Handbolti

Mikill meirihluti ánægður með ráðningu Guðmundar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur með nafna sínum Ingvarssyni, formanni HSÍ.
Guðmundur með nafna sínum Ingvarssyni, formanni HSÍ. Mynd/Pjetur

Mikill meirihluti lesenda Vísis er ánægður með að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í vikunni.

Guðmundur var áður þjálfari landsliðsins frá árunum 2001 til 2004 en eftir að HSÍ tókst ekki að finna eftirmann Alfreðs Gíslasonar, sem hætti eftir EM í Noregi í síðasta mánuði, var leitað til Guðmundar.

78 prósent þeirra sem svöruðu spurningunni „Ertu ánægður með ráðningu Guðmundar Guðmundssonar í stöðu landsliðsþjálfar?" gerðu svo játandi.

Guðmundur skrifaði undir samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í Peking en Ísland tekur þátt í undankeppni þeirra í vor sem og forkeppni HM í Króatíu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×