanýtingu einnar þjóðar? Fróðlegt væri að fá svör við einhverjum af þessum spurningum. Á meðan þau fást ekki og nýtt viðhorf Skipulagsstofnunar stendur, er staðan sú að aðrar þjóðar láta sig dreyma um umhverfisvæna virkjun jarðvarma til lengri framtíðar, meðan sú þjóð sem lengst hefur náð á þeirri braut hefur ákveðið með sjálfri sér að leggja frekari áform í þeim efnum til hliðar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun