Í spíks gúdd hingliss Einar Már Jónsson skrifar 29. október 2008 05:30 Fyrir nokkru bárust út þau tíðindi af hinum umsvifamikla franska utanríkisráðherra Bernard Kouchner, að hann hefði lýst því yfir í viðtali við blaðið „Haaretz", að Íranar myndu aldrei eignast kjarnorkuvopn því áður en til nokkurs slíks kæmi myndu Ísraelsmenn „éta Íran". Þessi orð vöktu allmikla athygli um víða veröld, ýmsir höfðu áður látið sér detta í hug að Ísraelsmenn kynnu að gera sprengjuárásir á Íran en enginn hafði ímyndað sér að þeir myndu leggja landið sér til munns, enda hætt við að það yrði nokkuð stór sandkökusneið og stæði föst í hálsinum á mörgum. Öðrum mönnum og raunsærri fannst franski ráðherrann vera orðinn nokkuð djarftækur í sínum myndhvörfum, og brutu þeir nú heilann um það hvað hann hefði ætlað að gefa í skyn með þeim. En skömmu síðar kom sannleikurinn í ljós, ráðherrann hafði sem sé, eins og blaðamenn sögðu, orðið hinu skelfilega „enska h-i" að bráð, hann hafði ætlað að segja að Ísraelsmenn myndu ljósta Íran með sprengjum og notað ensku sögnina „hit", en þegar hann bar það fram með sínum franska framburði heyrðu viðmælendur hans það og skildu sem „eat". Þessi atburður mun svo sem ekki vera einsdæmi, þetta hryllilega „enska h", eins og Frakkar segja, hefur þeim löngum verið óleysanlegt vandamál og ævarandi martröð, og finnst þeim stundum að með því hafi „hin svikula Albion" (en þannig kalla Frakkar stundum England og Englendinga) lagt sig í líma við að hrella úr þeim vitið. Nú er það að vísu ekki rétt að Frakkar geti ekki borið það fram, því „h", hvort sem það er enskt eða íslenskt, er ekki annað en blástur, og hver maður getur að vísu blásið þangað til hann geispar golunni, en það er eins og þau undarlegu álög hvíli á Fransmönnum að þegar þeim takist að anda frá sér „h-i" sé það aldrei á réttum stöðum. Þannig segja þeir t.d. „I it hit", eða „"hi it it" eða þá kannske „hi hit hit", en nánast aldrei nema fyrir eitthvert kraftaverk „I hit it", sem telst rétt og Englendingar geta skilið. Þetta finnst mönnum kannske smáatriði, en af því hefur stundum sprottið upp alvarlegur misskilningur gegnum tíðina, þetta er eitt af þeim atriðum sem valda því hve mönnum fyrir norðan og sunnan Ermarsunds gengur illa að skilja hvorir aðra, og eru orð Bernards Kouchner, sem menn gátu ekki túlkað öðru vísi en sem yfirlýsingu um matarvenjur Ísraelsmanna, aðeins síðasta dæmið í langri röð. Mönnum er það t.d. minnisstætt, að þegar frú de Gaulle var einhvern tíma spurð að því í Englandi, í einhverju mjög svo virðulegu samkvæmi, hvað henni fyndist persónulega mikilvægast í lífinu ætlaði hún að segja „happiness", en hún hnaut illilega um þetta viðsjálverða „enska h" svo úr því varð „a penis". Hætt var við að þetta gæfi nokkuð ranga mynd af lífsviðhorfum hinnar rammkaþólsku og dyggðum prýddu frönsku forsetafrúar, en það dró tæplegast nokkurn diplómatískan dilk á eftir sér. Öðru máli gegnir þegar það er utanríkisráðherra sem á í hlut, þá getur hinn allra minnsti fótaskortur á tungunni valdið stóru falli. Þess er minnst í frönskum bókum að eitt sinn riðuðu Frakkar og Englendingar á barmi styrjaldar vegna misskilnings út af einu orði sem hafði reyndar ekki með öllu ólíka merkingu í tungumálum þeirra en talsvert mismunandi blæbrigði, það var sögnin „demander" á frönsku sem þýðir að „biðja" og þá gjarna nokkuð kurteislega, þar sem samsvarandi sögn á ensku þýðir að „krefjast", kannske með nokkrum þjósti. Á sama hátt gæti misskilningur varðandi borðsiði orðið alvarlegur. Nú verður seint sagt um Bernard Kouchner utanríkisráðherra að hann skorti loft, enda hefur jafnan mikið um hann gustað og frá honum. Hann var upphaflega framámaður í alþjóðlegum hjálparsamtökum og gjarnan mjög í fréttunum vegna þess hve mjög hann kunni að beita á móti vindi, ekki síst ef sjónvarpsmenn voru í grenndinni. Síðan gekk hann í sósíalistaflokkinn og gerðist einn af þeim kratabroddum sem mest næddi um, en þegar vindáttin breyttist í frönskum stjórnmálum við valdatöku Sarkozys kúventi hann haglega og barst þá strax með blænum upp í utanríkisráðherrastól. Síðan hafa sviptivindar heimsmálanna feykt honum víða með beggjaskautabyr, og blæs hann frá sér yfirlýsingum hvar sem hann kemur. Nú rifja fjölmiðlar gjarnan upp vísdómsorð þau sem hann andaði frá sér í áðurnefndu viðtali við „Haaretz" um þá aðferð sem ætti að beita við Írana: „Það á að tala, tala, tala, bjóða upp á viðræður, refsiaðgerðir, refsiaðgerðir, refsiaðgerðir". Þetta þótti spaklega mælt, en eftir ófarir ráðherrans með „enska h-ið" finnst mönnum kannske að það sé ekki alveg nóg að kunna að blása, það verði menn að gera á réttum stöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Fyrir nokkru bárust út þau tíðindi af hinum umsvifamikla franska utanríkisráðherra Bernard Kouchner, að hann hefði lýst því yfir í viðtali við blaðið „Haaretz", að Íranar myndu aldrei eignast kjarnorkuvopn því áður en til nokkurs slíks kæmi myndu Ísraelsmenn „éta Íran". Þessi orð vöktu allmikla athygli um víða veröld, ýmsir höfðu áður látið sér detta í hug að Ísraelsmenn kynnu að gera sprengjuárásir á Íran en enginn hafði ímyndað sér að þeir myndu leggja landið sér til munns, enda hætt við að það yrði nokkuð stór sandkökusneið og stæði föst í hálsinum á mörgum. Öðrum mönnum og raunsærri fannst franski ráðherrann vera orðinn nokkuð djarftækur í sínum myndhvörfum, og brutu þeir nú heilann um það hvað hann hefði ætlað að gefa í skyn með þeim. En skömmu síðar kom sannleikurinn í ljós, ráðherrann hafði sem sé, eins og blaðamenn sögðu, orðið hinu skelfilega „enska h-i" að bráð, hann hafði ætlað að segja að Ísraelsmenn myndu ljósta Íran með sprengjum og notað ensku sögnina „hit", en þegar hann bar það fram með sínum franska framburði heyrðu viðmælendur hans það og skildu sem „eat". Þessi atburður mun svo sem ekki vera einsdæmi, þetta hryllilega „enska h", eins og Frakkar segja, hefur þeim löngum verið óleysanlegt vandamál og ævarandi martröð, og finnst þeim stundum að með því hafi „hin svikula Albion" (en þannig kalla Frakkar stundum England og Englendinga) lagt sig í líma við að hrella úr þeim vitið. Nú er það að vísu ekki rétt að Frakkar geti ekki borið það fram, því „h", hvort sem það er enskt eða íslenskt, er ekki annað en blástur, og hver maður getur að vísu blásið þangað til hann geispar golunni, en það er eins og þau undarlegu álög hvíli á Fransmönnum að þegar þeim takist að anda frá sér „h-i" sé það aldrei á réttum stöðum. Þannig segja þeir t.d. „I it hit", eða „"hi it it" eða þá kannske „hi hit hit", en nánast aldrei nema fyrir eitthvert kraftaverk „I hit it", sem telst rétt og Englendingar geta skilið. Þetta finnst mönnum kannske smáatriði, en af því hefur stundum sprottið upp alvarlegur misskilningur gegnum tíðina, þetta er eitt af þeim atriðum sem valda því hve mönnum fyrir norðan og sunnan Ermarsunds gengur illa að skilja hvorir aðra, og eru orð Bernards Kouchner, sem menn gátu ekki túlkað öðru vísi en sem yfirlýsingu um matarvenjur Ísraelsmanna, aðeins síðasta dæmið í langri röð. Mönnum er það t.d. minnisstætt, að þegar frú de Gaulle var einhvern tíma spurð að því í Englandi, í einhverju mjög svo virðulegu samkvæmi, hvað henni fyndist persónulega mikilvægast í lífinu ætlaði hún að segja „happiness", en hún hnaut illilega um þetta viðsjálverða „enska h" svo úr því varð „a penis". Hætt var við að þetta gæfi nokkuð ranga mynd af lífsviðhorfum hinnar rammkaþólsku og dyggðum prýddu frönsku forsetafrúar, en það dró tæplegast nokkurn diplómatískan dilk á eftir sér. Öðru máli gegnir þegar það er utanríkisráðherra sem á í hlut, þá getur hinn allra minnsti fótaskortur á tungunni valdið stóru falli. Þess er minnst í frönskum bókum að eitt sinn riðuðu Frakkar og Englendingar á barmi styrjaldar vegna misskilnings út af einu orði sem hafði reyndar ekki með öllu ólíka merkingu í tungumálum þeirra en talsvert mismunandi blæbrigði, það var sögnin „demander" á frönsku sem þýðir að „biðja" og þá gjarna nokkuð kurteislega, þar sem samsvarandi sögn á ensku þýðir að „krefjast", kannske með nokkrum þjósti. Á sama hátt gæti misskilningur varðandi borðsiði orðið alvarlegur. Nú verður seint sagt um Bernard Kouchner utanríkisráðherra að hann skorti loft, enda hefur jafnan mikið um hann gustað og frá honum. Hann var upphaflega framámaður í alþjóðlegum hjálparsamtökum og gjarnan mjög í fréttunum vegna þess hve mjög hann kunni að beita á móti vindi, ekki síst ef sjónvarpsmenn voru í grenndinni. Síðan gekk hann í sósíalistaflokkinn og gerðist einn af þeim kratabroddum sem mest næddi um, en þegar vindáttin breyttist í frönskum stjórnmálum við valdatöku Sarkozys kúventi hann haglega og barst þá strax með blænum upp í utanríkisráðherrastól. Síðan hafa sviptivindar heimsmálanna feykt honum víða með beggjaskautabyr, og blæs hann frá sér yfirlýsingum hvar sem hann kemur. Nú rifja fjölmiðlar gjarnan upp vísdómsorð þau sem hann andaði frá sér í áðurnefndu viðtali við „Haaretz" um þá aðferð sem ætti að beita við Írana: „Það á að tala, tala, tala, bjóða upp á viðræður, refsiaðgerðir, refsiaðgerðir, refsiaðgerðir". Þetta þótti spaklega mælt, en eftir ófarir ráðherrans með „enska h-ið" finnst mönnum kannske að það sé ekki alveg nóg að kunna að blása, það verði menn að gera á réttum stöðum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun