Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland kauphallarinnar: V-laga efnahagshorfur 31. desember 2008 00:01 Þórður Friðjónsson Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót. Þegar horft er til efnahagsmála fer varla á milli mála að flestir Íslendingar munu minnast ársins 2008 með hryllingi í huga. Þetta ár markaði upphafið á bankakreppu sem á sér engin fordæmi meðal þróaðra þjóða. Í árslok blasir við ein dýpsta kreppa sem landsmenn hafa upplifað. Spáð er að landsframleiðslan dragist saman um 10 prósent eða svo á næstu tveimur árum, langmest á árinu sem í hönd fer. Svo mikill samdráttur hefur ekki hrjáð þjóðarbúskapinn frá síldarkreppunni á árunum 1967-1969. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8 prósent og þjóðartekjur um 12 prósent. Eins og nafnið bendir til var ástæðan hrun síldarstofnsins en reyndar féll einnig verðlag á sjávarafurðum stórlega. Eins og gefur að skilja var kreppan fyrir 40 árum erfið. Til marks um það myndaðist mikið atvinnuleysi, fólk flýði land og margir áttu um sárt að binda. Það hjálpaði á þessum tíma að ástæður hremminganna voru augljósar. Náttúruöflin voru þar að verki og ytri aðstæður. Nú er hins vegar sökin að hluta okkar sjálfra, þótt vissulega leiki alþjóðleg fjármálakreppa þar líka stórt hlutverk. Þetta hefur leitt til þjóðfélagslegra átaka sem reyna mikið á þjóðina. „Pappírskreppa“En kreppan fyrir fjórum áratugum var ekki langvinn; okkur tókst að vinna okkur út úr henni á skömmum tíma. Skilyrðin til að ná bata við núverandi aðstæður eru ekki lakari en þá. Raunhagkerfið er sterkt þótt peningakerfið sé í molum og traustið til landsins lítið. Einn vina minna sagði nýlega: „Þetta er pappírskreppa“. Þá var hann ekki að gera lítið úr þrengingunum heldur benda á að nú væri vandinn annar. Rætur fyrri samdráttarskeiða hafa ávallt legið í lækkun útflutningstekna og/eða rýrnun viðskiptakjara. Nú er þetta pappír og aftur pappír, excel skjöl með talnaröðum, sem þarf að greiða úr. Afkastageta þjóðarbúsins er lítið skert – og verðmætasköpunin er það sem mestu máli skiptir. Verkefnið er vissulega stórt en með skynsemi og yfirvegun eigum við að geta komið okkur á réttan kjöl fyrr en varir. Lítum nánar á tölur og staðreyndir. Þegar landsframleiðslan verður minnst samkvæmt spám verður hún engu að síður meiri en hún var 2005 – og var það talið gott ár, satt að segja það besta í sögu lýðveldisins fram að þeim tíma. Við má bæta að meðalhagvöxtur fyrir fimmtán ára tímabilið 1996-2010 verður 3,1 prósent (áætlun IMF fyrir 2009 og 2010). Þetta er töluvert meiri meðalvöxtur en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu á sama tíma. Af þessu má sjá að við erum með góðan efnivið í höndunum en það er að sjálfsögðu undir okkur komið hvernig við vinnum úr honum. Nú kann einhver að spyrja hvort þetta sé ekki bara leikur að tölum og rifja upp söguna af manninum sem var með annan fótinn í sjóðandi heitu vatni og hinn í ísköldu vatni. Að meðaltali hafði hann það gott, eins og sagt er, að meðaltali var vatnið þægilega heitt, rétt eins og í heitum potti í Laugardalnum, en samt var maðurinn illa haldinn. En hvers vegna í ósköpunum var hann að koma sér í þessar aðstæður? Og hvers vegna í ósköpunum að gerði hann ekkert í málunum fyrst svona var komið? Markaðsbúskapur og EvrópusambandiðHvað getum við gert við þessar hallærislegu aðstæður sem efnahagsmálin eru komin í? Við þurfum að endurvinna traust og endurskipuleggja hagkerfið. Ég er þeirrar skoðunar að þrennt skipti mestu máli: 1) Markaðsbúskap þarf að koma á að nýju og sú umbreyting þarf að gerast hratt. Ég tel að við eigum að setja okkur það markmið að hafa lokið þessari umbreytingu fyrir árslok 2010. Í því felst að selja verður sem fyrst nýju ríkisfyrirtækin og koma þeim og „eigendalausum“ fyrirtækjum sem fyrst í hendurnar á framtíðareigendum. Þetta ræður miklu um framleiðni þjóðarbúsins og á henni velta lífskjörin þegar allt kemur til alls. 2) Umgjörð og regluverk um atvinnu- og viðskiptalífið þarf að endurbæta í ljósi þeirra mistaka sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Í því sambandi er brýnt að taka mið af því sem aðrar þjóðir gera vegna fjármálakreppunnar í heiminum og jafnframt gæta að sérkennum Íslands. 3) Evrópusambandið og í kjölfarið upptaka evru felur að mínu viti í sér hagfelldari framtíðarskipan peninga- og gengismála en aðrir kostir. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er áhættusöm og endurreisn krónunnar er trauðla raunhæfur kostur eftir allt sem á hefur dunið. Ég tel því að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort við náum samningum sem byggja meðal annars á að við ráðum áfram auðlindum okkar. Það gefur augaleið að það eru mörg önnur úrlausnarefni, ekki síst sem varða félagsmál, skiptingu þjóðartekna og fleira. Í ljósi þess hversu djúp kreppan verður sem við blasir verður vandasamt að finna sanngjarnar og skynsamlegar lausnir á þeim vettvangi. En breiðu línurnar í endurreisn efnahagslífsins hljóta að mínu viti að hvíla á framangreindum þremur atriðum. Árangurinn fer eftir því hvernig okkur tekst til – þar veldur hver á heldur. Á þessum forsendum tel ég að við getum tryggt V-laga hagsveiflu sem felur í sér að efnahagslífið verði búið að ná sér á strik í lok árs 2010. Næstu árin þar á eftir ætti hagvöxtur að geta verið ríflega vöxturinn í Bandaríkjunum og Evrópu eins og hingað til. Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hvernig verður árið 2009 – og næstu árin þar á eftir? Hvernig mun okkur takast að greiða úr þeirri fjármálaflækju sem lamar efnahags- og þjóðlífið um þessar mundir? Verður hagsveiflan „V-laga“, eins og við eigum að venjast, eða verður hún L-laga, þ. e. djúp og í kjölfarið stöðnun um árabil? Er að vonum að við spyrjum okkur spurninga af þessu tagi við þær harðskafalegu aðstæður sem ríkja um þessi áramót. Þegar horft er til efnahagsmála fer varla á milli mála að flestir Íslendingar munu minnast ársins 2008 með hryllingi í huga. Þetta ár markaði upphafið á bankakreppu sem á sér engin fordæmi meðal þróaðra þjóða. Í árslok blasir við ein dýpsta kreppa sem landsmenn hafa upplifað. Spáð er að landsframleiðslan dragist saman um 10 prósent eða svo á næstu tveimur árum, langmest á árinu sem í hönd fer. Svo mikill samdráttur hefur ekki hrjáð þjóðarbúskapinn frá síldarkreppunni á árunum 1967-1969. Þá dróst landsframleiðslan saman um 8 prósent og þjóðartekjur um 12 prósent. Eins og nafnið bendir til var ástæðan hrun síldarstofnsins en reyndar féll einnig verðlag á sjávarafurðum stórlega. Eins og gefur að skilja var kreppan fyrir 40 árum erfið. Til marks um það myndaðist mikið atvinnuleysi, fólk flýði land og margir áttu um sárt að binda. Það hjálpaði á þessum tíma að ástæður hremminganna voru augljósar. Náttúruöflin voru þar að verki og ytri aðstæður. Nú er hins vegar sökin að hluta okkar sjálfra, þótt vissulega leiki alþjóðleg fjármálakreppa þar líka stórt hlutverk. Þetta hefur leitt til þjóðfélagslegra átaka sem reyna mikið á þjóðina. „Pappírskreppa“En kreppan fyrir fjórum áratugum var ekki langvinn; okkur tókst að vinna okkur út úr henni á skömmum tíma. Skilyrðin til að ná bata við núverandi aðstæður eru ekki lakari en þá. Raunhagkerfið er sterkt þótt peningakerfið sé í molum og traustið til landsins lítið. Einn vina minna sagði nýlega: „Þetta er pappírskreppa“. Þá var hann ekki að gera lítið úr þrengingunum heldur benda á að nú væri vandinn annar. Rætur fyrri samdráttarskeiða hafa ávallt legið í lækkun útflutningstekna og/eða rýrnun viðskiptakjara. Nú er þetta pappír og aftur pappír, excel skjöl með talnaröðum, sem þarf að greiða úr. Afkastageta þjóðarbúsins er lítið skert – og verðmætasköpunin er það sem mestu máli skiptir. Verkefnið er vissulega stórt en með skynsemi og yfirvegun eigum við að geta komið okkur á réttan kjöl fyrr en varir. Lítum nánar á tölur og staðreyndir. Þegar landsframleiðslan verður minnst samkvæmt spám verður hún engu að síður meiri en hún var 2005 – og var það talið gott ár, satt að segja það besta í sögu lýðveldisins fram að þeim tíma. Við má bæta að meðalhagvöxtur fyrir fimmtán ára tímabilið 1996-2010 verður 3,1 prósent (áætlun IMF fyrir 2009 og 2010). Þetta er töluvert meiri meðalvöxtur en í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu á sama tíma. Af þessu má sjá að við erum með góðan efnivið í höndunum en það er að sjálfsögðu undir okkur komið hvernig við vinnum úr honum. Nú kann einhver að spyrja hvort þetta sé ekki bara leikur að tölum og rifja upp söguna af manninum sem var með annan fótinn í sjóðandi heitu vatni og hinn í ísköldu vatni. Að meðaltali hafði hann það gott, eins og sagt er, að meðaltali var vatnið þægilega heitt, rétt eins og í heitum potti í Laugardalnum, en samt var maðurinn illa haldinn. En hvers vegna í ósköpunum var hann að koma sér í þessar aðstæður? Og hvers vegna í ósköpunum að gerði hann ekkert í málunum fyrst svona var komið? Markaðsbúskapur og EvrópusambandiðHvað getum við gert við þessar hallærislegu aðstæður sem efnahagsmálin eru komin í? Við þurfum að endurvinna traust og endurskipuleggja hagkerfið. Ég er þeirrar skoðunar að þrennt skipti mestu máli: 1) Markaðsbúskap þarf að koma á að nýju og sú umbreyting þarf að gerast hratt. Ég tel að við eigum að setja okkur það markmið að hafa lokið þessari umbreytingu fyrir árslok 2010. Í því felst að selja verður sem fyrst nýju ríkisfyrirtækin og koma þeim og „eigendalausum“ fyrirtækjum sem fyrst í hendurnar á framtíðareigendum. Þetta ræður miklu um framleiðni þjóðarbúsins og á henni velta lífskjörin þegar allt kemur til alls. 2) Umgjörð og regluverk um atvinnu- og viðskiptalífið þarf að endurbæta í ljósi þeirra mistaka sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Í því sambandi er brýnt að taka mið af því sem aðrar þjóðir gera vegna fjármálakreppunnar í heiminum og jafnframt gæta að sérkennum Íslands. 3) Evrópusambandið og í kjölfarið upptaka evru felur að mínu viti í sér hagfelldari framtíðarskipan peninga- og gengismála en aðrir kostir. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er áhættusöm og endurreisn krónunnar er trauðla raunhæfur kostur eftir allt sem á hefur dunið. Ég tel því að við eigum að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort við náum samningum sem byggja meðal annars á að við ráðum áfram auðlindum okkar. Það gefur augaleið að það eru mörg önnur úrlausnarefni, ekki síst sem varða félagsmál, skiptingu þjóðartekna og fleira. Í ljósi þess hversu djúp kreppan verður sem við blasir verður vandasamt að finna sanngjarnar og skynsamlegar lausnir á þeim vettvangi. En breiðu línurnar í endurreisn efnahagslífsins hljóta að mínu viti að hvíla á framangreindum þremur atriðum. Árangurinn fer eftir því hvernig okkur tekst til – þar veldur hver á heldur. Á þessum forsendum tel ég að við getum tryggt V-laga hagsveiflu sem felur í sér að efnahagslífið verði búið að ná sér á strik í lok árs 2010. Næstu árin þar á eftir ætti hagvöxtur að geta verið ríflega vöxturinn í Bandaríkjunum og Evrópu eins og hingað til.
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira