Reidd á hesti til nýrra heimkynna 25. nóvember 2008 11:00 Freyja situr ekki auðum höndum. Hér er hún að búa til dýrindis lampa úr gleri. Fréttablaðið/GVA Þegar Freyja Fanndal Sigurðardóttir er beðin um að rifja upp bernskujól þá kemur á hana hik. Svo hverfur hún í huganum aftur í tímann, fyrst til ársins 1941 því þá urðu mikil umskipti í lífi hennar, hún flutti að Hólum í Hjaltadal til fósturforeldra. „Þetta var um jólaleytið. Ég var orðin fimm ára og þó man ég ekkert annað en það að ég var reidd á hesti heim að Hólum í Hjaltadal og var í pokabuxum af ömmu minni sem voru svo síðar að það var bundið fyrir skálmarnar. Sjálfsagt til að mér yrði ekki kalt. Ég dauðskammaðist mín fyrir að láta sjá mig í þessu. En þarna var ég komin til nýrra fósturforeldra, Kristjáns Karlssonar, skólastjóra á Hólum, og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Móðir mín var nýlátin frá tíu börnum. Hún dó á Þorláksmessu af barnsfararsótt, þrjátíu og átta ára gömul. Það er svo skrítið að ég man ekkert eftir henni né heldur bernskuheimili mínu að Saurbæ í Kolbeinsdal. Allt sem því við kemur hefur þurrkast út úr vitund minni. Við systkinin tvístruðumst en Ragna systir mín kom líka að Hólum til kennarahjóna þar. Það var mér mikill styrkur því hún var sex árum eldri en ég. Þarna varð að treysta á náungann og samhjálpina í sveitinni. Þar urðu fleiri áföll fyrir þessi jól því á Hofi, næsta bæ fyrir innan Hóla, dó önnur kona frá fimm börnum þannig að fimmtán börn urðu móðurlaus í þessu litla samfélagi.“Freyja með tveimur af níu systkinum sínum, Rögnu og Þrúðmari. Þau voru samtímis á Hólum einn vetur. Systurnar hjá nýjum fósturforeldrum og Þrúðmar í bændaskólanum. Freyja er í miðið.Mann setur hljóðan eftir svona sorglega frásögn og erfitt er að brydda upp á spurningum um gjafir, jólatré og annað heimsins prjál. Það kemur samt upp úr kafinu að á fyrstu jólum sínum á Hólum eignaðist Freyja sína fyrstu dúkku. Að minnsta kosti þá fyrstu sem hún man eftir og það var strákadúkka. „Sigurður ráðsmaður gaf mér hana, bróðir Kristjáns, fósturföður míns.“ rifjar hún upp. Freyja kveðst hafa átt heima á Hólum næstu tíu árin og því kynnst jólahaldi á þeim forna helgistað. Heyrt klukkur dómkirkjunnar ávallt hringja á jóladag og hlýtt þar á messu. Hún minnist jólatrés úr spýtum sem vafið var með hrísi en síðar var náð í tré upp í fjall því þar var kominn greniskógur. „Við krakkarnir bjuggum til jólapoka og í þá var sett sælgæti,“ lýsir hún. En hvaða krakkar? „Fósturforeldrar mínir áttu fjögur börn og ég féll inn í hópinn. Það voru milli tíu og tuttugu krakkar á Hólum svo ekki vantaði félagsskapinn. Svo var alltaf jólaball þar og þá komu krakkarnir úr dalnum líka,“ rifjar hún upp. Snævi þakinn Hjaltadalur er Freyju minnisstæður úr æsku og djúpar traðir heim að skólasetrinu. Líka skemmtilegt sleða- og skíðabrun barnanna og skautahlaup á ísilögðu rafstöðvarlóni uppi í hlíðinni. Á aðfangadagskvöld voru alltaf borðaðar rjúpur hjá skólastjórahjónunum að sögn Freyju, fylltar með sveskjum og þurrkuðum eplum. „Dásamlega góður matur,“ segir hún. „Ég hef bara einu sinni borðað rjúpur eftir að ég fór frá Hólum. Þá eldaði ég þær sjálf en börnin mín voru ekkert hrifin af þeim svo ég hef ekki haft þær á borðum síðan.“ Jól Skagafjörður Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Svona gerirðu graflax Jól Ný jólakúla komin Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaþorpið vex og vex Jól Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands Jólin
Þegar Freyja Fanndal Sigurðardóttir er beðin um að rifja upp bernskujól þá kemur á hana hik. Svo hverfur hún í huganum aftur í tímann, fyrst til ársins 1941 því þá urðu mikil umskipti í lífi hennar, hún flutti að Hólum í Hjaltadal til fósturforeldra. „Þetta var um jólaleytið. Ég var orðin fimm ára og þó man ég ekkert annað en það að ég var reidd á hesti heim að Hólum í Hjaltadal og var í pokabuxum af ömmu minni sem voru svo síðar að það var bundið fyrir skálmarnar. Sjálfsagt til að mér yrði ekki kalt. Ég dauðskammaðist mín fyrir að láta sjá mig í þessu. En þarna var ég komin til nýrra fósturforeldra, Kristjáns Karlssonar, skólastjóra á Hólum, og Sigrúnar Ingólfsdóttur. Móðir mín var nýlátin frá tíu börnum. Hún dó á Þorláksmessu af barnsfararsótt, þrjátíu og átta ára gömul. Það er svo skrítið að ég man ekkert eftir henni né heldur bernskuheimili mínu að Saurbæ í Kolbeinsdal. Allt sem því við kemur hefur þurrkast út úr vitund minni. Við systkinin tvístruðumst en Ragna systir mín kom líka að Hólum til kennarahjóna þar. Það var mér mikill styrkur því hún var sex árum eldri en ég. Þarna varð að treysta á náungann og samhjálpina í sveitinni. Þar urðu fleiri áföll fyrir þessi jól því á Hofi, næsta bæ fyrir innan Hóla, dó önnur kona frá fimm börnum þannig að fimmtán börn urðu móðurlaus í þessu litla samfélagi.“Freyja með tveimur af níu systkinum sínum, Rögnu og Þrúðmari. Þau voru samtímis á Hólum einn vetur. Systurnar hjá nýjum fósturforeldrum og Þrúðmar í bændaskólanum. Freyja er í miðið.Mann setur hljóðan eftir svona sorglega frásögn og erfitt er að brydda upp á spurningum um gjafir, jólatré og annað heimsins prjál. Það kemur samt upp úr kafinu að á fyrstu jólum sínum á Hólum eignaðist Freyja sína fyrstu dúkku. Að minnsta kosti þá fyrstu sem hún man eftir og það var strákadúkka. „Sigurður ráðsmaður gaf mér hana, bróðir Kristjáns, fósturföður míns.“ rifjar hún upp. Freyja kveðst hafa átt heima á Hólum næstu tíu árin og því kynnst jólahaldi á þeim forna helgistað. Heyrt klukkur dómkirkjunnar ávallt hringja á jóladag og hlýtt þar á messu. Hún minnist jólatrés úr spýtum sem vafið var með hrísi en síðar var náð í tré upp í fjall því þar var kominn greniskógur. „Við krakkarnir bjuggum til jólapoka og í þá var sett sælgæti,“ lýsir hún. En hvaða krakkar? „Fósturforeldrar mínir áttu fjögur börn og ég féll inn í hópinn. Það voru milli tíu og tuttugu krakkar á Hólum svo ekki vantaði félagsskapinn. Svo var alltaf jólaball þar og þá komu krakkarnir úr dalnum líka,“ rifjar hún upp. Snævi þakinn Hjaltadalur er Freyju minnisstæður úr æsku og djúpar traðir heim að skólasetrinu. Líka skemmtilegt sleða- og skíðabrun barnanna og skautahlaup á ísilögðu rafstöðvarlóni uppi í hlíðinni. Á aðfangadagskvöld voru alltaf borðaðar rjúpur hjá skólastjórahjónunum að sögn Freyju, fylltar með sveskjum og þurrkuðum eplum. „Dásamlega góður matur,“ segir hún. „Ég hef bara einu sinni borðað rjúpur eftir að ég fór frá Hólum. Þá eldaði ég þær sjálf en börnin mín voru ekkert hrifin af þeim svo ég hef ekki haft þær á borðum síðan.“
Jól Skagafjörður Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Svona gerirðu graflax Jól Ný jólakúla komin Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bakaðar á hverju finnsku heimili Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Jólaþorpið vex og vex Jól Grýla, Leppalúði með Gunna og Felix í Þjóðminjasafni Íslands Jólin