Viðskipti erlent

Olíuverð nálægt methæðum

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarkaðsverð hækkaði um 2,5 prósent í morgun og er nú komið nálægt methæðum á nýjan leik. Þetta er jafnframt þriðji dagurinn í röð sem verðið hækkar.

Ástæða hækkunarinnar nú er vaxandi spenna í samskiptum Ísraelsmanna og Írana ofan á verkfallshótum starfsmanna hjá olíuframleiðslufyrirtækis í Brasilíu. Fyrirtækið framleiðir 80 prósent allrar olíu í landinu.

Ofan á allt saman hafa skæruliðar í Nígeríu enn og aftur gert árásir á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja þar í landi með þeim afleiðingum að dregið hefur úr framleiðslu þar.

Verð á olíu í framvirkum samningum, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 3,45 dali á tunnu og stendur nú í 145 dölum. Verðið fór í tæpa 146 dali á tunnu fyrir um hálfum mánuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×