Viðskipti innlent

Straumur féll um átta prósent

William Fall, forstjóri Straums, ásamt stjórnarformanninum, Björgólfi Thor Björgólfssyni.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt stjórnarformanninum, Björgólfi Thor Björgólfssyni.

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Atlantic Petroleum, sem féll um 6,78 prósent, Bakkavör, sem fór niður um 5,05 prósent og Century Aluminum, sem féll um 4,96 prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í Eimskip um 0,78 prósent, Færeyjabanka um 0,41 prósent og Marel Food Systems um 0,40 prósent.

Einungis gengi bréfa í Existu og Össuri hækkaði í dag. Það stendur nú í sex aurum á hlut.

Bréf Exista hækkaði um 50 prósent, og Össurar um 1,13 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,9 prósent og stendur í 355 stigum. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×