Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni hefur lokið keppni á HM unglinga í frjálsum íþróttum í Bydgoszcz í Pólandi.
Stangarstökks-stangir hans bárust ekki í tæka tíð til Póllands og því gat hann ekki tekið þátt í þeim hluta tugþrautarinnar.
Stangirnar urðu eftir í Þýskalandi en þetta eru mikil vonbrigði fyrir Svein. Hann var í 12. sæti tugþrautarinnar eftir sjöundu grein í morgun, kringlukastið. Hann var í fimmta sæti eftir fyrri dag.