FH er efst heildarkeppninni eftir fyrri keppnisdaginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Hafnfirðingar hafa forystu bæði í karla og kvennaflokki og hefur því örugga forystu á ÍR sem er í öðru sætinu.
Bergur Ingi Pétursson vann í sleggjukasti, Kristinn Torfason í langstökki, Silja Úlfarsdóttir í 100 og 400 metra hlaupi kvenna og Jón Ásgrímsson í spjótkasti.
Keppni á Laugardalsvellinum hefst aftur klukkan 12:00 á morgun.