Æft fyrir Edinborgarhátíð 9. júlí 2008 06:00 Hamrar Sýningu með áhorfendum Snorri Hergill athugar hvað er fyndið.Mynd/GUnnar Freyr Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Fyrsta uppistand Snorra Hergils Kristjánssonar á Organ undir nafninu Happy Mondays, var á mánudag. Uppistandið er undirbúningur fyrir hina risastóru og virtu Edenborgarhátíð, sem honum var boðið á. Snorri Hergill hefur löngum búið í London og staðið fyrir uppistandi þar, en hann var kosinn næstfyndnasti maður Íslands 2002. Þá er Snorri lærður leikari úr LAMDA-skólanum. „Þetta er svona vinnustofupæling. Ég hendi út efni sem ég er með og athuga hvað virkar og hvað ekki. Það er enginn betri staður til að hamra sýninguna á en í smiðju áhorfenda. Það er svo erfitt að gera svona einn. Þá situr maður bara og hugsar ætli þetta sé fyndið? Ætli einhver elski mig? Sem er svolítið sorglegt,“ segir Snorri Hergill Kristjánsson um uppistand sitt á mánudagskvöldum á Organ, Sýningin verður í þróun í allan júlí, út frá áhorfendum. „Nú fer ég í það að laga, klippa, líma og breyta. Reyna að muna eftir að segja brandara eins og: I wanted to do my preview in Iceland because I‘m large, quite pale and hairy. What could possibly go wrong?“ Það er ekkert smámál að vera fenginn á Edinborgarhátíðina. „Eddie Izzard fór á tólf Edinborgarhátíðir í röð. Það hafa allir sem eru eitthvað farið þarna í gegn. Þetta er staðurinn þar sem uppistandarar í Evrópu, jafnvel heiminum, búa sér til nafn,“ segir Snorri. Uppistand hans á Organ er á ensku, eins og hátíðin. Hvernig taka Íslendingar því? „Um fjörutíu prósent af gestum á mánudaginn voru útlendingar. Íslendingar hafa líka mjög gaman af gríni á ensku, þó mér þyki alltaf vænna um að gera grín á ástkæra ylhýra. En fólk tekur almennt vel í þetta.“ Hann segist þurfa að breyta ýmsu í sýningunni fyrir íslenskan markhóp. „Það sem ég þarf að breyta eru tilvitnanir og tilvísanir. Sumt rennur beint ofan í Bretana sem gengur ekkert ofan í Íslendingana. Ég er að reyna að finna hvað það er og losna við það úr sýningunni. Þess vegna er mjög gott fyrir mig að taka þessa sýningu á Íslandi því þá kemst maður meira að kjarna málsins. Öll skítatrixin virka bara ekki neitt.“ Snorri sér um Laughing Horse, Soho klúbbinn í London á þriðjudögum og Laughing Horse, Queen‘s Head, við Piccadilly Circus tvo daga í viku, en hann komst í úrslit Laughing Horse keppninnar í fyrra. Hvernig er að troða upp í London? „Það er bara hart. Menn eru að reyna að smala áhorfendum, fá þá í hús og skemmta þeim.“ En eru Bretar betur að sér um uppistand? „Það er mjög góð spurning. En það er bara þannig að ef þér finnst eitthvað fyndið, þá hlærðu. Það er kannski meiri djassgeggjarafílingur á uppistandsaðdáendum í Bretlandi. Á endanum er húmor alþjóðlegt fyrirbæri,“ segir Snorri. Ein megin ástæða þess að Snorri prufukeyrir sýninguna, sem ber nafnið Dog Day King, á Íslendingum er til að komast burt frá London og þeirri rútínu að skemmta þrisvar í viku. „Svo er alltaf best að vera á Íslandi. Ísland er best í heimi, það er bara þannig.“ Snorri er einnig að gera sig líkamlega tilbúinn fyrir hátíðina. „Ég er að hlaupa og synda með Rocky-kvikmyndatónlistina í eyrunum.“ Happy Mondays standa út júlí og kostar 1500 krónur inn.kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira