Innlent

Sleginn með flösku á Akureyri

Frá Einni með öllu á Akureyri í fyrra.
Frá Einni með öllu á Akureyri í fyrra.

Einn var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið sleginn með flösku í höfuðið í miðbæ Akureyrar um þrjúleytið í nótt. Maðurinn hlaut minniháttar áverka. Mikill fjöldi var í bænum um kvöldið enda fór lokaatriði skemmtihátíðarinnar Einnar með öllu fram. Að sögn lögreglunnar gistu þrír fangageymslur vegna ölvunar.

Þá hafa tvær konur leitað á neyðarmóttöku vegna kynferðislegs ofbeldis á Akureyri um helgina og hafa þær tilkynnt málin til lögreglu.

Skemmtanahald hefur annars farið vel fram á Akureyri sem og annarsstaðar á landinu. Mikill fjöldi var saman kominn á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem lauk í gærkvöldi, metaðsókn var að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og fjöldi fólks sótti Síldarævintýrið á Siglufirði og Neistaflug í Neskaupsstað.

Töluverður fjöldi var saman kominn í miðborg Reykjavíkur í nótt, en allt fór vel fram þar að sögn lögreglu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×