Himneskir réttir frá Sollu: Kúrbítspasta 20. júní 2008 16:22 TómatsósaSetjið allt innihald tómatsósunnar, nema ferska kryddið í matvinnsluvél & blandið vel saman - en látið hana samt vera "smá chunky". Bætið ferska kryddinu útí & blandið saman. Setjið tómatsósuna í skál & berið fram.2 stórir tómatar, steinhreinsaðir & skornir í bita 1 rauð paprika, steinhreinsuð & skorin í bita1 dós hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva2-3 döðlur*¼ b lífræn græn ólífuolía, t.d. LaSelva2 hvítlauksrif, pressuð¾ tsk sjávar salt, eða eftir smekksmá cayenne pipar2 msk smátt saxaður ferskur basil eða 2 tsk þurrkað2 msk smátt saxaður ferskt oregano eða 2 tsk þurrkaðKúrbítspastaNotið mandolin eða „pastapeeler“ og breytið kúrbítnum í pasta. Það er líka hægt að rífa það á grófasta rifjárninu í matvinnsluvélinni. Sumar matvinnsluvélar hafa járn til að búa til chips og þá er það notað. Setjið í skál og blandið sítrónusafa og sólþurrkuðum tómötum samanvið ásamt hvítlauknum og smá himalaya kristal. Berið fram. 3 meðalstórir kúrbítar, afhýddir 2 msk sítrónusafi1 dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva2 hvítlauksrifSmá himalaya kristalsaltMöndlumjólkAllt sett í blandara og blandað þar til mjúkt og kekklaust. Til að skilja „mjólkina“ frá hratinu er henni annað hvort hellt í gegnum fínt sigti, grisju, nælonsokk eða þéttofinn spírupoka. Borin fram kæld eða við stofuhita. Hægt er að nota 1 tsk agave í staðin fyrir döðlur eða ¼ tsk stevía eða 1 msk maca. Það má líka sleppa alveg sætuefninu. Möndlumjólk er frábær í staðin fyrir mjólk. Drekkið hana eina og sér, notið sem grunn í hristinga eða útá morgunmatinn. Einnig er hún frábær að nota út í pottrétti í staðin fyrir kókosmjólk. Ef þið bætið útí þessa uppskrift 1 msk kakóduft þá eruð þið komin með kakómjólk.1 bolli (240ml) möndlur*, lagðar í bleyti í 8-12 klst3 bolli vatn4 döðlur*, steinlausar (má sleppa)½ tsk vanilluduft* (má sleppa) Sítrónukaka með súkkulaði(fyrir 8-10)Botn:Setjið sesamfræ og kókosmjöl í matvinnsluvél & malið fínt, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel. Sett í hringlaga form sem er um 23 cm í þvermál. Þjappið deiginu ofan í formið. Gott að setja í frysti í smástund. Þessi botn geymist best í frysti, en einnig nokkra daga í kæli.Fylling:Blandið saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí & blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna í botninn & geymið í 2-3 klst í kæli eða ½ klst í frysti áður en súkkulaðið er sett á og borið fram.Súkkulaðikrem:Setjið kókosolíu í skál með vatni og látið heiitt vatn renna á hana svo hún bráðni. Setjið hana síðan í skál með agavesýrópi og hrærið saman. Bætið kakóduftinu útí, gott er að sigta það útí og hrærið þetta saman & hellið yfir kökuna. *fæst lífrænt frá Himneskri hollustu Botn 1 b sesamfræ*1 b kókosmjöl*200 – 300g döðlur*½ b ljósar rúsínur*Súkkulaðikrem ½ b hreint kakóduft*¼ b agave eða hlynsýróp*½ b kaldpressuð kókosolía*Fylling 3 b kasjúhnetur*, lagðar í bleyti í 2 klst½ - ¾ b agave sýróp*½ - 1 b kaldpressuð kókosolía*, látið renna á krukkuna heitt vatn (ekki yfir 45C) til að hún bráðni½ - ¾ b sítrónusafi1 msk rifið sítrónuhýði1 msk rifið appelsínuhýði2 tsk vanilluduft*smá himalaya eða sjávarsalt Grænmetisréttir Kökur og tertur Pastaréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
TómatsósaSetjið allt innihald tómatsósunnar, nema ferska kryddið í matvinnsluvél & blandið vel saman - en látið hana samt vera "smá chunky". Bætið ferska kryddinu útí & blandið saman. Setjið tómatsósuna í skál & berið fram.2 stórir tómatar, steinhreinsaðir & skornir í bita 1 rauð paprika, steinhreinsuð & skorin í bita1 dós hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva2-3 döðlur*¼ b lífræn græn ólífuolía, t.d. LaSelva2 hvítlauksrif, pressuð¾ tsk sjávar salt, eða eftir smekksmá cayenne pipar2 msk smátt saxaður ferskur basil eða 2 tsk þurrkað2 msk smátt saxaður ferskt oregano eða 2 tsk þurrkaðKúrbítspastaNotið mandolin eða „pastapeeler“ og breytið kúrbítnum í pasta. Það er líka hægt að rífa það á grófasta rifjárninu í matvinnsluvélinni. Sumar matvinnsluvélar hafa járn til að búa til chips og þá er það notað. Setjið í skál og blandið sítrónusafa og sólþurrkuðum tómötum samanvið ásamt hvítlauknum og smá himalaya kristal. Berið fram. 3 meðalstórir kúrbítar, afhýddir 2 msk sítrónusafi1 dl hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá LaSelva2 hvítlauksrifSmá himalaya kristalsaltMöndlumjólkAllt sett í blandara og blandað þar til mjúkt og kekklaust. Til að skilja „mjólkina“ frá hratinu er henni annað hvort hellt í gegnum fínt sigti, grisju, nælonsokk eða þéttofinn spírupoka. Borin fram kæld eða við stofuhita. Hægt er að nota 1 tsk agave í staðin fyrir döðlur eða ¼ tsk stevía eða 1 msk maca. Það má líka sleppa alveg sætuefninu. Möndlumjólk er frábær í staðin fyrir mjólk. Drekkið hana eina og sér, notið sem grunn í hristinga eða útá morgunmatinn. Einnig er hún frábær að nota út í pottrétti í staðin fyrir kókosmjólk. Ef þið bætið útí þessa uppskrift 1 msk kakóduft þá eruð þið komin með kakómjólk.1 bolli (240ml) möndlur*, lagðar í bleyti í 8-12 klst3 bolli vatn4 döðlur*, steinlausar (má sleppa)½ tsk vanilluduft* (má sleppa) Sítrónukaka með súkkulaði(fyrir 8-10)Botn:Setjið sesamfræ og kókosmjöl í matvinnsluvél & malið fínt, bætið restinni af uppskriftinni útí og blandið vel. Sett í hringlaga form sem er um 23 cm í þvermál. Þjappið deiginu ofan í formið. Gott að setja í frysti í smástund. Þessi botn geymist best í frysti, en einnig nokkra daga í kæli.Fylling:Blandið saman hnetum, agavesýrópi og kókosolíu þar til það er orðið silkimjúkt. Bætið þá restinni af uppskriftinni útí & blandið mjög vel saman. Setjið fyllinguna í botninn & geymið í 2-3 klst í kæli eða ½ klst í frysti áður en súkkulaðið er sett á og borið fram.Súkkulaðikrem:Setjið kókosolíu í skál með vatni og látið heiitt vatn renna á hana svo hún bráðni. Setjið hana síðan í skál með agavesýrópi og hrærið saman. Bætið kakóduftinu útí, gott er að sigta það útí og hrærið þetta saman & hellið yfir kökuna. *fæst lífrænt frá Himneskri hollustu Botn 1 b sesamfræ*1 b kókosmjöl*200 – 300g döðlur*½ b ljósar rúsínur*Súkkulaðikrem ½ b hreint kakóduft*¼ b agave eða hlynsýróp*½ b kaldpressuð kókosolía*Fylling 3 b kasjúhnetur*, lagðar í bleyti í 2 klst½ - ¾ b agave sýróp*½ - 1 b kaldpressuð kókosolía*, látið renna á krukkuna heitt vatn (ekki yfir 45C) til að hún bráðni½ - ¾ b sítrónusafi1 msk rifið sítrónuhýði1 msk rifið appelsínuhýði2 tsk vanilluduft*smá himalaya eða sjávarsalt
Grænmetisréttir Kökur og tertur Pastaréttir Uppskriftir Vala Matt Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira