Fresturinn er hálfnaður Þorvaldur Gylfason skrifar 13. mars 2008 11:27 Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna felldi þann úrskurð og kunngerði um miðjan desember 2007, að kvótakerfið íslenzka brjóti í bága við Mannréttindasáttmála SÞ. Kvótakerfið brýtur nánar tiltekið gegn 26. grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að og hefur skuldbundið sig til að virða. Nefnd 26. grein alþjóðasamningsins er samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Brot gegn annarri greininni þýðir brot gegn þeim báðum, enda komst Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og Mannréttindanefndin í dómi sínum í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998. Mannréttindanefndin gaf Alþingi 180 daga frest til að breyta eða lofa að breyta fiskveiðistjórnarlögunum í hátt við úrskurðinn og jafnframt að greiða viðeigandi bætur sjómönnunum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Úrskurður Mannréttindanefndarinnar er endanlegur í þeim skilningi, að honum verður ekki áfrýjað. Níutíu dagar til stefnuAlþingi hefur ekki enn brugðizt við úrskurði Mannréttindanefndarinnar, þótt 180 daga fresturinn sé nú hálfnaður. Þingsályktunartillaga Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna um það, að Alþingi beri að hlíta úrskurðinum og breyta lögunum í samræmi við hann, hefur ekki enn fengizt rædd í þinginu, hvað þá afgreidd. Alþingi hefði helzt þurft að samþykkja ályktunina án tafar til að eyða öllum vafa innan lands og utan um afstöðu þingsins til mannréttinda og mannréttindabrota, en þingið virðist að svo stöddu ekki treysta sér til að lýsa því yfir, að það muni héðan í frá reyna að virða mannréttindi. Svo virðist sem meiri hluti Alþingis og ríkisstjórnin séu að leita leiða til að skjóta sér undan úrskurðinum og halda mannréttindabrotunum til streitu. Mun þingið kalla slíka niðurlægingu yfir Ísland? Reynslan sker úr því. Fresturinn rennur út um miðjan júní.Úrskurður Mannréttindanefndarinnar veldur ýmsum vandkvæðum. Dómskerfið hefur reynzt svo hvikult í kvótamálinu, að Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson hafa eins og allt er í pottinn búið ástæðu til að efast um hæfi dómsvaldsins til að ákveða þeim sanngjarnar bætur í samræmi við úrskurðinn. Hugsum okkur, að ákvörðun bótanna til þeirra komi að endingu til kasta Hæstaréttar. Þar sitja níu dómarar. Einn þeirra var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og er flæktur sem slíkur í kvótamálið. Geta sjómennirnir treyst honum til að gæta hlutleysis? Annar dómari var ríkislögmaður og þurfti sem slíkur að verja málstað ríkisins í kvótamálinu fyrir rétti. Tveir aðrir dómarar skrifuðu undir Vatneyrardóminn 2000 og sneru undir þrýstingi við fyrri dómi Hæstaréttar í Valdimarsmálinu 1998, og hafði annar þeirra þó kveðið upp Valdimarsdóminn, og hinn sakfelldi ásamt enn öðrum núverandi dómara Erling og Örn með einfaldri skírskotun til Vatneyrardómsins án frekari rökstuðnings. Einn dómarinn enn var formaður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál og felldi þar marga úrskurði til að hlífa stjórnvöldum við birtingu óþægilegra upplýsinga um ferðakostnað og fleira. Enn er ónefndur dómari, sem var ötull talsmaður Sjálfstæðisflokksins og kvótakerfisins, áður en hann tók sér sæti í Hæstarétti, auk frændans. Og þá er eftir aðeins einn dómari, sem sjómennirnir tveir geta treyst til að fjalla hlutlaust um mál þeirra. Greiðasta leiðin út úr vandanum er að kveðja til gerðardóm með útlendingum, svo sem lengi hefur tíðkazt við ráðningar í Háskóla Íslands til að stemma stigu fyrir hlutdrægni og klíkuskap, stundum en þó ekki alltaf með góðum árangri.Fjórþættur fjárskaðiSaga kvótakerfisins er öðrum þræði saga mikilla útláta af hálfu almennings. Fyrst var sameignin afhent fáeinum útvöldum án endurgjalds gegn eindregnum mótmælum þeirra, sem töldu ókeypis afhendingu hvorki hagkvæma né réttláta. Þá færðust brottkast og löndun fram hjá vigt í vöxt, ef marka má frásagnir margra sjómanna, enda hvetur kvótakerfið menn til að fylla kvótana sína með sem verðmætustum afla og fleygja verðminni fiski fyrir borð. Evrópsk stjórnvöld viðurkenna, að brottkast og löndun fram hjá vigt eigi snaran þátt í síminnkandi fiskgengd, en hér þræta stjórnvöld fyrir hvort tveggja gegn vitnisburðum sjónarvotta. Í þriðja lagi hlaut að því að koma, að draga þyrfti enn úr veiðum til að hlífa rýrnandi stofnum, og var skattgreiðendum þá gert að greiða fyrir mótvægisaðgerðir handa þeim byggðum, sem verst urðu úti. Og nú bíður skattgreiðenda reikningur vegna skaðabótanna, sem ríkið þarf að greiða fórnarlömbum fiskveiðistjórnarkerfisins eftir úrskurði Mannréttindanefndar SÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna felldi þann úrskurð og kunngerði um miðjan desember 2007, að kvótakerfið íslenzka brjóti í bága við Mannréttindasáttmála SÞ. Kvótakerfið brýtur nánar tiltekið gegn 26. grein alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland er aðili að og hefur skuldbundið sig til að virða. Nefnd 26. grein alþjóðasamningsins er samhljóða 65. grein stjórnarskrár okkar. Brot gegn annarri greininni þýðir brot gegn þeim báðum, enda komst Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og Mannréttindanefndin í dómi sínum í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu 1998. Mannréttindanefndin gaf Alþingi 180 daga frest til að breyta eða lofa að breyta fiskveiðistjórnarlögunum í hátt við úrskurðinn og jafnframt að greiða viðeigandi bætur sjómönnunum tveim, sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Úrskurður Mannréttindanefndarinnar er endanlegur í þeim skilningi, að honum verður ekki áfrýjað. Níutíu dagar til stefnuAlþingi hefur ekki enn brugðizt við úrskurði Mannréttindanefndarinnar, þótt 180 daga fresturinn sé nú hálfnaður. Þingsályktunartillaga Jóns Magnússonar, Atla Gíslasonar og fjögurra annarra þingmanna um það, að Alþingi beri að hlíta úrskurðinum og breyta lögunum í samræmi við hann, hefur ekki enn fengizt rædd í þinginu, hvað þá afgreidd. Alþingi hefði helzt þurft að samþykkja ályktunina án tafar til að eyða öllum vafa innan lands og utan um afstöðu þingsins til mannréttinda og mannréttindabrota, en þingið virðist að svo stöddu ekki treysta sér til að lýsa því yfir, að það muni héðan í frá reyna að virða mannréttindi. Svo virðist sem meiri hluti Alþingis og ríkisstjórnin séu að leita leiða til að skjóta sér undan úrskurðinum og halda mannréttindabrotunum til streitu. Mun þingið kalla slíka niðurlægingu yfir Ísland? Reynslan sker úr því. Fresturinn rennur út um miðjan júní.Úrskurður Mannréttindanefndarinnar veldur ýmsum vandkvæðum. Dómskerfið hefur reynzt svo hvikult í kvótamálinu, að Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson hafa eins og allt er í pottinn búið ástæðu til að efast um hæfi dómsvaldsins til að ákveða þeim sanngjarnar bætur í samræmi við úrskurðinn. Hugsum okkur, að ákvörðun bótanna til þeirra komi að endingu til kasta Hæstaréttar. Þar sitja níu dómarar. Einn þeirra var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og er flæktur sem slíkur í kvótamálið. Geta sjómennirnir treyst honum til að gæta hlutleysis? Annar dómari var ríkislögmaður og þurfti sem slíkur að verja málstað ríkisins í kvótamálinu fyrir rétti. Tveir aðrir dómarar skrifuðu undir Vatneyrardóminn 2000 og sneru undir þrýstingi við fyrri dómi Hæstaréttar í Valdimarsmálinu 1998, og hafði annar þeirra þó kveðið upp Valdimarsdóminn, og hinn sakfelldi ásamt enn öðrum núverandi dómara Erling og Örn með einfaldri skírskotun til Vatneyrardómsins án frekari rökstuðnings. Einn dómarinn enn var formaður Úrskurðarnefndar um upplýsingamál og felldi þar marga úrskurði til að hlífa stjórnvöldum við birtingu óþægilegra upplýsinga um ferðakostnað og fleira. Enn er ónefndur dómari, sem var ötull talsmaður Sjálfstæðisflokksins og kvótakerfisins, áður en hann tók sér sæti í Hæstarétti, auk frændans. Og þá er eftir aðeins einn dómari, sem sjómennirnir tveir geta treyst til að fjalla hlutlaust um mál þeirra. Greiðasta leiðin út úr vandanum er að kveðja til gerðardóm með útlendingum, svo sem lengi hefur tíðkazt við ráðningar í Háskóla Íslands til að stemma stigu fyrir hlutdrægni og klíkuskap, stundum en þó ekki alltaf með góðum árangri.Fjórþættur fjárskaðiSaga kvótakerfisins er öðrum þræði saga mikilla útláta af hálfu almennings. Fyrst var sameignin afhent fáeinum útvöldum án endurgjalds gegn eindregnum mótmælum þeirra, sem töldu ókeypis afhendingu hvorki hagkvæma né réttláta. Þá færðust brottkast og löndun fram hjá vigt í vöxt, ef marka má frásagnir margra sjómanna, enda hvetur kvótakerfið menn til að fylla kvótana sína með sem verðmætustum afla og fleygja verðminni fiski fyrir borð. Evrópsk stjórnvöld viðurkenna, að brottkast og löndun fram hjá vigt eigi snaran þátt í síminnkandi fiskgengd, en hér þræta stjórnvöld fyrir hvort tveggja gegn vitnisburðum sjónarvotta. Í þriðja lagi hlaut að því að koma, að draga þyrfti enn úr veiðum til að hlífa rýrnandi stofnum, og var skattgreiðendum þá gert að greiða fyrir mótvægisaðgerðir handa þeim byggðum, sem verst urðu úti. Og nú bíður skattgreiðenda reikningur vegna skaðabótanna, sem ríkið þarf að greiða fórnarlömbum fiskveiðistjórnarkerfisins eftir úrskurði Mannréttindanefndar SÞ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun