Ég, auðkýfingur Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 30. október 2008 06:30 Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan. Þetta hefði verið svo frábært. Ég hefði fengið 300 millur bara fyrir að byrja í nýju vinnunni. Það er ekkert víst að neinn hefði vælt enda allir orðnir svo samdauna sælunni. Ef einhver hefði vælt hefði ég bara sagst bera rosalega ábyrgð og vera að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Svo hefði forsætisráðherrann bakkað mig upp gegn öfundsjúkum kommadruslum og sagt að hann liggi nú ekki andvaka þótt menn eins og ég sé á þokkalegum launum. Ó heilaga hamingja! Hvar hefði ég byrjað að veltast um í auði mínum? Ég hefði tekið allan pakkann. Einkaþota? Bingó. Dýrasta einbýlishús í Reykjavík hefði ekki verið nógu gott fyrir mig. Ég hefði líka keypt það við hliðina og gert göng á milli. Svo hent öllu út úr báðum og hrúgað dásamlegasta og dýrasta draslinu inn. Upp í sveit, á landi einhvers uppgjafa bændadurgs, hefði ég byggt mér sumarhöll með öllu því sem einu guðdómlegu ofurmenni ber. Ég hefði kannski ekki náð að koma þangað nema einu sinni á ári, en vaktmennirnir hefðu verið á launum allt árið. Ég hefði látið gott af mér leiða með klinkinu. Dælt út risatékkum í listaplebba og veikt pakk. Dorrit og Óli hefðu fengið að hanga utan í mér, og ríkisstjórnin, mærandi mig sem þann Íslandssóma sem ég er. Líf mitt hefði verið þúsund sinnum merkilegra en venjulegs 9-5-stritandi lúða. Ég hefði eiginlega þurft að láta græða á mig aukatyppi til að njóta gæðanna til fulls. Græðgi er góð. Græðgin er eimreiðin sem dregur líf okkur til bjartrar framtíðar. Sjáið þig ekki, öfundsjúka hyski, að brauðmolarnir sem fallið hefðu af gnægtaborði mínu hefðu verið næg ástæða fyrir yfirburðunum? Nú er dimmt yfir að líta. Nýir bankastjórar fá smánarleg laun og láta jafnvel beygja sig til að lækka þau. Riddarar frjálshyggjunnar fara lúpulegir með veggjum. Skríllinn er reiður og heimtar breytingar. Bara einhverjar breytingar. Hvað er að þessu liði? Fékk það ekki flatskjá út á yfirdráttarlánið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan. Þetta hefði verið svo frábært. Ég hefði fengið 300 millur bara fyrir að byrja í nýju vinnunni. Það er ekkert víst að neinn hefði vælt enda allir orðnir svo samdauna sælunni. Ef einhver hefði vælt hefði ég bara sagst bera rosalega ábyrgð og vera að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Svo hefði forsætisráðherrann bakkað mig upp gegn öfundsjúkum kommadruslum og sagt að hann liggi nú ekki andvaka þótt menn eins og ég sé á þokkalegum launum. Ó heilaga hamingja! Hvar hefði ég byrjað að veltast um í auði mínum? Ég hefði tekið allan pakkann. Einkaþota? Bingó. Dýrasta einbýlishús í Reykjavík hefði ekki verið nógu gott fyrir mig. Ég hefði líka keypt það við hliðina og gert göng á milli. Svo hent öllu út úr báðum og hrúgað dásamlegasta og dýrasta draslinu inn. Upp í sveit, á landi einhvers uppgjafa bændadurgs, hefði ég byggt mér sumarhöll með öllu því sem einu guðdómlegu ofurmenni ber. Ég hefði kannski ekki náð að koma þangað nema einu sinni á ári, en vaktmennirnir hefðu verið á launum allt árið. Ég hefði látið gott af mér leiða með klinkinu. Dælt út risatékkum í listaplebba og veikt pakk. Dorrit og Óli hefðu fengið að hanga utan í mér, og ríkisstjórnin, mærandi mig sem þann Íslandssóma sem ég er. Líf mitt hefði verið þúsund sinnum merkilegra en venjulegs 9-5-stritandi lúða. Ég hefði eiginlega þurft að láta græða á mig aukatyppi til að njóta gæðanna til fulls. Græðgi er góð. Græðgin er eimreiðin sem dregur líf okkur til bjartrar framtíðar. Sjáið þig ekki, öfundsjúka hyski, að brauðmolarnir sem fallið hefðu af gnægtaborði mínu hefðu verið næg ástæða fyrir yfirburðunum? Nú er dimmt yfir að líta. Nýir bankastjórar fá smánarleg laun og láta jafnvel beygja sig til að lækka þau. Riddarar frjálshyggjunnar fara lúpulegir með veggjum. Skríllinn er reiður og heimtar breytingar. Bara einhverjar breytingar. Hvað er að þessu liði? Fékk það ekki flatskjá út á yfirdráttarlánið?