Leitin að ómögulegum draumi 8. október 2008 06:00 Ólafur hefur kvatt Raquelu í bili og hyggst næst gera rammíslenska kvikmynd, með íslenskri sögu, í Búðardal.fréttablaðið/GVA Kvikmyndin um drottninguna Raquelu verður loksins frumsýnd hér á landi um helgina eftir að hafa farið sigurför um heiminn. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir líf stelpustráka einkennast af leitinni að hinu ómögulega. Fyrir tveimur og hálfu ári hringdi Fréttablaðið í Ólaf Jóhannsson vegna fréttar um Mike Stone, en sá er hálfbróðir leikkonunnar Sharon Stone, margreyndur kung-fu-kappi auk þess sem hann hafði gerst svo frægur að stinga undan Elvis Presley. Ólafur hafði, samkvæmt heimildum blaðsins, komist í tæri við hann og langaði til að festa sögu hans á filmu. Ólafur hafði lítið að segja um þá mynd en bætti því við að hann væri að vinna að annarri kvikmynd. Hann hefði nefnilega komist í tæri við stelpustráka á Filippseyjum og ætlaði sér að gera heimildarmynd um þá. Síðan þessu símtali var slitið hefur mikið vatn runnið til sjávar og drottningin Raquela birtist nú íslenskum kvikmyndaunnendum ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Ólafur er nýkominn heim til Íslands úr löngu fríi og þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig sagan af Raquelu varð til tekur hann sér drykklanga stund til að rifja þá sögu upp. „Þetta er samt sáraeinfalt. Ég var á kvikmyndahátíð í Berlín fyrir þremur árum og komst þar í kynni við þrjá Filippseyinga. Mér var sagt að það væri næstum ómögulegt að gera kvikmynd þar og tók þeim yfirlýsingum auðvitað sem áskorun. Sagðist bara ætla að mæta og gera kvikmynd, sama hvað tautar og raular," segir Ólafur. „Þegar ég var loks kominn þangað og rölti um hverfin rakst ég á stelpustráka sem ég hafði haft spurnir af og heimur þeirra heillaði mig svo að ég ákvað að þetta skyldi vera viðfangsefnið," útskýrir Ólafur. Heimur stelpustráka er kannski meira „hryllilega" heillandi. Þetta er utangarðshópur sem fær hvergi vinnu nema við vændi eða klámbransann. „Þeir þrá allra heitast samband við gagnkynhneigðan karlmann, eitthvað sem er svo fjarlægt og ómögulegt. Þær standa samt bara á götum úti, með sitt tyggjó í Paris Hilton-fötunum sínum og er alveg sama hvort heimurinn sé að springa fyrir aftan þær eða ekki. En síðan bankar raunveruleikinn alltaf upp á, klámvæðingin og vændið, og neyðir þær til að horfast í augu við staðreyndirnar," útskýrir leikstjórinn. Raquela hefur ekki farið varhluta af kláminu þótt búið sé að mestu að eyða fortíð hennar í netklámbransanum. „Hún er hins vegar bara föst á Filippseyjum, situr bara við netið og reynir að höstla einhverja stráka. Hún á erfitt með að ferðast en við höfum samt alltaf reynt að setja það sem skilyrði þegar okkur er boðið á erlendar kvikmyndahátíðir að hún fái líka boðskort. Henni hefur hins vegar aðeins tekist að mæta á eina," segir Ólafur sem heldur þó góðu sambandi við Raquelu og vinkonur hennar. Ólafur er ekki þekktur fyrir að sitja með hendur í skauti og segir að eftir gott frí sé hann byrjaður að vinna að næsta verkefni. Þar mun hann hins vegar halda sig á Íslandi, nánar tiltekið á æskuslóðum sínum í Búðardal. „Þetta á bara að vera rammíslensk kvikmynd með íslenskri sögu." Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin um drottninguna Raquelu verður loksins frumsýnd hér á landi um helgina eftir að hafa farið sigurför um heiminn. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson segir líf stelpustráka einkennast af leitinni að hinu ómögulega. Fyrir tveimur og hálfu ári hringdi Fréttablaðið í Ólaf Jóhannsson vegna fréttar um Mike Stone, en sá er hálfbróðir leikkonunnar Sharon Stone, margreyndur kung-fu-kappi auk þess sem hann hafði gerst svo frægur að stinga undan Elvis Presley. Ólafur hafði, samkvæmt heimildum blaðsins, komist í tæri við hann og langaði til að festa sögu hans á filmu. Ólafur hafði lítið að segja um þá mynd en bætti því við að hann væri að vinna að annarri kvikmynd. Hann hefði nefnilega komist í tæri við stelpustráka á Filippseyjum og ætlaði sér að gera heimildarmynd um þá. Síðan þessu símtali var slitið hefur mikið vatn runnið til sjávar og drottningin Raquela birtist nú íslenskum kvikmyndaunnendum ljóslifandi á hvíta tjaldinu. Ólafur er nýkominn heim til Íslands úr löngu fríi og þegar hann er beðinn um að rifja upp hvernig sagan af Raquelu varð til tekur hann sér drykklanga stund til að rifja þá sögu upp. „Þetta er samt sáraeinfalt. Ég var á kvikmyndahátíð í Berlín fyrir þremur árum og komst þar í kynni við þrjá Filippseyinga. Mér var sagt að það væri næstum ómögulegt að gera kvikmynd þar og tók þeim yfirlýsingum auðvitað sem áskorun. Sagðist bara ætla að mæta og gera kvikmynd, sama hvað tautar og raular," segir Ólafur. „Þegar ég var loks kominn þangað og rölti um hverfin rakst ég á stelpustráka sem ég hafði haft spurnir af og heimur þeirra heillaði mig svo að ég ákvað að þetta skyldi vera viðfangsefnið," útskýrir Ólafur. Heimur stelpustráka er kannski meira „hryllilega" heillandi. Þetta er utangarðshópur sem fær hvergi vinnu nema við vændi eða klámbransann. „Þeir þrá allra heitast samband við gagnkynhneigðan karlmann, eitthvað sem er svo fjarlægt og ómögulegt. Þær standa samt bara á götum úti, með sitt tyggjó í Paris Hilton-fötunum sínum og er alveg sama hvort heimurinn sé að springa fyrir aftan þær eða ekki. En síðan bankar raunveruleikinn alltaf upp á, klámvæðingin og vændið, og neyðir þær til að horfast í augu við staðreyndirnar," útskýrir leikstjórinn. Raquela hefur ekki farið varhluta af kláminu þótt búið sé að mestu að eyða fortíð hennar í netklámbransanum. „Hún er hins vegar bara föst á Filippseyjum, situr bara við netið og reynir að höstla einhverja stráka. Hún á erfitt með að ferðast en við höfum samt alltaf reynt að setja það sem skilyrði þegar okkur er boðið á erlendar kvikmyndahátíðir að hún fái líka boðskort. Henni hefur hins vegar aðeins tekist að mæta á eina," segir Ólafur sem heldur þó góðu sambandi við Raquelu og vinkonur hennar. Ólafur er ekki þekktur fyrir að sitja með hendur í skauti og segir að eftir gott frí sé hann byrjaður að vinna að næsta verkefni. Þar mun hann hins vegar halda sig á Íslandi, nánar tiltekið á æskuslóðum sínum í Búðardal. „Þetta á bara að vera rammíslensk kvikmynd með íslenskri sögu."
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira