Síðustu forvöð: Bókin Þorvaldur Gylfason skrifar 30. október 2008 07:00 Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípamynd af Íslandi. Ritgerðin mín hefst á þessum orðum: „Hrun færeysks efnahagslífs er trúlega einn mesti harmleikur í Vestur-Evrópu á síðari helmingi þessarar aldar. Sjálfstæð þjóð með eigin menningu, sögu og tungu hefur farið svo herfilega að ráði sínu, að við henni virðist nú blasa annaðhvort sjálfstæðissvipting ellegar mun meiri fólksflótti úr eyjunum en orðinn er og skuldabasl langt fram á næstu öld, jafnvel almenn fátækt. Þess eru engin dæmi úr Evrópusögu síðustu áratuga, að frjáls og næstum fullvalda þjóða hafi kallað þvílíka niðurlægingu yfir sjálfa sig. Landsframleiðsla Færeyinga hefur fallið um meira en þriðjung síðan 1989. Á þennan kvarða er efnahagshrun Færeyja svipað umfangs og hrun Sovétríkjanna sálugu á sama tíma." Fúnir innviðirÞessum upphafsorðum fylgir síðan löng lýsing, innblásin af bók Eðvarðs T. Jónssonar og öðrum heimildum, á þeim fúnu innviðum, sem felldu Færeyjar. Ég segi: „Efnahagshrun Færeyja þarf að skoða ekki aðeins í sögulegu samhengi, heldur einnig í samhengi við eðli og innviði þjóðfélagsins.Eðvarð T. Jónsson segir ýmsar sögur af undirferli, spillingu og græðgi ýmissa helztu „máttarstólpa" þjóðfélagsins, manna, sem virtust hegða sér í samræmi við leikreglur samfélagsins, þótt lög væru bersýnilega brotin, en fáir virtust gera sér rellu út af því. Allir vissu allt um alla í svo litlu landi. Enginn getur þótzt ekki hafa vitað, hvernig ástandið var í raun og veru." Síðan er brestunum lýst einum af öðrum: kjördæmaskipan, sem var gróðrarstía hrepparígs á hæsta stigi; ofurvaldi útvegsmanna, sem mærðu frjálsa samkeppni og nærðust á styrkjum; ábyrgðarleysi í stjórnmálum, sem lýsti sér meðal annars í því, að ekki var heil brú í efnahags- eða sjávarútvegsstefnu nokkurs af stjórnmálaflokkunum. Hvar voru þeir?@Megin-Ol Idag 8,3p :Ég spyr í ritgerðinni: „Er eintómri fáfræði um að kenna? Um það segir Eðvarð T. Jónsson: „Efnahagskerfið var fársjúkt, en sjúklingurinn lá í sælli vímu og vissi ekki að neitt alvarlegt amaði að sér fyrr en hann var nánast í andarslitrunum."" ... Ég held áfram: „En læknarnir þá? Hvar voru þeir? - það er að segja hagfræðingarnir. Það er skemmst frá því að segja, að það munu vera tólf hagfræðingar í Færeyjum, þar af níu flokksbundnir. Hinir þrír reyndu að vara almenning og stjórnvöld við efnahagsþróuninni, en þeir voru æptir niður." Í þessari fjórtán ára gömlu ritgerð minni standa einnig þessi orð: „Færeyingar mega þakka sínum sæla fyrir að eiga ekki fullburða seðlabankastofnun, eina með öllu, því að ætli Atli Dam hefði þá ekki verið skipaður seðlabankastjóri?" Atli Dam lögmaður var einmitt höfuðarkitektinn að hruni Færeyja. Afglöp og ofríkiRitgerðinni lýkur svo: „Færeyingum hefur ekki tekizt að búa svo um hnútana í sínu samfélagi, að venjulegt fólk njóti verndar gagnvart afglöpum og ofríki stjórnvalda og sérhagsmunahópa. Saga Færeyja er eins og saga Íslands langt aftur í aldir öðrum þræði saga harðsvíraðra hagsmunahópa, sem mökuðu krókinn á kostnað almennings, fyrst í skjóli almenns sinnuleysis, hjátrúar og fráfræði og síðan í krafti ófullnægjandi löggjafar, leikreglna og stjórnskipanar. Siðferðisþroska þjóðfélags má að miklu leyta ráða af því, hversu vel þegnarnir eru verndaðir hver fyrir öðrum í lögum og leikreglum samfélagsins. Efnahagurinn hlýtur að draga dám af siðferðisþroskanum, þegar öllu er á botninn hvolft."Hremmingum Færeyja lyktaði svo, að Danir lánuðu færeysku landsstjórninni einn milljarð Bandaríkjadala. Það gerir 3,7 milljónir íslenzkra króna á hvert mannsbarn í Færeyjum á verðlagi dagsins í dag. Færeyingar greiddu Dönum skuldina með vöxtum á innan við tíu árum. Kreppan stóð skemur en í tíu ár einnig í þeim skilningi, að 2001 náði landsframleiðsla á mann í Færeyjum fyrra hámarki frá 1993. Aðeins um helmingur fólksins, sem flúði eyjarnar, sneri þó aftur. Færeyingar ættu nú að vera 54 þúsund miðað við fólksfjölgun fyrri ára, en þeir eru nú 49 þúsund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Ég birti fjórða ritgerðasafnið mitt Síðustu forvöð 1995. Þar er endurprentuð ritgerð mín um fjárhagshrun Færeyja frá árinu áður. Kveikjan að ritgerðinni var skínandi góð bók Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns, Hlutskipti Færeyja (1994), þar sem hann lýsir Færeyjum eins og skrípamynd af Íslandi. Ritgerðin mín hefst á þessum orðum: „Hrun færeysks efnahagslífs er trúlega einn mesti harmleikur í Vestur-Evrópu á síðari helmingi þessarar aldar. Sjálfstæð þjóð með eigin menningu, sögu og tungu hefur farið svo herfilega að ráði sínu, að við henni virðist nú blasa annaðhvort sjálfstæðissvipting ellegar mun meiri fólksflótti úr eyjunum en orðinn er og skuldabasl langt fram á næstu öld, jafnvel almenn fátækt. Þess eru engin dæmi úr Evrópusögu síðustu áratuga, að frjáls og næstum fullvalda þjóða hafi kallað þvílíka niðurlægingu yfir sjálfa sig. Landsframleiðsla Færeyinga hefur fallið um meira en þriðjung síðan 1989. Á þennan kvarða er efnahagshrun Færeyja svipað umfangs og hrun Sovétríkjanna sálugu á sama tíma." Fúnir innviðirÞessum upphafsorðum fylgir síðan löng lýsing, innblásin af bók Eðvarðs T. Jónssonar og öðrum heimildum, á þeim fúnu innviðum, sem felldu Færeyjar. Ég segi: „Efnahagshrun Færeyja þarf að skoða ekki aðeins í sögulegu samhengi, heldur einnig í samhengi við eðli og innviði þjóðfélagsins.Eðvarð T. Jónsson segir ýmsar sögur af undirferli, spillingu og græðgi ýmissa helztu „máttarstólpa" þjóðfélagsins, manna, sem virtust hegða sér í samræmi við leikreglur samfélagsins, þótt lög væru bersýnilega brotin, en fáir virtust gera sér rellu út af því. Allir vissu allt um alla í svo litlu landi. Enginn getur þótzt ekki hafa vitað, hvernig ástandið var í raun og veru." Síðan er brestunum lýst einum af öðrum: kjördæmaskipan, sem var gróðrarstía hrepparígs á hæsta stigi; ofurvaldi útvegsmanna, sem mærðu frjálsa samkeppni og nærðust á styrkjum; ábyrgðarleysi í stjórnmálum, sem lýsti sér meðal annars í því, að ekki var heil brú í efnahags- eða sjávarútvegsstefnu nokkurs af stjórnmálaflokkunum. Hvar voru þeir?@Megin-Ol Idag 8,3p :Ég spyr í ritgerðinni: „Er eintómri fáfræði um að kenna? Um það segir Eðvarð T. Jónsson: „Efnahagskerfið var fársjúkt, en sjúklingurinn lá í sælli vímu og vissi ekki að neitt alvarlegt amaði að sér fyrr en hann var nánast í andarslitrunum."" ... Ég held áfram: „En læknarnir þá? Hvar voru þeir? - það er að segja hagfræðingarnir. Það er skemmst frá því að segja, að það munu vera tólf hagfræðingar í Færeyjum, þar af níu flokksbundnir. Hinir þrír reyndu að vara almenning og stjórnvöld við efnahagsþróuninni, en þeir voru æptir niður." Í þessari fjórtán ára gömlu ritgerð minni standa einnig þessi orð: „Færeyingar mega þakka sínum sæla fyrir að eiga ekki fullburða seðlabankastofnun, eina með öllu, því að ætli Atli Dam hefði þá ekki verið skipaður seðlabankastjóri?" Atli Dam lögmaður var einmitt höfuðarkitektinn að hruni Færeyja. Afglöp og ofríkiRitgerðinni lýkur svo: „Færeyingum hefur ekki tekizt að búa svo um hnútana í sínu samfélagi, að venjulegt fólk njóti verndar gagnvart afglöpum og ofríki stjórnvalda og sérhagsmunahópa. Saga Færeyja er eins og saga Íslands langt aftur í aldir öðrum þræði saga harðsvíraðra hagsmunahópa, sem mökuðu krókinn á kostnað almennings, fyrst í skjóli almenns sinnuleysis, hjátrúar og fráfræði og síðan í krafti ófullnægjandi löggjafar, leikreglna og stjórnskipanar. Siðferðisþroska þjóðfélags má að miklu leyta ráða af því, hversu vel þegnarnir eru verndaðir hver fyrir öðrum í lögum og leikreglum samfélagsins. Efnahagurinn hlýtur að draga dám af siðferðisþroskanum, þegar öllu er á botninn hvolft."Hremmingum Færeyja lyktaði svo, að Danir lánuðu færeysku landsstjórninni einn milljarð Bandaríkjadala. Það gerir 3,7 milljónir íslenzkra króna á hvert mannsbarn í Færeyjum á verðlagi dagsins í dag. Færeyingar greiddu Dönum skuldina með vöxtum á innan við tíu árum. Kreppan stóð skemur en í tíu ár einnig í þeim skilningi, að 2001 náði landsframleiðsla á mann í Færeyjum fyrra hámarki frá 1993. Aðeins um helmingur fólksins, sem flúði eyjarnar, sneri þó aftur. Færeyingar ættu nú að vera 54 þúsund miðað við fólksfjölgun fyrri ára, en þeir eru nú 49 þúsund.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun