Grýla var örugglega glysgjörn 25. nóvember 2008 09:00 Edda hefur yndi og unun af því að útbúa fígúrurnar sínar sem fást í Nikulásarkoti á Skólavörðustíg. Fréttablaðið/Anton l Í rauðu húsi við Skólavörðustíginn leynist lítið gallerí þar sem Edda Herbertsdóttir útbýr fígúrur úr ull og fleiru. Má þar nefna jólasveina, engla í litríkum þjóðbúningum, karla og kerlingar. Hún notar mest íslenska kembu eða flókaull og þæfir með nálu „Nikulásarkot hefur verið vinnustofan mín frá árinu 2000 en þar bý ég meðal annars til þjóðbúningadúkkur, kort, lunda og jólaskraut. Ég nota mest íslenska kembu eða flókaull og þæfi hana með nálum,“ segir Edda en hún byggir fígúrurnar upp eins og skúlptúr. „Ég byrja á pínulitlum bita, byggi svo utan á og stækka.“Stekkjarstaur kom fyrstur.Eddu þykir þæfing með nálum mjög skemmtileg og segir þetta vera tiltölulega nýja aðferð. „Nálarnar eru með hökum og ullin þæfist fast og þétt, alveg jafn vel og með vatni og sápu. Í raun verður allt mun fínlegra og þá get ég gert smáatriði í augum og svoleiðis þar sem nálarnar eru misfínar,“ útskýrir Edda áhugasöm. Rauðklæddar peysufatakonur.Edda segist fara eftir bókinni Jólin koma, með teikningum eftir Tryggva Magnússon og ljóðum Jóhannesar úr Kötlum, þegar hún útbýr jólasveinana. „Á þeim myndum voru jólasveinarnir mjög fínir í jökkum, vestum með hnöppum en ekki í einhverjum druslum. Ég er viss um að þegar Grýla er að stela þá er hún ekki að taka þau í sauðalitunum – kona sem býr uppi í fjalli! Hún hlýtur að vera mjög glysgjörn,“ segir Edda og hlær. E dda hefur yndi og unun af því að útbúa fígúrurnar sínar sem fást í Nikulásarkoti á Skólavörðustíg.Fréttablaðið/antonÁrið 1982 byrjaði Edda á að gera þjóðbúningadúkkur við eldhúsborðið. „Þær eru handsaumaðar en andlit og hendur eru úr leir. Síðan sitja þær á hrauni með roð í skónum, það er thai-silki í svuntunum þannig að þær eru úr mjög vönduðu hráefni.,“ segir Edda og bætir við að hún hafi verið heimavinnandi húsmóðir í 21 ár og hafi viljað skapa sér vinnu. Edda lærði að sauma hjá móður sinni en fór út til að læra nálaþæfingu. Föndur Jólaskraut Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól
l Í rauðu húsi við Skólavörðustíginn leynist lítið gallerí þar sem Edda Herbertsdóttir útbýr fígúrur úr ull og fleiru. Má þar nefna jólasveina, engla í litríkum þjóðbúningum, karla og kerlingar. Hún notar mest íslenska kembu eða flókaull og þæfir með nálu „Nikulásarkot hefur verið vinnustofan mín frá árinu 2000 en þar bý ég meðal annars til þjóðbúningadúkkur, kort, lunda og jólaskraut. Ég nota mest íslenska kembu eða flókaull og þæfi hana með nálum,“ segir Edda en hún byggir fígúrurnar upp eins og skúlptúr. „Ég byrja á pínulitlum bita, byggi svo utan á og stækka.“Stekkjarstaur kom fyrstur.Eddu þykir þæfing með nálum mjög skemmtileg og segir þetta vera tiltölulega nýja aðferð. „Nálarnar eru með hökum og ullin þæfist fast og þétt, alveg jafn vel og með vatni og sápu. Í raun verður allt mun fínlegra og þá get ég gert smáatriði í augum og svoleiðis þar sem nálarnar eru misfínar,“ útskýrir Edda áhugasöm. Rauðklæddar peysufatakonur.Edda segist fara eftir bókinni Jólin koma, með teikningum eftir Tryggva Magnússon og ljóðum Jóhannesar úr Kötlum, þegar hún útbýr jólasveinana. „Á þeim myndum voru jólasveinarnir mjög fínir í jökkum, vestum með hnöppum en ekki í einhverjum druslum. Ég er viss um að þegar Grýla er að stela þá er hún ekki að taka þau í sauðalitunum – kona sem býr uppi í fjalli! Hún hlýtur að vera mjög glysgjörn,“ segir Edda og hlær. E dda hefur yndi og unun af því að útbúa fígúrurnar sínar sem fást í Nikulásarkoti á Skólavörðustíg.Fréttablaðið/antonÁrið 1982 byrjaði Edda á að gera þjóðbúningadúkkur við eldhúsborðið. „Þær eru handsaumaðar en andlit og hendur eru úr leir. Síðan sitja þær á hrauni með roð í skónum, það er thai-silki í svuntunum þannig að þær eru úr mjög vönduðu hráefni.,“ segir Edda og bætir við að hún hafi verið heimavinnandi húsmóðir í 21 ár og hafi viljað skapa sér vinnu. Edda lærði að sauma hjá móður sinni en fór út til að læra nálaþæfingu.
Föndur Jólaskraut Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gluggarnir á jóladagatalinu opnaðir á morgun Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum Jólin Jólakúlur með listarinnar höndum Jól Vekur forvitni hjá börnunum Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 1. desember Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Ýmsar kynjaverur á sveimi í Kanada Jól