Eldflaug og eldfjall Einar Mar Jónsson skrifar 8. október 2008 03:00 Kannske kemur það einhverjum á óvart sem ekki er innvígður í leyndardóma menningarlífsins í París, en fyrir skömmu tók vikuritið „Le Nouvel Observateur" að sér að auglýsa á netinu útvarpsþátt, þar sem heimspekingar, rithöfundar og blaðamenn áttu að upplýsa hlustendur um hinn glæsta persónuleika Jean Daniels, sem er einmitt einn af stofnendum og ritstjóri þess hins sama vikurits. Og beðið var um viðbrögð lesenda. Eitt af þeim tölvuskeytum sem vikuritið fékk var á þessa leið: „Í hvert skipti sem ég les ritsmíðar Jean Daniels hef ég þá tilfinningu að ég sé kominn upp í eldflaug og sjái þar yfir allar víddir heimsins. Jean Daniel er vor Pic de la Mirandole." ( Pic de la Mirandole var ítalskur heimspekingur á endurreisnartímanum, frægur m.a. fyrir víðfeðmi þekkingar sinnar, en hér er líka falinn orðaleikur því „pic" þýðir „fjallstindur" á frönsku). Annað hljóðaði svo: „Þrátt fyrir alla þá vináttu og aðdáun sem Jean Daniel hefur verið sýnd, hefur honum tekist að vera áfram hógvær og lítillátur. Þetta ber að lofa, svo sjaldgæft er það í veröldinni." Alls voru ein fjörutíu og sex tölvuskeyti í þessum sama anda. Fljótt á lítið er þetta nokkurn veginn í þeim stíl sem menningarpáfar Parísar viðhafa þegar þeir skrifa hver um annan, og hljómar að því er virðist ákaflega sætlega í þeirra eyrum. En hér liggur þó hornsíli undir steini, með nokkuð beittan sting, því í þessum tölvuskeytum er fimlega laumast yfir þau hárfínu skil þar sem lof breytist í oflof og síðan í hið eitraðasta háð. Og eins og dagblaðið „Le Monde" gat upplýst lesendur sína var á bak við þessi tölvuskeyti einhver hópur manna sem nefna sig „les Fatals flatteurs", en það mætti kannske þýða á íslensku sem „loftungurnar banvænu" eða þá „örlagasmjaðrararnir". Í nokkurs konar „stefnuyfirlýsingu" sögðu þessir huldumenn: „Í menningar- og fjölmiðlaheiminum, sem einkennist af sjálfumgleði, eru þeir fáir sem standast fagurgalann." Þegar einhver af þeim menningarvitum sem nú eru mest í tísku upphefur sína raust í einhverjum fjölmiðli laumast þeir því inn á heimasíðu þess hins sama miðils eða einhverja blaðursíðu aðra með yfirgengilegt skjall og lofsöngva, eða þeir bera upp spurningar sem eru eins heimskulegar og þýlyndislegar og auðið er. Í miðri styrjöldinni í Georgíu gat Alain Minc, rithöfundur, ráðunautur og allt sem nöfnum tjáir að nefna, ekki á sér setið að láta ljós sitt skína á síðum dagblaðsins „Libération" um þessa alvarlegu atburði. Þá heyrðist í einum „örlagasmjaðraranum": „Heilabú Alain Mincs er eins og gjósandi eldfjall. Þessi maður er einstakt fyrirbæri. Hvenær verður gerð kvikmynd um Alain Minc?" Og annar tók undir í Hollandi: „Alain Minc er hugmyndasmiðja út af fyrir sig. Í Hollandi minnir hann oft á okkar fræga Spinoza. Stundum veltum við því fyrir okkur hvort það sé ekki Spinoza sem hafi lesið Alain Minc." Þessi orðaskipti geta farið inn á óvæntar brautir. Ein af „loftungunum banvænu" sendi öðrum stofnanda og ritstjóra „Le Nouvel Observateur" þessa spurningu: „Verður tímarit ykkar þess megnugt að vera áfram eyland sjálfstæðis og gagnrýnnar sýnar á heiminum, sem byggist á gildum upplýsingastefnunnar og setur markið einstaklega hátt í mannviti og stíl ..." Og svo undarlega brá við að ritstjórinn tók þetta galimatias í fúlustu alvöru og hann svaraði: „Það er svo sem ekki auðvelt, en með hæfileikum blaðamannanna og hjálp lesendanna mun okkur takast það." Kannske hafa aðrir menningarvitar brugðist við á svipaðan hátt, þótt það hafi ekki spurst. Blaðamaður „Le Monde" reyndi að ná tali af þessum sprelligosum franska menningarlífsins en fékk það svar að þeir gæfu aldrei nein viðtöl „jafnvel ekki við blað sem helgar sig jafn einlæglega þjónustunni við sannleikann og „Le Monde" gerir". Hann skildi þó að minnsta kosti sneiðina. En ýmislegt gat blaðamaðurinn fiskað upp þótt ekkert gæti orðið af viðtalinu. Hann komst t.d. að því að „loftungurnar banvænu" eru nú í óða önn að safna nýjum baráttumönnum og ekki nóg með það heldur eru þeir að setja á stofn deildir í öðrum löndum sem ganga undir skammstöfuninni „BIFF" (sem sé „Alþjóðasveitir örlagasmjaðraranna"). Kannske má búast við því að svo fari að þeir skjóti upp kollinum á Íslandi áður en langt um líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Kannske kemur það einhverjum á óvart sem ekki er innvígður í leyndardóma menningarlífsins í París, en fyrir skömmu tók vikuritið „Le Nouvel Observateur" að sér að auglýsa á netinu útvarpsþátt, þar sem heimspekingar, rithöfundar og blaðamenn áttu að upplýsa hlustendur um hinn glæsta persónuleika Jean Daniels, sem er einmitt einn af stofnendum og ritstjóri þess hins sama vikurits. Og beðið var um viðbrögð lesenda. Eitt af þeim tölvuskeytum sem vikuritið fékk var á þessa leið: „Í hvert skipti sem ég les ritsmíðar Jean Daniels hef ég þá tilfinningu að ég sé kominn upp í eldflaug og sjái þar yfir allar víddir heimsins. Jean Daniel er vor Pic de la Mirandole." ( Pic de la Mirandole var ítalskur heimspekingur á endurreisnartímanum, frægur m.a. fyrir víðfeðmi þekkingar sinnar, en hér er líka falinn orðaleikur því „pic" þýðir „fjallstindur" á frönsku). Annað hljóðaði svo: „Þrátt fyrir alla þá vináttu og aðdáun sem Jean Daniel hefur verið sýnd, hefur honum tekist að vera áfram hógvær og lítillátur. Þetta ber að lofa, svo sjaldgæft er það í veröldinni." Alls voru ein fjörutíu og sex tölvuskeyti í þessum sama anda. Fljótt á lítið er þetta nokkurn veginn í þeim stíl sem menningarpáfar Parísar viðhafa þegar þeir skrifa hver um annan, og hljómar að því er virðist ákaflega sætlega í þeirra eyrum. En hér liggur þó hornsíli undir steini, með nokkuð beittan sting, því í þessum tölvuskeytum er fimlega laumast yfir þau hárfínu skil þar sem lof breytist í oflof og síðan í hið eitraðasta háð. Og eins og dagblaðið „Le Monde" gat upplýst lesendur sína var á bak við þessi tölvuskeyti einhver hópur manna sem nefna sig „les Fatals flatteurs", en það mætti kannske þýða á íslensku sem „loftungurnar banvænu" eða þá „örlagasmjaðrararnir". Í nokkurs konar „stefnuyfirlýsingu" sögðu þessir huldumenn: „Í menningar- og fjölmiðlaheiminum, sem einkennist af sjálfumgleði, eru þeir fáir sem standast fagurgalann." Þegar einhver af þeim menningarvitum sem nú eru mest í tísku upphefur sína raust í einhverjum fjölmiðli laumast þeir því inn á heimasíðu þess hins sama miðils eða einhverja blaðursíðu aðra með yfirgengilegt skjall og lofsöngva, eða þeir bera upp spurningar sem eru eins heimskulegar og þýlyndislegar og auðið er. Í miðri styrjöldinni í Georgíu gat Alain Minc, rithöfundur, ráðunautur og allt sem nöfnum tjáir að nefna, ekki á sér setið að láta ljós sitt skína á síðum dagblaðsins „Libération" um þessa alvarlegu atburði. Þá heyrðist í einum „örlagasmjaðraranum": „Heilabú Alain Mincs er eins og gjósandi eldfjall. Þessi maður er einstakt fyrirbæri. Hvenær verður gerð kvikmynd um Alain Minc?" Og annar tók undir í Hollandi: „Alain Minc er hugmyndasmiðja út af fyrir sig. Í Hollandi minnir hann oft á okkar fræga Spinoza. Stundum veltum við því fyrir okkur hvort það sé ekki Spinoza sem hafi lesið Alain Minc." Þessi orðaskipti geta farið inn á óvæntar brautir. Ein af „loftungunum banvænu" sendi öðrum stofnanda og ritstjóra „Le Nouvel Observateur" þessa spurningu: „Verður tímarit ykkar þess megnugt að vera áfram eyland sjálfstæðis og gagnrýnnar sýnar á heiminum, sem byggist á gildum upplýsingastefnunnar og setur markið einstaklega hátt í mannviti og stíl ..." Og svo undarlega brá við að ritstjórinn tók þetta galimatias í fúlustu alvöru og hann svaraði: „Það er svo sem ekki auðvelt, en með hæfileikum blaðamannanna og hjálp lesendanna mun okkur takast það." Kannske hafa aðrir menningarvitar brugðist við á svipaðan hátt, þótt það hafi ekki spurst. Blaðamaður „Le Monde" reyndi að ná tali af þessum sprelligosum franska menningarlífsins en fékk það svar að þeir gæfu aldrei nein viðtöl „jafnvel ekki við blað sem helgar sig jafn einlæglega þjónustunni við sannleikann og „Le Monde" gerir". Hann skildi þó að minnsta kosti sneiðina. En ýmislegt gat blaðamaðurinn fiskað upp þótt ekkert gæti orðið af viðtalinu. Hann komst t.d. að því að „loftungurnar banvænu" eru nú í óða önn að safna nýjum baráttumönnum og ekki nóg með það heldur eru þeir að setja á stofn deildir í öðrum löndum sem ganga undir skammstöfuninni „BIFF" (sem sé „Alþjóðasveitir örlagasmjaðraranna"). Kannske má búast við því að svo fari að þeir skjóti upp kollinum á Íslandi áður en langt um líður.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun