Lífið

Hvað varð um Stjörnustríðsdverginn?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Margir hafa velt því fyrir sér hvað orðið hafi um dverginn Kenny Baker sem er rétt rúmur metri á hæð og fór með hlutverk vélmennisins R2-D2 í Stjörnustríðsmyndunum góðkunnu. Baker og félagi hans Anthony Daniels, sem lék hinn gulli slegna C3PO, eru einu leikararnir sem komu fram í öllum sex Stjörnustríðsmyndunum.

 

Baker er fyrrverandi sirkusdvergur en hefur síðan dregið fram lífið sem plötusnúður og skemmtikraftur á sviði. Auk þess landaði hann litlu hlutverki (þ.e. sem dvergur) í kvikmynd um Mjallhvíti frá 1987. Þá má ekki gleyma því að sá stutti komst á forsíðurnar þegar hann var gripinn fyrir ölvunarakstur árið 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.