Bíó og sjónvarp

Alveg til í Alien 5

Hetjan í Aliens-myndunum Sigourney Weaver er alveg til í meira geimskrímslafjör.
Hetjan í Aliens-myndunum Sigourney Weaver er alveg til í meira geimskrímslafjör.
Í OK-tímaritinu breska segist leikkonan Sigourney Weaver alveg vera til í að leika kvenhetjuna Ellen Ripley í enn einni Alien-myndinni. „Ég myndi alveg pottþétt gera það ef Ridley Scott, eða einhver álíka fær leikstjóri, myndi gera myndina og ef hugmyndin væri góð," sagði hún og bætti við að Ridley væri líka alveg til í slaginn. Sigourney var þrítug þegar fyrsta Alien-myndin var gerð árið 1979. Svo kom Aliens árið 1986, Alien 3 árið 1992 og Alien: Resurrection árið 1997. Sigourney segir að hún geti léttilega tekið að sér svona hlutverk, rétt eins og Harrison Ford og Sylvester Stallone sem léku Indian Jones, Rocky og Rambo á sjötugsaldrinum. Sigourney verður 59 ára í október, Stallone er nýorðinn 62 ára og Harrison Ford verður 66 ára á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.