Innlent

Combat 18 með íslenska vefsíðu

Nýnasistasamtökin Combat 18 virðast hafa skotið rótum hér á landi. Á síðunni www.iceland.bloodandhonour.net má sjá yfirlýsingu þess efnis að samtökin hafi tekið til starfa hér á landi. Fyrir nokkru síðan greindi Vísir frá því að umsjónarmaður rasistasíðunnar www.skapari.com boðaði komu samtakanna.

„C18 er félag til þess að verja Ísland,verja réttindi hvíta mannsins.

Félagið er til að tala máli hvítra. Til að segja það sem öðrum langar til að segja en þora ekki, vegna þess að fólk er hrætt við að missa vinnu sína eða aðrar afleiðingar.

Við ætlum að stoppa það að Ísland þróist í að verða eins og restin af Evrópu er nú þegar orðin," segir í upphafi yfirlýsingarinnar.

Serbneskir meðlimir Combat 18.
C 18 eða Combat 18 ku vera hinn "herskái armur" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi.

Líkt og á www.skapari.com eru skrifin á C18 síðunni nafnlaus og aðeins vísað í hotmail netfang fyrir þá sem óska sér frekari upplýsinga um starfsemina.

Friðrik Smári Björgvinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki frétt af þessari nýju síðu þegar Vísir innti hann eftir því.

http://www.iceland.bloodandhonour.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×