Þjóðarsálir Karen D. Kjartansdóttir skrifar 13. maí 2008 06:30 Sé eitthvað til í raun og veru sem heitir þjóðarsál, svona fyrir utan útvarpsþáttinn góðkunna, held ég að óhætt sé að segja að sú sál hafi verið nokkuð þjökuð að undanförnu. Fréttir ársins hafa aðallega snúist um gengislækkanir, hrun á fasteignamarkaðinum, árásir illra athafnamanna á íslenskt efnahagslíf, stöðu bankanna og úrræðaleysi Seðlabankans. Slíkar fréttir eru ekki bara slæmar heldur líka svo þungar og leiðinlegar að sál hvaða þjóðar sem er hlýtur að verða ögn niðurdregin við slík tíðindi. Kannski tekur þetta okkur Íslendinga líka sérstaklega þungt þar sem margir hverjir voru farnir að halda að góðærið margrómaða myndi aldrei taka enda. Alltaf yrði gaman að nöldra yfir íslensku okri, segjast ekki eiga neinn pening aukreitis nema fyrir nauðþurftum og því neyðast til að fara til útlanda í verslunarferðir þar sem peningarnir virtust margfaldast vegna þess hve dásamlega hátt gengi var á krónunni gagnvart gjaldmiðlum barbaraþjóða. Um helgina heimsótti ég vinafólk mitt á Bretlandseyjum og komst að því að bresku blöðin og þarlend þjóðarsál eru uppfull af hverdagslegum dapurleika svipuðum þeim og nú herjar á þá íslensku. Þau blöð sem ekki flytja aðeins stöðug tíðindi af holdafari og lýtaaðgerðum raunveruleikaþáttastjarna sögðu í hversdagsfréttum sínum frá því að skattar heimilanna hefðu hækkað firnamikið í tíð Verkamannaflokksins og að fasteignamarkaðurinn væri frosinn, auk þeirra daglegu heimstíðinda að innrásin í Írak hefði verið hið mesta bull og það sannaði sig nú enn betur en í gær. Góðu fréttirnar á Bretlandseyjum voru þær að þar ríkir nú mikil sumarsæla. Sjálf gat ég synt í sjónum, leyft mér að sólbrenna, fundið baugana dofna og horft á gróður skrælna. Neikvæðar raddir segja að slík hamingja sé komin frá mengun mannanna og tilheyrandi loftslagsbreytingum en í tíð leiðinlegra frétta af peningamálum hefur maður ekki nennu til að velta umhverfisáhrifum fyrir sér. Hipparnir í Bandaríkjunum spruttu upp úr einni mestu efnahagslegu uppsveiflu sem þar hefur orðið og sáu því tilgang í því að mæla fyrir friði og sveia efnishyggju. Svipuð staða var uppi á Íslandi þegar Kárahnjúkastífla var í smíðum en í þeirri tíð sem nú ríkir er það skásta í stöðunni að tala um veðrið og þá er betra að hafa veðrið gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Sé eitthvað til í raun og veru sem heitir þjóðarsál, svona fyrir utan útvarpsþáttinn góðkunna, held ég að óhætt sé að segja að sú sál hafi verið nokkuð þjökuð að undanförnu. Fréttir ársins hafa aðallega snúist um gengislækkanir, hrun á fasteignamarkaðinum, árásir illra athafnamanna á íslenskt efnahagslíf, stöðu bankanna og úrræðaleysi Seðlabankans. Slíkar fréttir eru ekki bara slæmar heldur líka svo þungar og leiðinlegar að sál hvaða þjóðar sem er hlýtur að verða ögn niðurdregin við slík tíðindi. Kannski tekur þetta okkur Íslendinga líka sérstaklega þungt þar sem margir hverjir voru farnir að halda að góðærið margrómaða myndi aldrei taka enda. Alltaf yrði gaman að nöldra yfir íslensku okri, segjast ekki eiga neinn pening aukreitis nema fyrir nauðþurftum og því neyðast til að fara til útlanda í verslunarferðir þar sem peningarnir virtust margfaldast vegna þess hve dásamlega hátt gengi var á krónunni gagnvart gjaldmiðlum barbaraþjóða. Um helgina heimsótti ég vinafólk mitt á Bretlandseyjum og komst að því að bresku blöðin og þarlend þjóðarsál eru uppfull af hverdagslegum dapurleika svipuðum þeim og nú herjar á þá íslensku. Þau blöð sem ekki flytja aðeins stöðug tíðindi af holdafari og lýtaaðgerðum raunveruleikaþáttastjarna sögðu í hversdagsfréttum sínum frá því að skattar heimilanna hefðu hækkað firnamikið í tíð Verkamannaflokksins og að fasteignamarkaðurinn væri frosinn, auk þeirra daglegu heimstíðinda að innrásin í Írak hefði verið hið mesta bull og það sannaði sig nú enn betur en í gær. Góðu fréttirnar á Bretlandseyjum voru þær að þar ríkir nú mikil sumarsæla. Sjálf gat ég synt í sjónum, leyft mér að sólbrenna, fundið baugana dofna og horft á gróður skrælna. Neikvæðar raddir segja að slík hamingja sé komin frá mengun mannanna og tilheyrandi loftslagsbreytingum en í tíð leiðinlegra frétta af peningamálum hefur maður ekki nennu til að velta umhverfisáhrifum fyrir sér. Hipparnir í Bandaríkjunum spruttu upp úr einni mestu efnahagslegu uppsveiflu sem þar hefur orðið og sáu því tilgang í því að mæla fyrir friði og sveia efnishyggju. Svipuð staða var uppi á Íslandi þegar Kárahnjúkastífla var í smíðum en í þeirri tíð sem nú ríkir er það skásta í stöðunni að tala um veðrið og þá er betra að hafa veðrið gott.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun