Viðskipti erlent

Allianz tapar á bankasölu

Stjórnendur beggja banka og tryggingarisans ræddu málin eftir að tilkynnt var um bankasöluna á mánudag. Markaðurinn/AFP
Stjórnendur beggja banka og tryggingarisans ræddu málin eftir að tilkynnt var um bankasöluna á mánudag. Markaðurinn/AFP
Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Seljandi er tryggingarisinn Allianz. Blekið var varla orðið þurrt á samningum þegar niðurskurðarhnífurinn fór á loft en níu þúsund starfsmönnum verður sagt upp.

Allianz þykir hafa stórtapað á viðskiptunum. Fyrirtækið keypti Dresdner-banka fyrir sjö árum og pungaði út einum 28 milljörðum evra. Bankinn hefur komið illa undan lausafjárkreppunni og neyðst til að afskrifa fimm milljarða evra úr bókum sínum fram til þessa, að sögn breska dagblaðsins Times. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×