Búist er við fjölmenni á fundinum enda er fólk orðið langþreytt á ástandinu á vegum landsins.
Forstjóri Colas, Sigþór Sigurðsson, og forstjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða, Birkir Hrafn Jóakimsson, verða með farmsögu og fara annars vegar yfir fjárhagshlið vegaframkvæmda og hins vegar tækni, efni og aðferðir er kemur að lagningu vega.
Viðhaldsskuldin stendur í 130 milljörðum
Að sögn talsmanna Vegagerðarinnar er víða nauðsynlegt að færa sig úr lagningu klæðningar yfir í að leggja malbik. Viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag.
Sniglar telja að tími sé kominn til að taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta.
Hér má finna hlekk á viðburðinn á Facebook.