Hverjir sofa? Þorsteinn Pálsson skrifar 5. apríl 2008 07:00 Flutningabílstjórar og eigendur eyðslufrekustu tómstundabíla hafa skipulagt mótmæli að frönskum sið síðustu daga. Enginn hefur komist hjá að taka eftir því. Áhugavert er að greina mismunandi andsvör og viðbrögð við kröfum þeirra og aðgerðum. Þeir sem ógna öryggishagsmunum með mótmælum er lúta að því að lækka eldsneytisgjöld og nota til þess stórvirk atvinnutæki fá í nefið hjá lögreglunni. Hinir sem á sínum tíma ógnuðu öryggishagsmunum með því að festa sig við slík tæki í mótmælum gegn virkjun endurnýjanlegra orkulinda máttu eðlilega þola viðeigandi og hefðbundin handtök lögreglu og ákæruvalds. Athyglisvert er að á Alþingi hefur enginn kallað eftir skýringum á þessari mismunandi aðferðafræði. Engu er líkara en ríkisstjórnin reyni að víkja sér hjá því að svara kröfugerð bílstjóranna. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið við það sitja að vísa til þeirrar stefnu að haga eigi skattlagningu á eldsneyti með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Það er ábyrg afstaða. Framsóknarflokkurinn hefur á hinn bóginn gert kröfur bílstjóranna að einu höfuðatriði í efnahagstillögum sínum sem aukheldur fela í sér annað tekjutap upp á tugi milljarða króna fyrir ríkissjóð. Flutningabílstjórarnir hafa haft það mikið fyrir að gera málstað sinn heyrinkunnan að segja má að þeir eigi rétt á að rökin með og móti lækkun eldsneytisgjalda séu vegin og metin í opinberri umræðu. Að því leyti er ekki unnt að skella skollaeyrum við mótmælum þeirra. Rétt er að skattar eru almennt íþyngjandi bæði fyrir atvinnurekendur og launafólk. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað verulega upp á síðkastið og þyngt bílarekstur fyrirtækja og heimila. Fall krónunnar hefur síðan sömu áhrif á þennan innflutning eins og allan annan. Allt fer þetta á þá vogarskál sem mælir með lækkun eldsneytisgjalda. Á hina vogarskálina kemur að sams konar rök má færa fyrir lækkun gjalda á flest önnur aðföng. Þar að auki eru eldsneytisgjöld lægri hér en í mörgum grannlöndunum. Ofan á það lóð kemur að flestir þeir sem eru hlynntir lækkun eldsneytisgjalda eru líka áhugamenn um að flýta gerð Sundabrautar og fjórföldun akbrauta austur yfir fjall. Þær framkvæmdir kalla á tekjur. Þyngstu lóðin á þessari vogarskál eru síðan þeir brýnu og ríku almannahagsmunir að rekstur ríkissjóðs stuðli að því að jafna viðskiptahalla þjóðarbúsins. Kjarni málsins er sá að viðskiptahallinn kallar á mikinn rekstrarafgang ríkissjóðs eigi krónan ekki að veikjast enn frekar. Þeir sem nú leggja til að veikja rekstrarafkomu ríkissjóðs eru þar af leiðandi að vinna almenningi sama ógagn og þeir spákaupmenn sem tóku stöðu gegn krónunni. Ríkisstjórnin sjálf er ekki alsaklaus í því efni. Formaður Framsóknarflokksins deilir á ríkisstjórnina fyrir sofandahátt. Það er að því leyti réttmæt gagnrýni að hvorki fjármálaráðherra né þingmenn stjórnarflokkanna sýnast nenna að rökræða tillögur hans og sýna fram á að það væri að fljóta sofandi að feigðarósi að gera tekjulækkunar hluta þeirra að veruleika. Vindhani fer oftast nær vel á burst en er að sama skapi ekki góður leiðarvísar í efnahagsmálum. Það væri ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar að veikja stöðu ríkissjóðs við þessar aðstæður. Fyrir því eru gild rök almannahagsmuna. Það er hins vegar elileg krafa að ríkisstjórnin skýri þau út bæði fyrir þrýstihópum utan þings og formanni Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun
Flutningabílstjórar og eigendur eyðslufrekustu tómstundabíla hafa skipulagt mótmæli að frönskum sið síðustu daga. Enginn hefur komist hjá að taka eftir því. Áhugavert er að greina mismunandi andsvör og viðbrögð við kröfum þeirra og aðgerðum. Þeir sem ógna öryggishagsmunum með mótmælum er lúta að því að lækka eldsneytisgjöld og nota til þess stórvirk atvinnutæki fá í nefið hjá lögreglunni. Hinir sem á sínum tíma ógnuðu öryggishagsmunum með því að festa sig við slík tæki í mótmælum gegn virkjun endurnýjanlegra orkulinda máttu eðlilega þola viðeigandi og hefðbundin handtök lögreglu og ákæruvalds. Athyglisvert er að á Alþingi hefur enginn kallað eftir skýringum á þessari mismunandi aðferðafræði. Engu er líkara en ríkisstjórnin reyni að víkja sér hjá því að svara kröfugerð bílstjóranna. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið við það sitja að vísa til þeirrar stefnu að haga eigi skattlagningu á eldsneyti með hliðsjón af umhverfissjónarmiðum. Það er ábyrg afstaða. Framsóknarflokkurinn hefur á hinn bóginn gert kröfur bílstjóranna að einu höfuðatriði í efnahagstillögum sínum sem aukheldur fela í sér annað tekjutap upp á tugi milljarða króna fyrir ríkissjóð. Flutningabílstjórarnir hafa haft það mikið fyrir að gera málstað sinn heyrinkunnan að segja má að þeir eigi rétt á að rökin með og móti lækkun eldsneytisgjalda séu vegin og metin í opinberri umræðu. Að því leyti er ekki unnt að skella skollaeyrum við mótmælum þeirra. Rétt er að skattar eru almennt íþyngjandi bæði fyrir atvinnurekendur og launafólk. Heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur hækkað verulega upp á síðkastið og þyngt bílarekstur fyrirtækja og heimila. Fall krónunnar hefur síðan sömu áhrif á þennan innflutning eins og allan annan. Allt fer þetta á þá vogarskál sem mælir með lækkun eldsneytisgjalda. Á hina vogarskálina kemur að sams konar rök má færa fyrir lækkun gjalda á flest önnur aðföng. Þar að auki eru eldsneytisgjöld lægri hér en í mörgum grannlöndunum. Ofan á það lóð kemur að flestir þeir sem eru hlynntir lækkun eldsneytisgjalda eru líka áhugamenn um að flýta gerð Sundabrautar og fjórföldun akbrauta austur yfir fjall. Þær framkvæmdir kalla á tekjur. Þyngstu lóðin á þessari vogarskál eru síðan þeir brýnu og ríku almannahagsmunir að rekstur ríkissjóðs stuðli að því að jafna viðskiptahalla þjóðarbúsins. Kjarni málsins er sá að viðskiptahallinn kallar á mikinn rekstrarafgang ríkissjóðs eigi krónan ekki að veikjast enn frekar. Þeir sem nú leggja til að veikja rekstrarafkomu ríkissjóðs eru þar af leiðandi að vinna almenningi sama ógagn og þeir spákaupmenn sem tóku stöðu gegn krónunni. Ríkisstjórnin sjálf er ekki alsaklaus í því efni. Formaður Framsóknarflokksins deilir á ríkisstjórnina fyrir sofandahátt. Það er að því leyti réttmæt gagnrýni að hvorki fjármálaráðherra né þingmenn stjórnarflokkanna sýnast nenna að rökræða tillögur hans og sýna fram á að það væri að fljóta sofandi að feigðarósi að gera tekjulækkunar hluta þeirra að veruleika. Vindhani fer oftast nær vel á burst en er að sama skapi ekki góður leiðarvísar í efnahagsmálum. Það væri ábyrgðarleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar að veikja stöðu ríkissjóðs við þessar aðstæður. Fyrir því eru gild rök almannahagsmuna. Það er hins vegar elileg krafa að ríkisstjórnin skýri þau út bæði fyrir þrýstihópum utan þings og formanni Framsóknarflokksins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun