Að sjá ekki sóma sinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 4. febrúar 2008 06:00 Enn hefur Morgunblaðið ekki beðið Dag B. Eggertsson afsökunar á leiðaraskrifum sínum frá laugardeginum 26. janúar. Þar stóð að það væri honum - lækninum - til skammar að Ólafur F. Magnússon hefði lagt fram læknisvottorð þegar hann sneri aftur til starfa í borgarstjórn. Samt er blaðið hér uppvíst að því að veitast að Degi fyrir rangar sakir. Og með því að taka sérstaklega fram að þetta hafi verið honum til skammar sem lækni gefur blaðið til kynna að Dagur hafi sem læknir komið fram við Ólaf F. Magnússon á óviðurkvæmilegan hátt. Það er nokkuð þung ásökun.Stóra vottorðsmáliðSkorturinn á afsökunarbeiðni eða að minnsta kosti leiðréttingu á þessum skrifum hlýtur að vera til marks um að blaðinu finnist vegna pólitískra hagsmuna í lagi að fara með fleipur um nafngreint fólk, veitast að heiðri þess fyrir rangar sakir. Þá vitum við það. En þá getur blaðið ekki jafnframt ætlast til að borin sé virðing fyrir því. Og alls ekki haldið áfram að birta Reykjavíkurbréf í þeim yfirlætislega ex- Cathedra-stíl sem við höfum átt að venjast. Meira að segja DV á sínu trylltasta skeiði birti einhvers konar leiðréttingar á ranghermi.Þetta er annars skrýtið mál, stóra vottorðsmálið. Um hríð virtist þetta mál hið eina sem Sjálfstæðismenn höfðu til marks um hinar bráðnauðsynlegu ofsóknir á hendur Ólafi F. Magnússyni í tíð meirihlutans sem hann sneri baki við. Næstum því daglega og með síauknum þunga gátum við lesið um þá sáru niðurlægingu sem hann hefði verið beittur - þau svipugöng sem þessi stolti maður hefði mátt ganga þegar hann - sjálfur Hann - var af ísköldu miskunnarleysi bókstaflega krafinn um læknisvottorð, þar með ekki tekinn trúanlegur - ekki treyst ...Um síðir kom fram hinn hversdaglegi sannleikur um málið en Ólafur hirti sjálfur aldrei um að leiðrétta þessi fáránlegu skrif - kannski hefur hann ekki getað fengið af sér að sleppa hendinni af svo góðu píslarvætti - kannski fannst honum að þetta hefði alveg getað verið svona - og kannski er hann ekki sérlega gefinn fyrir að upplýsa mál fyrr en á hann er gengið.Jesús og Ólafur Thors og...Sú var tíð að Sjálfstæðismönnum þótti staða borgarstjórans í Reykjavík vera helsta tignarstaða heimsins á eftir Jesú Kristi og Ólafi Thors. Þegar vinstri menn komust til valda á áttunda áratugnum í kjölfar stórsigurs Guðrúnar Helgadóttur og Þórs Vigfússonar í Alþýðubandalaginu treystu þeir sér ekki til að velja neinn úr sínum röðum í slíkan hefðarsess heldur fengu verkfræðing utan úr bæ Egil Skúla Ingibergsson til að gegna starfinu eins og hverju öðru stjórnunarstarfi; reyndu þannig að svipta embættið guðlegri áru sinni. Það tókst ekki betur en svo að fyrir vikið bjuggu þeir í haginn fyrir nýjan leiðtoga Sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson, sem lét áru embættisins leika um sig svo að um munaði. Vinstri menn gerðu ekki sömu mistök næst þegar þeir komust til valda, og Ingibjörg Sólrún náði að slíta hin nánast órjúfanlegu tengsl Flokks og borgarstjóraembættisins.Síðan hafa ýmsir gegnt starfinu og almennt byrjað vel en engum auðnast að gegna embættinu nógu lengi til að festa sig í sessi í vitund almennings - nema ef til vill Degi B. Eggertssyni, á sínum hundrað dögum. Það fundu Sjálfstæðismenn og guldu það dýru verði að ná að bola honum úr embætti: létu sjálft djásnið af hendi.Í þennan stól hinna miklu leiðtoga - Bjarna Ben og Gunnars Thor og sjálfs Davíðs - í sjálfan gullstólinn hafa nú Sjálfstæðismenn leitt liðhlaupann gamla, Ólaf F. Magnússon. Einhver kynni að segja að þar með væri flokkurinn loksins búinn að finna sinn leiðtoga eftir að hafa verið svo lengi höfuðlaus her. Öðrum verður hugsað til páfadóms og niðurlægingarskeiðs þess embættis á 14. öld þegar sjálft embættið var af kaldhæðnum mönnum flutt frá Róm og til Avignon í Frakklandi. Kannski að hinir útsmognu hugsuðir Sjálfstæðismanna standi um síðir fyrir því að embætti borgarstjórans í Reykjavík verði flutt til Akureyrar...En Morgunblaðið hefur sem sé enn ekki séð sóma sinn í að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á því að birta meiðandi rangfærslur um hann í forystugrein. Það skiptir hann eflaust litlu máli en kann að varða sjálfsmynd blaðsins og margra ágætra blaðamanna sem þar starfa. Raunar bendir flest til þess að herferðin á hendur Degi hafi enn styrkt hann í sessi sem leiðtoga í Reykjavík. Hvað segir Davíð um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Enn hefur Morgunblaðið ekki beðið Dag B. Eggertsson afsökunar á leiðaraskrifum sínum frá laugardeginum 26. janúar. Þar stóð að það væri honum - lækninum - til skammar að Ólafur F. Magnússon hefði lagt fram læknisvottorð þegar hann sneri aftur til starfa í borgarstjórn. Samt er blaðið hér uppvíst að því að veitast að Degi fyrir rangar sakir. Og með því að taka sérstaklega fram að þetta hafi verið honum til skammar sem lækni gefur blaðið til kynna að Dagur hafi sem læknir komið fram við Ólaf F. Magnússon á óviðurkvæmilegan hátt. Það er nokkuð þung ásökun.Stóra vottorðsmáliðSkorturinn á afsökunarbeiðni eða að minnsta kosti leiðréttingu á þessum skrifum hlýtur að vera til marks um að blaðinu finnist vegna pólitískra hagsmuna í lagi að fara með fleipur um nafngreint fólk, veitast að heiðri þess fyrir rangar sakir. Þá vitum við það. En þá getur blaðið ekki jafnframt ætlast til að borin sé virðing fyrir því. Og alls ekki haldið áfram að birta Reykjavíkurbréf í þeim yfirlætislega ex- Cathedra-stíl sem við höfum átt að venjast. Meira að segja DV á sínu trylltasta skeiði birti einhvers konar leiðréttingar á ranghermi.Þetta er annars skrýtið mál, stóra vottorðsmálið. Um hríð virtist þetta mál hið eina sem Sjálfstæðismenn höfðu til marks um hinar bráðnauðsynlegu ofsóknir á hendur Ólafi F. Magnússyni í tíð meirihlutans sem hann sneri baki við. Næstum því daglega og með síauknum þunga gátum við lesið um þá sáru niðurlægingu sem hann hefði verið beittur - þau svipugöng sem þessi stolti maður hefði mátt ganga þegar hann - sjálfur Hann - var af ísköldu miskunnarleysi bókstaflega krafinn um læknisvottorð, þar með ekki tekinn trúanlegur - ekki treyst ...Um síðir kom fram hinn hversdaglegi sannleikur um málið en Ólafur hirti sjálfur aldrei um að leiðrétta þessi fáránlegu skrif - kannski hefur hann ekki getað fengið af sér að sleppa hendinni af svo góðu píslarvætti - kannski fannst honum að þetta hefði alveg getað verið svona - og kannski er hann ekki sérlega gefinn fyrir að upplýsa mál fyrr en á hann er gengið.Jesús og Ólafur Thors og...Sú var tíð að Sjálfstæðismönnum þótti staða borgarstjórans í Reykjavík vera helsta tignarstaða heimsins á eftir Jesú Kristi og Ólafi Thors. Þegar vinstri menn komust til valda á áttunda áratugnum í kjölfar stórsigurs Guðrúnar Helgadóttur og Þórs Vigfússonar í Alþýðubandalaginu treystu þeir sér ekki til að velja neinn úr sínum röðum í slíkan hefðarsess heldur fengu verkfræðing utan úr bæ Egil Skúla Ingibergsson til að gegna starfinu eins og hverju öðru stjórnunarstarfi; reyndu þannig að svipta embættið guðlegri áru sinni. Það tókst ekki betur en svo að fyrir vikið bjuggu þeir í haginn fyrir nýjan leiðtoga Sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson, sem lét áru embættisins leika um sig svo að um munaði. Vinstri menn gerðu ekki sömu mistök næst þegar þeir komust til valda, og Ingibjörg Sólrún náði að slíta hin nánast órjúfanlegu tengsl Flokks og borgarstjóraembættisins.Síðan hafa ýmsir gegnt starfinu og almennt byrjað vel en engum auðnast að gegna embættinu nógu lengi til að festa sig í sessi í vitund almennings - nema ef til vill Degi B. Eggertssyni, á sínum hundrað dögum. Það fundu Sjálfstæðismenn og guldu það dýru verði að ná að bola honum úr embætti: létu sjálft djásnið af hendi.Í þennan stól hinna miklu leiðtoga - Bjarna Ben og Gunnars Thor og sjálfs Davíðs - í sjálfan gullstólinn hafa nú Sjálfstæðismenn leitt liðhlaupann gamla, Ólaf F. Magnússon. Einhver kynni að segja að þar með væri flokkurinn loksins búinn að finna sinn leiðtoga eftir að hafa verið svo lengi höfuðlaus her. Öðrum verður hugsað til páfadóms og niðurlægingarskeiðs þess embættis á 14. öld þegar sjálft embættið var af kaldhæðnum mönnum flutt frá Róm og til Avignon í Frakklandi. Kannski að hinir útsmognu hugsuðir Sjálfstæðismanna standi um síðir fyrir því að embætti borgarstjórans í Reykjavík verði flutt til Akureyrar...En Morgunblaðið hefur sem sé enn ekki séð sóma sinn í að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á því að birta meiðandi rangfærslur um hann í forystugrein. Það skiptir hann eflaust litlu máli en kann að varða sjálfsmynd blaðsins og margra ágætra blaðamanna sem þar starfa. Raunar bendir flest til þess að herferðin á hendur Degi hafi enn styrkt hann í sessi sem leiðtoga í Reykjavík. Hvað segir Davíð um það?