Reykjavík án flugvallar 15. febrúar 2008 10:41 Þá hefur hún loksins birst okkur; myndin af Reykjavík án flugvallar. Sumsé Vatnsmýrin öll með húsum og götum og torgum og vatni - og einum farlama flugturni til skrauts. Reykjavík án flugvallar. Og ég sem hélt að nýr meirihluti í borgarstjórn hefði einmitt orðið til vegna viljans um að flugvöllurinn yrði áfram í miðri borginni. Óskaplega sem borgarpólitíkin er einnota! Líklega er það önnur saga - enda Ólafur F. Magnússon borgarstjóri nokkuð kindarlegur í svörum þegar talið barst í gær að verðlaunatillögu Skotanna um nýja byggð í Vatnbsmýri. Hann vissi eiginlega ekki hvort hann átti að vera glaður eða hryggur. Ég hef raunar aldrei skilið hugmyndina um Reykjavík án flugvallar. Svo fremi að menn vilji skilgreina Reykjavík sem höfuðborg - og miðstöð stjórnsýslu, mennta og heilbrigðisþjónustu. Ég hef aldrei getað fylgt röksemdarfærslunni eftir alla leið ... Reykjavík án flugvallar er ekki höfuðborg að mínu viti. Það væri svona svipað og Kaupmannahöfn án Hovedbanegarden. Engum Dana dettur í hug að tala um sína höfuðborg án aðallestarstöðvar í miðborginni. Og raunar er alþjóðaflugvöllurinn í grenndinni. Reykjavíkurflugvöllur fer ekki á næstu árum. Hann verður væntanlega lagaður að enn frekari byggð í kringum hann - og umfang hans minnkað en hann fer hvorki til Keflavíkur eða upp á Hólmsheiði. Auðvitað geta stöku stjórnmálamenn og þröngsýnar miðbæjarrottur látið sig dreyma. Og eiga að gera það. Og það er býsna borubratt og bjarmafullt að draga upp nýjar myndir af borginni sinni. En höfuðborg er ekki einkamál Reykvíkinga. Það er stórt orð, höfuðborg. Og því fylgja skyldur. Óumflýjanlegar. Eitt meginhlutverk höfuðborgar er að allir landsmenn komist þangað hratt og auðveldlega - af því borgin þjónar landinu. Hún beinlínis skuldar landinu greiða og hraðvirka þjónustu af því einfaldlega að þar er alla miðstýringuna að hafa, sem er, vel að merkja, stærsta byggðaaðgerð Íslandssögunnar. Það hefur tekið borgarstjórn upp undir aldarfjórðung að tala um Sundabraut, sem vissulega er mikil samgöngubót fyrir alla landsmenn. Enn sér ekki fyrir lagningu hennar. Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er og verður tafsamari, af því hún er tæknilega flóknari, pólitískt viðkvæmari og snýst um grundvallarhlutverk höfuðborgar. Sjálfumgleði draumastjórnmálanna og sjálfskipaðs gáfuliðs fær hér engu breytt. Mönnum hefur ekki enn tekist að benda á annan kost en Vatnsmýrina fyrir öruggan og hagkvæman flugvöll í Reykjavík. Það er raunveruleikinn. Nýja líkanið er aðeins sýndarveruleiki. Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Ég verð dauður áður en Reykjavíkurflugvöllur fer. Og mér er spáð langlífi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Þá hefur hún loksins birst okkur; myndin af Reykjavík án flugvallar. Sumsé Vatnsmýrin öll með húsum og götum og torgum og vatni - og einum farlama flugturni til skrauts. Reykjavík án flugvallar. Og ég sem hélt að nýr meirihluti í borgarstjórn hefði einmitt orðið til vegna viljans um að flugvöllurinn yrði áfram í miðri borginni. Óskaplega sem borgarpólitíkin er einnota! Líklega er það önnur saga - enda Ólafur F. Magnússon borgarstjóri nokkuð kindarlegur í svörum þegar talið barst í gær að verðlaunatillögu Skotanna um nýja byggð í Vatnbsmýri. Hann vissi eiginlega ekki hvort hann átti að vera glaður eða hryggur. Ég hef raunar aldrei skilið hugmyndina um Reykjavík án flugvallar. Svo fremi að menn vilji skilgreina Reykjavík sem höfuðborg - og miðstöð stjórnsýslu, mennta og heilbrigðisþjónustu. Ég hef aldrei getað fylgt röksemdarfærslunni eftir alla leið ... Reykjavík án flugvallar er ekki höfuðborg að mínu viti. Það væri svona svipað og Kaupmannahöfn án Hovedbanegarden. Engum Dana dettur í hug að tala um sína höfuðborg án aðallestarstöðvar í miðborginni. Og raunar er alþjóðaflugvöllurinn í grenndinni. Reykjavíkurflugvöllur fer ekki á næstu árum. Hann verður væntanlega lagaður að enn frekari byggð í kringum hann - og umfang hans minnkað en hann fer hvorki til Keflavíkur eða upp á Hólmsheiði. Auðvitað geta stöku stjórnmálamenn og þröngsýnar miðbæjarrottur látið sig dreyma. Og eiga að gera það. Og það er býsna borubratt og bjarmafullt að draga upp nýjar myndir af borginni sinni. En höfuðborg er ekki einkamál Reykvíkinga. Það er stórt orð, höfuðborg. Og því fylgja skyldur. Óumflýjanlegar. Eitt meginhlutverk höfuðborgar er að allir landsmenn komist þangað hratt og auðveldlega - af því borgin þjónar landinu. Hún beinlínis skuldar landinu greiða og hraðvirka þjónustu af því einfaldlega að þar er alla miðstýringuna að hafa, sem er, vel að merkja, stærsta byggðaaðgerð Íslandssögunnar. Það hefur tekið borgarstjórn upp undir aldarfjórðung að tala um Sundabraut, sem vissulega er mikil samgöngubót fyrir alla landsmenn. Enn sér ekki fyrir lagningu hennar. Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er og verður tafsamari, af því hún er tæknilega flóknari, pólitískt viðkvæmari og snýst um grundvallarhlutverk höfuðborgar. Sjálfumgleði draumastjórnmálanna og sjálfskipaðs gáfuliðs fær hér engu breytt. Mönnum hefur ekki enn tekist að benda á annan kost en Vatnsmýrina fyrir öruggan og hagkvæman flugvöll í Reykjavík. Það er raunveruleikinn. Nýja líkanið er aðeins sýndarveruleiki. Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara. Ég verð dauður áður en Reykjavíkurflugvöllur fer. Og mér er spáð langlífi ... -SER.