Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu 25. janúar 2008 13:06 Magnús Geir Þórðarson kveður Akureyri með söknuði en hlakkar til að takast á við nýtt starf sem Borgarleikhússtjóri. Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin." Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust. Magnús Geir staðfesti ráðninguna í samtali við Vísi rétt áðan og sagðist þakklátur fyrir traustið sem honum væri sýnt. „Ég hlakka til að ráðast í þetta verkefni. Ég geri mér grein fyrir að þessari stöðu fylgir mikil ábyrgð," segir Magnús Geir. Og þótt hann taki ekki formlega við stöðu leikhússtjóra fyrr en 1. ágúst næstkomandi þegar nýtt leikár hefst þá hefur hann störf hjá Borgarleikhúsinu fljótlega. „Ég mun rólega kynnast fólkinu og leikhúsinu og skoða þann stóra bunka af verkefnum sem er á borðinu mínu. Það er ekkert verkefni klárt fyrir næsta ár en fullt af spennandi hugmyndum í gangi," segir Magnús Geir. Tekið hefur verið eftir frábærum árangri hans með Leikfélag Akureyrar undanfarin fjögur ár og hann segist gera sér grein fyrir því að velgengnin á Akureyri muni auka pressuna á hann í Borgarleikhúsinu. „Væntingarnar aukast með góðu gengi en við höfum glímt við það á Akureyri. Það er því ekkert sem ég kannast ekki við. Ég ætla að leggja mig fram við að búa til gott og metnaðarfullt leikhús sem borgarbúar geta verið stoltir af," segir Magnús Geir. Aðspurður um tímann á Akureyri segir Magnús Geir að hann hafi sótt um stöðu Borgarleikhússtjóra með blendnum tilfinningum. „Tíminn á Akureyri hefur verið ævintýri líkastur og ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki. Ég hef hins vegar verið þar í fjögur ár og fannst því eðlilegt skref að breyta til. Akureyrartíminn verðu4 hins vegar góður tími í minningunni." Leikfélag Akureyrar situr nú uppi leikhússtjóralaust en Sigmundur Ernir Rúnarsson, formaður stjórnar, sagði í samtali við Vísi að strax yrði gengið í það að finna arftaka Magnúsar Geirs. „Það er slæmt að missa jafnmikilvægan mann og Magnús Geir en starfið verður auglýst á næstu dögum. Nýr leikhússtjóri mun taka við afskaplega góðu búi. Reksturinn og afkoman hefur aldrei verið betri svo og orðsporið og ímyndin og það er ljóst að sömu stefnu og verið hefur verður fylgt á næstu árum sem byggist á því að sópa fólki í leikhúsin."
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira