Af lýðskrumi 19. september 2008 10:39 Veiking íslensku krónunnar í gær, fjórða daginn í röð, ætti að færa okkur heim sanninn um þunga þeirra efnahagsþrenginga sem dynja yfir íslensku þjóðina og raunar heimsbyggðina alla nú um stundir.Sífellt verður dýrara að vera Íslendingur og sú spurning hlýtur að vakna hver sársaukamörkin eru í tilviki krónunnar. Hvað má gengið veikjast mikið áður en hagkerfið leggst hreinlega á hliðina? Sjálfsagt er ekkert einhlítt svar við slíkum spurningum, en þó er vert að benda á að Seðlabanki Íslands greip til þess óvenjulega ráðs skömmu fyrir páska í vor að efna til sérstaks aukavaxtaákvörðunardags og hækka stýrivextina í einu lagi um 125 punkta. Ástæðan? Jú, krónan hafði veikst jafnt og þétt dagana á undan, gengisvísitalan stóð fast við 160 stig og talið var nauðsynlegt að grípa í taumana með einhverjum hætti. Því var síðan fylgt eftir af hálfu bankans með annarri vaxtahækkun hálfum mánuði síðar, um 50 punkta, og voru þá vextir komnir í 15,50% og hafa haldist óbreyttir síðan.Við lok markaða í gær stóð gengisvísitala íslensku krónunnar í 178,2 stigum og markaði nýtt hámark, enn á ný. Bandaríkjadalur hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2002, en evra, dönsk króna, sænsk króna, norsk króna eða japanskt jen hafa aldrei verið dýrari. Útlendingar eru farnir að hópast hingað til lands í innkaupaleiðangra. Hér má allt í einu finna einn ódýrasta bjór í Evrópu. Hver hefði nú trúað því? Er furða þótt bros leiki um varir erlendra ferðalanga sem allt í einu verður svo mikið úr farareyrinum? Nei, auðvitað ekki. En hvað með fólkið sem í þessu landi býr? Ætli okkar bros sé farið að stirðna?„Líklega hefur líking krónu við fljótandi korktappa á úthafi aldrei átt jafn vel við og nú," sagði greiningardeild Glitnis í umfjöllun um gengislækkunina í gær. Það eru orð að sönnu og engin ástæða til að skammast yfir svo sjálfsögðum sannindum, hvað þá að kalla þau lýðskrum. Flotkrónan má sín lítils í þeim ólgusjó sem nú ríkir á alþjóðlegum mörkuðum, en það erum við Íslendingar sem fyrst og fremst borgum brúsann.Hvað halda menn að ríflega sex prósenta gengislækkun þýði á aðeins einni viku ofan á tæplega þrjátíu prósenta gengisfall ársins? Jú, auðvitað verðhækkanir og aftur verðhækkanir. Hækkun á verði matvöru, fatnaði og hvaðeina sem við þurfum að nota í okkar daglega lífi. Það mun aftur skila sér í hækkandi verðbólgu, sem aftur hlýtur að leiða til þess að líkur aukist á vaxtahækkun Seðlabankans.Þessari öfugþróun má í raun réttri líkja við efnahagslegt fárviðri. Það eru engin landráð að ræða það. Höfuðstóll lána hækkar vegna verðbólgunnar. Greiðslubyrði erlendra lána þyngist stöðugt. Hér duga engar ódýrar samsæriskenningar og stjórnmálamenn fremur en embættismenn eiga og verða að móta stefnuna.Staðreyndin er sú að Íslendingar verða að horfast í augu við þá staðreynd, sem margar og miklu fjölmennari þjóðir hafa gert á undan okkur, að það er hreint glapræði að halda úti sjálfstæðri og fljótandi mynt við þessar aðstæður. Fórnarkostnaðurinn við það er ógurlegur og verður satt að segja sífellt ógurlegri.Forsætisráðherra hefur áður sagt að hreint hagsmunamat eigi að ráða því hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins og Myntbandalags Evrópu en utan. Gott og vel. Ætlar einhver að halda því fram að slíkt hagsmunamat hafi ekki nú þegar farið fram? Liggur svarið ekki í augum uppi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Veiking íslensku krónunnar í gær, fjórða daginn í röð, ætti að færa okkur heim sanninn um þunga þeirra efnahagsþrenginga sem dynja yfir íslensku þjóðina og raunar heimsbyggðina alla nú um stundir.Sífellt verður dýrara að vera Íslendingur og sú spurning hlýtur að vakna hver sársaukamörkin eru í tilviki krónunnar. Hvað má gengið veikjast mikið áður en hagkerfið leggst hreinlega á hliðina? Sjálfsagt er ekkert einhlítt svar við slíkum spurningum, en þó er vert að benda á að Seðlabanki Íslands greip til þess óvenjulega ráðs skömmu fyrir páska í vor að efna til sérstaks aukavaxtaákvörðunardags og hækka stýrivextina í einu lagi um 125 punkta. Ástæðan? Jú, krónan hafði veikst jafnt og þétt dagana á undan, gengisvísitalan stóð fast við 160 stig og talið var nauðsynlegt að grípa í taumana með einhverjum hætti. Því var síðan fylgt eftir af hálfu bankans með annarri vaxtahækkun hálfum mánuði síðar, um 50 punkta, og voru þá vextir komnir í 15,50% og hafa haldist óbreyttir síðan.Við lok markaða í gær stóð gengisvísitala íslensku krónunnar í 178,2 stigum og markaði nýtt hámark, enn á ný. Bandaríkjadalur hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2002, en evra, dönsk króna, sænsk króna, norsk króna eða japanskt jen hafa aldrei verið dýrari. Útlendingar eru farnir að hópast hingað til lands í innkaupaleiðangra. Hér má allt í einu finna einn ódýrasta bjór í Evrópu. Hver hefði nú trúað því? Er furða þótt bros leiki um varir erlendra ferðalanga sem allt í einu verður svo mikið úr farareyrinum? Nei, auðvitað ekki. En hvað með fólkið sem í þessu landi býr? Ætli okkar bros sé farið að stirðna?„Líklega hefur líking krónu við fljótandi korktappa á úthafi aldrei átt jafn vel við og nú," sagði greiningardeild Glitnis í umfjöllun um gengislækkunina í gær. Það eru orð að sönnu og engin ástæða til að skammast yfir svo sjálfsögðum sannindum, hvað þá að kalla þau lýðskrum. Flotkrónan má sín lítils í þeim ólgusjó sem nú ríkir á alþjóðlegum mörkuðum, en það erum við Íslendingar sem fyrst og fremst borgum brúsann.Hvað halda menn að ríflega sex prósenta gengislækkun þýði á aðeins einni viku ofan á tæplega þrjátíu prósenta gengisfall ársins? Jú, auðvitað verðhækkanir og aftur verðhækkanir. Hækkun á verði matvöru, fatnaði og hvaðeina sem við þurfum að nota í okkar daglega lífi. Það mun aftur skila sér í hækkandi verðbólgu, sem aftur hlýtur að leiða til þess að líkur aukist á vaxtahækkun Seðlabankans.Þessari öfugþróun má í raun réttri líkja við efnahagslegt fárviðri. Það eru engin landráð að ræða það. Höfuðstóll lána hækkar vegna verðbólgunnar. Greiðslubyrði erlendra lána þyngist stöðugt. Hér duga engar ódýrar samsæriskenningar og stjórnmálamenn fremur en embættismenn eiga og verða að móta stefnuna.Staðreyndin er sú að Íslendingar verða að horfast í augu við þá staðreynd, sem margar og miklu fjölmennari þjóðir hafa gert á undan okkur, að það er hreint glapræði að halda úti sjálfstæðri og fljótandi mynt við þessar aðstæður. Fórnarkostnaðurinn við það er ógurlegur og verður satt að segja sífellt ógurlegri.Forsætisráðherra hefur áður sagt að hreint hagsmunamat eigi að ráða því hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins og Myntbandalags Evrópu en utan. Gott og vel. Ætlar einhver að halda því fram að slíkt hagsmunamat hafi ekki nú þegar farið fram? Liggur svarið ekki í augum uppi?