Nauðsyn á endurskipulagningu Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. nóvember 2008 06:00 Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratugum: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn. Rekstur er gagnrýndur: vannýting á fastráðnum listamönnum og stjórn hússins stendur ekki við ákvæði um langtímaskipulag. Aðsókn er ekki fullnægjandi og sviðsetningar of margar sem skila litlu upp í stofnkostnað. Þótt Þjóðleikhúsið fái stærstan hlut opinberra styrkja til leiklistar hefur halli verið á rekstrinum með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Náði hallinn um 90 milljónum í árslok 2005 og skýrist mest af halla á síðustu stjórnarárum Stefáns Baldurssonar. Fjölmargar athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru tæknilegs eðlis og hlýtur þjóðleikhússtjóri að sinna þeim. Í tvennu víkur stofnunin að listrænum ramma: samstarfi við aðra, einkum á sviði listdans og söngverkaflutnings. Erfiður rekstur Íslensku óperunnar hefur leitt í ljós að gestafjöldi á kostnaðarsamar sýningar inniber í sér halla: raunar eru Óperan, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og einkaaðilar sem hyggja á stórsýningar tilneydd að skoða í alvöru starfsemi í nýju tónlistarhúsi þegar það er fullbyggt. Aðeins með svo stórum áhorfendasvæðum er fulltryggður rekstur á stærri sýningum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að því að lausráðnum listamönnum fjölgar og fastráðningum fækkar og vinnuframlag þeirra minnkar. Það er munaður sem Þjóðleikhúsið hefur ekki efni á. Er einsýnt að leikhúsið á að hverfa að eldra fyrirkomulagi og nýta fasta starfskrafta sem best, vanda meira til undirbúnings og fækka sviðsetningum, ekki síst í ljósi þess offramboðs sem er hér á leikhúsmarkaði. Sú mismunun sem ríkir milli einkarekinna leikflokka þurfi leiðréttingar við. Stjórnvöld ættu að endurskoða hlutaskiptareglu í allri leiklistarstarfsemi. Skynsamlegt er að halda Þjóðleikhúsinu opnu allt árið, hvort sem það er með samstarfi við aðra aðila eða í nafni hússins. Fyrirhuguð lokun smærri sviða er skynsamleg enda eru þau í óhagkvæmu húsnæði til bráðabirgða. Auk bættrar aðstöðu til stærri sýninga í tónlistarhúsi er aðstaða til leiksýninga víða að batna: á Akureyri og menningarhúsum. Það er óþarfi að láta stór hús standa auð en neyða leikflokka til starfa í óhagkvæmu húsnæði. Draumur um Þjóðaróperu í Kópavogi er nú fjarlægur, enda virðist sú aðstaða óþörf takist að klára tónlistarhúsið. En umfram allt verða stjórnvöld að ganga frá eðlilegu viðhaldi á Þjóðleikhúsinu og tryggja að markmiðalýsingar í samningi stjórnenda þess og ráðuneytis haldi. Jafnframt verður að marka stefnu til framtíðar í viðbyggingarmálum hússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Þjóðleikhúsi vekur kröfu um að stjórnvöld taki til í leiklistarmálum. Þau hafa um langt skeið verið í kyrrstöðu og ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgðina. Í úttektinni kemur í ljós að ráðamenn hafa lengi látið viðhald á húsinu dankast, hrun úr ytra byrði þess er ekki lengur hættulegt vegfarendum, og áhorfendasvæðum var breytt fyrir nær tveimur áratugum: aðalsvið, starfsmannaaðstaða og tækjabúnaður hafa beðið endurnýjunar og bíða enn. Rekstur er gagnrýndur: vannýting á fastráðnum listamönnum og stjórn hússins stendur ekki við ákvæði um langtímaskipulag. Aðsókn er ekki fullnægjandi og sviðsetningar of margar sem skila litlu upp í stofnkostnað. Þótt Þjóðleikhúsið fái stærstan hlut opinberra styrkja til leiklistar hefur halli verið á rekstrinum með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Náði hallinn um 90 milljónum í árslok 2005 og skýrist mest af halla á síðustu stjórnarárum Stefáns Baldurssonar. Fjölmargar athugasemdir Ríkisendurskoðunar eru tæknilegs eðlis og hlýtur þjóðleikhússtjóri að sinna þeim. Í tvennu víkur stofnunin að listrænum ramma: samstarfi við aðra, einkum á sviði listdans og söngverkaflutnings. Erfiður rekstur Íslensku óperunnar hefur leitt í ljós að gestafjöldi á kostnaðarsamar sýningar inniber í sér halla: raunar eru Óperan, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur og einkaaðilar sem hyggja á stórsýningar tilneydd að skoða í alvöru starfsemi í nýju tónlistarhúsi þegar það er fullbyggt. Aðeins með svo stórum áhorfendasvæðum er fulltryggður rekstur á stærri sýningum. Þá víkur Ríkisendurskoðun að því að lausráðnum listamönnum fjölgar og fastráðningum fækkar og vinnuframlag þeirra minnkar. Það er munaður sem Þjóðleikhúsið hefur ekki efni á. Er einsýnt að leikhúsið á að hverfa að eldra fyrirkomulagi og nýta fasta starfskrafta sem best, vanda meira til undirbúnings og fækka sviðsetningum, ekki síst í ljósi þess offramboðs sem er hér á leikhúsmarkaði. Sú mismunun sem ríkir milli einkarekinna leikflokka þurfi leiðréttingar við. Stjórnvöld ættu að endurskoða hlutaskiptareglu í allri leiklistarstarfsemi. Skynsamlegt er að halda Þjóðleikhúsinu opnu allt árið, hvort sem það er með samstarfi við aðra aðila eða í nafni hússins. Fyrirhuguð lokun smærri sviða er skynsamleg enda eru þau í óhagkvæmu húsnæði til bráðabirgða. Auk bættrar aðstöðu til stærri sýninga í tónlistarhúsi er aðstaða til leiksýninga víða að batna: á Akureyri og menningarhúsum. Það er óþarfi að láta stór hús standa auð en neyða leikflokka til starfa í óhagkvæmu húsnæði. Draumur um Þjóðaróperu í Kópavogi er nú fjarlægur, enda virðist sú aðstaða óþörf takist að klára tónlistarhúsið. En umfram allt verða stjórnvöld að ganga frá eðlilegu viðhaldi á Þjóðleikhúsinu og tryggja að markmiðalýsingar í samningi stjórnenda þess og ráðuneytis haldi. Jafnframt verður að marka stefnu til framtíðar í viðbyggingarmálum hússins.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun