Páfagaukurinn Fred í Somerset á Englandi er kominn á þunglyndislyf eftir að eigandi hans dó.
Þetta gerðist fyrir níu mánuðum og í kjölfarið fór Fred að sýna ýmis merki þunglyndis. Til dæmis beit hann af sér allar hálsfjaðrirnar og tók að róa fram í gráðið í búri sínu en slíkt þykir merki um þunglyndi hjá fuglum. Fred hefur því verið settur á clomicalm, sem er fuglavæn útgáfa af þunglyndislyfinu prozac, og er víst farinn að braggast. Sérfræðingar segja það hafa færst í vöxt að dýrum séu gefin þunglyndislyf.