Fastir pennar

Pirraður Geir

Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur.

Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta.

Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde.

Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur.

Og illa fyrir kallaður ...

-SER. 

 






×