Handbolti

„Ólafur á aðeins eftir að skrifa undir"

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur bítur í silfrið í Peking.
Ólafur bítur í silfrið í Peking.

Jesper Nielsen, forstjóri í Kasi Group í Danmörku, sagði í viðtali við sporten.dk að samningaviðræður Albertslund/Glostrup við Ólaf Stefánsson væru langt komnar og aðeins ætti Ólafur eftir að undirrita samninginn.

Nielsen er aðalstyrktaraðili þessa danska 2. deildarliðs sem stefnir að því að vera komið upp í úrvalsdeildina 2010. Ólafur er 35 ára og er búist við að samningurinn sé til þriggja ára.

Samkvæmt síðunni er talið að Ólafur verði kynntur opinberlega í janúar og verði einn launahæsti leikmaður danska handboltans. Albertslund/Glostrup ætlar að bæta við sig 3-4 leikmönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×