Spock í erlendri hryllingsmynd 30. október 2008 07:00 Rokkararnir í Dr. Spock munu líklega eiga tvö lög í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd í janúar. réttablaðið/arnþór „Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning," segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Bandarísk kona sem tengist myndinni og var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control hérlendis heyrði Dr. Spock spila á Prikinu á Airwaves-hátíðinni og heillaðist undir eins. „Hún sá strax fyrir nákvæmlega senuna í myndinni og hvar þetta átti að vera," segir Óttarr. Lögin sem um er að ræða eru annars vegar Gömlu dansarnir og nýju dansarnir og hins vegar annaðhvort Fálkinn eða Fyrri heimsstyrjöldin og seinni heimsstyrjöldin. Verða þau öll á næstu plötu Dr. Spock sem er væntanleg upp úr miðjum nóvember. Óttarr segist ekki hafa átt von á því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. „Maður er orðinn vanur því að tala við svo marga útlendinga um svo margt á Airwaves og oft kemur ekkert út úr því. Þetta gerðist hins vegar talsvert hraðar en maður er vanur." Hann tekur þó fram að enn sé ekkert í hendi, enda geti hlutirnir verið fljótir að breytast í kvikmyndabransanum. „Við eigum eftir endanlega að skrifa undir samninga og hlutirnir geta enn þá breyst." Gangi þetta eftir verður þetta í fyrsta sinn sem Dr. Spock á lag í erlendri kvikmynd en hér heima hefur hún nýlokið við þátttöku sína í annarri hryllingsmynd, Reykjavík Whale Watching Massacre, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að einn af leikurunum í Boston Girls er Danny Trejo, sem hefur túlkað óþokka í fjölda hasarmynda í gegnum tíðina. Má þar nefna Con Air, From Dusk Till Dawn, Heat og hina væntanlegu Sin City 2. freyr@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þegar gengið fellur skellir maður sér í útflutning," segir Óttarr Proppé, söngvari Dr. Spock. Tvö lög með sveitinni munu líklega hljóma í hryllingsmyndinni Boston Girls sem verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar. Bandarísk kona sem tengist myndinni og var viðstödd ráðstefnuna You Are In Control hérlendis heyrði Dr. Spock spila á Prikinu á Airwaves-hátíðinni og heillaðist undir eins. „Hún sá strax fyrir nákvæmlega senuna í myndinni og hvar þetta átti að vera," segir Óttarr. Lögin sem um er að ræða eru annars vegar Gömlu dansarnir og nýju dansarnir og hins vegar annaðhvort Fálkinn eða Fyrri heimsstyrjöldin og seinni heimsstyrjöldin. Verða þau öll á næstu plötu Dr. Spock sem er væntanleg upp úr miðjum nóvember. Óttarr segist ekki hafa átt von á því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig. „Maður er orðinn vanur því að tala við svo marga útlendinga um svo margt á Airwaves og oft kemur ekkert út úr því. Þetta gerðist hins vegar talsvert hraðar en maður er vanur." Hann tekur þó fram að enn sé ekkert í hendi, enda geti hlutirnir verið fljótir að breytast í kvikmyndabransanum. „Við eigum eftir endanlega að skrifa undir samninga og hlutirnir geta enn þá breyst." Gangi þetta eftir verður þetta í fyrsta sinn sem Dr. Spock á lag í erlendri kvikmynd en hér heima hefur hún nýlokið við þátttöku sína í annarri hryllingsmynd, Reykjavík Whale Watching Massacre, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þess má geta að einn af leikurunum í Boston Girls er Danny Trejo, sem hefur túlkað óþokka í fjölda hasarmynda í gegnum tíðina. Má þar nefna Con Air, From Dusk Till Dawn, Heat og hina væntanlegu Sin City 2. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira